Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 1
21. tölublað. JlftcrðtttiMaðsias Sunnudagur 12. júlí 1942. XVII. árgangur. Við Breiðafjörð Eftir Ragnar Asgeirsson Eins og kunnugt er lætur Bún- aðarfjelag íslands ráðunauta sína halda búnaðarnámskeið út um sveitir landsins og er þeim bagað þannig, að landinu er skift niður í fimm umdæmi og eru námskeið haldin í einu þeirra á ári hverju. Að þessu sinni voru aðeins hald- in námskeið á nokkrum stöðum í Barðastrandarsýslu og mættu á þeim fyrir hönd Búnaðarfjelags- ins þeir ráðunautarnir Ragnar Ásgeirsson og Gunnar Bjarnason, og ennfremur Sveinn Tryggvason mjólkurfræðingur, forstöðumaðuí mjólkurbúsins í Hafnarfirði. Ragnar Ásgeirsson segir svo frá ferð þessari: — Búnaðarnámskeiðin voru að þessu sinni fá og óvenju seint haldin, vegna þess hve seint Bún- aðarþinginu lauk, en þar erum við ráðunautar Búnaðarfjelagsins jafnan meðan það stendur yfir. Að þessu sinni skyldi farið um Barðastrandarsýslu, sem hefir oft- ast orðið útundan hvað búnaðar- námskeið snertir, — eins og raun- ar um margt annað, því sumir hlutar hennar eru einhverjar af- skektustu bygðir þessa lands vegna samgönguerfiðleika á landi og sjó. Við fjelagar lögðum upp í ferð- ina þann 7. apríl og ætlunin var að byrja námskeiðin í Flatey þann 8. Við komumst til Stykkis hólms samkvæmt áætlun, eu næsta morgun var hann rokinn upp, svo að Breiðafjörður var með öllu ófær þeim bátum, sem halda þar ferðum uppi. Snjókomí var nokkur og særok mikið, og þarna er sker við sker, eins og allir vita, svo best er að hafa gæt- inna manna ráð um sjóferðir. f Stykkishólmi sátum við svo veðurteptir í tvo daga, svo ekki byrjaði nú ferðalagið efnilega. Við hjeldum okkur á hótelinu, sem nú er verið að endurbæta á ýmsan hátt, og þar fór vel um okkur. Ekki þurftum við að af- lýsa námskeiðinu í Flatey, því pab sá veðrið um, það var engin hætta á, að neinir myndu hreyfa dg milli eyjanna í því veðri. Það var ekki fyr en föstudag- nn 10. að Guðmundi frá Narfeyri oótti fært, enda þótt veður væri hvergi hvergi nærri gott. Sendi hann son sinn Lárus með okkur á mótorbátnum Baldri inn að Króksfjarðarnesi, því þar höfðum við tilkynt námskeið næsta dag. Ferðin gekk ágætlega, því Lárus hefir lært sjómenskuna af föður sínum og er gætinn og kunnugur á firðinum, en oft varð að hægja á, því kafaldið tók fyrir skygnið. Eftir 5 tíma stím komum við að Króksf jarðarnesi og var þar þá lík

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.