Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 Varðveita þarf höfuðdygðir íslenskrar kvenþjóðar Ræða við uppsögn Húsmæðraskóla Reykjavíkur Heimavistarnemendur og kennarar Húsmæðraskóla Reykjavíkur. (Myndin tekin í garði skólans, Sólvallagötu 12). Húsmæðraskóla Reykjavíkur var sagt upp þ. 30. júní. Við það tækifæri flutti forstöðu- konan, frú Hulda Á. Stefánsdóttir, eftirfarandi ávarp til nemendanna, er lokið höfðu námi á fyrsta starfs ári skólans. Henni fórust orð á þessa leið: Heiðruðu gestir, kennarar og nem- endur! ★ á er komið að skólalokum, og þegar litið er til baka, þá íinst mjer tíminn hafa liðið ótrú- lega ört hjá. Við hittumst hjer fyrst við kom- nna hingað allar hver annari ó- kunnar, jeg horfði áhyggjufull fram í tímann, sá, að hjer voru uiargir erfiðleikar framundan. Því eins og við vitum, var hjer margt égert, sem krafðist lausnar, og sí- felt var okkur heitið því, að það yrði gert, en það drógst oft leng- Ur en ætlað var. En eigi er vert að rifja það llPP á þessari kveðjustund, heldur ber okkur að þakka svo margt Við höfum notið hjer skjóls og °kkur verið hlíft við veikindum °g slysum. — Við, sem hjer höf- búið, megum vera þakklátar ^yrir það, að ekkert hefir komið fyrir, sem varpað getur skugga á °kkar samveru. Þegar jeg ávarpaði ykkur, góðu námsmeyjar, fyrst í vetur, gat jeg l3ess, að skólastarfið ætti að vera samvinna kennara og nemenda, samvinna, er miðaði að því að auka manngildi og þroska nem- enda-þeirra, er á skólann ganga. Skólastarfið var hafið með þeim mnlæga ásetningi okkar kennar- auna að vera ykkur vel, við vild- Um hugsa fyrst og fremst um ykk- ar hag og velferð meðan þið dveld- uð hjer hjá okkur. Nú, þegar horft er yfir runnið skeið, þá kemur það fyrst í hug uunn, hver hefir árangurinn orð- hafa þessi skólastörf okkar verið unnin fyrir gíg, hefir okkur nokkuð áunnist? Jeg vona, að svo hafi verið að einhverju leyti, ann- ars væri gangan erfið. Við höfum margs að minnast frá þessum samverutíma, og minningarnar vakna á skilnaðarstundum. Við minnumst glaðra stunda, þegar æska ykkar og lífsþróttur varpaði birtu á umhverfið og vakti vonir um tápmikinn starfs- hug, er bera mundi ávexti í dáð- ríku lífi og starfi fyrir land okk- ar og þjóð. Hugurinn hvarflar einnig til hinna erfiðu stunda, þegar ljettlæti og þroskaleysi æskunnar vekur sársauka og von- leysi okkar, sem erum að .reyna að leiðbeina ykkur og unnum ykk- ui alls hins besta, en þetta er göm- ul saga, sem altaf endurtekur sig. Æskan er yndislegur tími, hún er tími vona og framtíðardrauma. En æskan er líka hættulegur tími, freistingar í ótölulegum myndum rjetta fram hendur móti æsku- manninum og vilja lokka hann til fylgis við liin illu öfl. Miklu er fórnað fyrir æskuna og margir heyja þrotlausa baráttu fyrir velferð hennar, en því miður er mörgum æskumanni ekki ljóst fyr en um seinan, hve mikils virði er fyrir framtíðina að lifa heil- brigðu og frjóu æskulífi. Æskutíð mannlífsins er sáðtími. þá sáum vjer fræum, sem upp af spretta ávextir komandi mann- dómsára. Margur maður gekk kal- inn á hjarta inn í lífsstarf full- orðinsáranna vegna þess, að æsk- unni var eytt á refilstigum ljett- úðar og stefnuleysis. Minnist því þess, góðu náms- meyjar, hve dýrmæt æskuárin eru, þau eru sá grundvöllur, er fram- tíðin er reist á„ fögur æska gefur okkur bjartan og auðugan minn- ingaheim, er veitir okkur unað á fullorðinsárunum og þangað sækj- um við styrk og uppörfun þegar erfiðleikar og böl vilja beygja okkur undir ok sitt. Það var á það bent af formanni skólanefndar fyrir stuttu, að þið væruð nú í lok námstímans með nokkrum öðrum svip en þegar þið komuð hingað. Ykkur hefir ef til vill fundist þetta fjarstæða. Þið komuð hingað frá góðum heimilum og ykkur hefir þá sennilega fund- ist það öfgar, að svo stutt skóla- vera, sem . hjer um ræðir, gæti haft áhrif á ykkur. En jeg býst samt við, að formaður hafi sjeð rjett, en í hverju er munurinn fólginn? Hann er fólginn í því, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.