Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1942, Blaðsíða 8
216 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Jeg ætla nú að bæta við sögu Ástríðar fáeinum orðum eftir gamalli konu á níræðisaldri, sem ólst upp í sömu sýslu sem Ástríð- ur, og var miseldri þeirra eigi mjög mikið, og hafði hún vitneskju sína um Ástríði frá móð- ur sinni, sem var fróðleiks kona og fluggreind. Ástríður var eiginkona Sigurð- ar, sem lengi bjó stórbúi í Möðru- dal. Þegar leið á æfi þeirra hjóna kom í Möðrudal stúlka sem Sig- ríður hjet, frömuð í Danmörk við ostagerð. Hún mun hafa átt að gera osta þar í Möðrudal úr þeirri miklu og kjarnríku sauðamjólk sem þar fjellst til úr 200 ám, eða því sem næst svo mörgum. Ekki ' vissi sögukona mín um afdrif ostagerðarinnar. Enda virðist Sig- ríður hafa öðlast annað hugðar- mál þar í dal möðrunnar. Hún og Sigurður bóndi fjellust í faðma og urðu handsöl þeirra svo rausn- arleg, að Ástríður var rekin út í hom og hrifsaði Sigríður undir sig öll búsforráð.og mun þá osta- gerðin hafa farið út um þúfur. Þegar þar var komið sögu, leit- aði Ástríður fulltingis tengdason- ar síns, Einars Ásmundssonar al- þingismann í Nesi, og brást hann vel við, reið austur að Möðrudal og rjetti við hlut tengdamóður sinnar, því að Einar var mála- fylgjumaður mikill og forvitri. En ekki er mjer Ijóst hvort Sigríður var þá rekin til fulls úr Möðru- dalsbæ. Líkur benda til þess, að Sigurður hafi bugast út af þessum málum, því að hann lagðist bana- legu sína eftir aðför Einars í Nesi. Þegar honum elnaði sóttin, sendi hann Aðalbjörgu dóttur sína á fund Ástríðar konu sinnar þess erindis, að hún fyrirgæfi sjer af- brotin, Ekki kom Ástríður að banasænginni — að því er sögu- konan hermdi. En hún bað dóttur sína fyrir þessi skilaboð: „Segðu föður þínum að jeg muni ekki hata hann í gröfinni“. Þessi svör lýsa ágætlega þessari aðþrengdu konu, stórlæti hennar, göfgi og fastlyndi, sem ljet sjer - lynda fá orð í fullri meiningu og stingur alveg í stúf við það margorða mas sem nýmóðins skáld leggja í munn gervifólki sínu. Dóttir Möðrudals hjónanna, Sigurðar og Ástríðar, var Aðal- björg kona Stefáns í Möðrudal, sú fyrri. Hún ljest á barnsburðar sæng — blæddi til ólífis, harla langt frá læknishjálp — að sögn sögukonu minnar. Þetta ágrip af æfisögu Ástríðar í Möðrudal er hvorki heilt nje hálft og mundi gleðja mig — og líklega fleiri — ef fyllra fengist og greinilegra. Það er víst að þarna í Möðrudal hefir gerst mikil og átakanleg harmsaga, sem þögnin hefir breitt ofan á grænan og gráan mosa. Herðubreið — það þögula fjall — kvenfjall lá mjer við að segja — blasir við augum þeirra sem koma í Möðrudal. Þess mætti vænta að Ástríður i Möðrudal hafi verið á sinn hátt meðal íslenskra kvenna, því lík sem Herðubreið er meðal tígulegra fjalla. Guðmundur Friðjónsson. Smælki. Þektur fslendingur gaf eftir- farandi lýsingu á handalögmáli sem hann hafði lent í: „Jeg sá Fransara á götunni, þá rjeðst jeg á hann með tóbaksbaukinn í ann- ari hendinni en kreptan hnefanu í hinni hendinni. Svo sló jeg hann beint framan í — bak við eyrað, og svo flýði hann — og jeg á undan". ★ Kona nokkur, mjög afskræmd í andliti, kom til fransks embætt- ismanns í þeim tilgangi að fá hjá honum vegabrjef. Embættismaður inn vildi reyna að komast hjá því að móðga konuna, og skrifaði þess vegna eftirfarandi lýsingu í vegabrjefið: Augu dökk, fögur, blíðleg og gáfuleg — (en annað þeirra vantar). ★ Bank er staður sem lánar út regnhlífar í bjartviðri, en krefst þeirra aftur, þegar rigningin byrjar. ★ Litli bróðir var mjög hávær. Dag nokkurn sagði Tómas litli bróðir hans: „Mamma, litli bróðir kom frá himnum, er ekki svo?“ „Jú, Tommi minn“, sagði mamma. „Heyrðu, mamma!“ „Hvað, ljúfurinn minn?“ „Jeg áfellist ekki englana fyrir það að henda honum út. Gferir þú það, rnamrna?" ★ Golf er mjög svipað hjónaband- inu — það virðist þeim svo ofur auðvelt, sem ekki hafa reynt það. ★ „Viltu giftast mjer?“ sagði hann. „Nei“, sagði hún. Þau lifðu hamingjusömu lífi alla æfi upp frá því. ★ Úr skólastílum. Shakespeare var afar kurteis maður. Hann sagði oft: Farðu til ..... en hann lauk aldrei við setninguna. ★ Hegningin við tvíkvæni er 7 ára fangelsi og tvær tengdamæð- 1 Georg Washington var mjög merkilegur maður Hann var Ameríkani og sagði altaf sann- leikann. / ★ fri nokkur var ásakaður um kjarkleysi. „Jæja“, sagði hann. „Það er betra að vera skræfa í 5 mínútur en lík alla sína æfi, ★ „Jeg giftist honum vegna þess að mjer fanst hann vera svo líkur grískum guði“. „Reyndist hann þá vera það?“ „Já, Bakkusi!“ ★ „Hvernig dirfist þú að koma heim svona á miðju skólaári, strákur!“ æpti reiður faðir, „og þú leyfir þjer að segja að þjer geðjist ekki að skólanum. Þessi skóli hefir útskrifað marga ágæt- ustu menn landsins!“ „Því trúi jeg vel, pabbi!“ svar- I aði ungi maðurinn vongóður. —- „Satt að segja hafa þeir útskrifað mig líka!!!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.