Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 2
218 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ara sem um hávetur væri en seint á einmánuði. Það er altaf notalegt að koma til bæja eftir svona ferðalag, og hjá Jóni Ólafssyni kaupfjelags- stjóra fengum við ágætar mót- tökur. Sveinn Tryggvason notaði tækifærið til að skoða smjörsam- lag þeirra Króksfirðinga, sem Kaupfjelagið hefir komið á fót. Smjör þaðan hefir þegar unnið sjer gott álit á markaði. Vafalaust eiga smjörsamlögin mikla framtíð fyrir sjer og víst ekki síst í af- skektum sveitum. Stofnkostnaður þeirra og reksturskostnaður er lít- ill og flutningskostnaður á smjör- inu er ekki mikill, borið saman við verðmæti vörunnar. Enda virtist mjer áhugi búenda þarna vera vel vakandi á þessu sviði. Þeir hafa þegar sjeð góðan árang- ur af þessari grein búskaparins. Frá Króksfjarðarnesi hjeldum við að Bæ í Króksfirði og þar hjeldum við fund okkar þann 11. og 12. hjá Magnúsi bónda Ingi- mundarsyni. Þar eru ágæt húsa- kynni. Fyrri daginn var veður heldur stirt og því færri áheyr- endur, en seinni daginn var veð- ur sæmilegt og komu þá margir, og fluttum við mörg erindi báða dagana. Mánudaginn 13. fórum við þaðan og að Múla í Kollafirði, því við höfðum verið beðnir um námskeið þar, þó ekki hefði verið gert ráð fyrir því á þeim reisu- passa, sem við höfðum frá fv manni Búnaðarsambands Vestur- lands. En sjálfsagt þótti okkur að verða við því. Við fórum á hestum frá Bæ, inn með Berufirði ög út á Reykja- nesið að Stað. Leiðin sú liggur um Barmahlíð, sem fræg er vegna náttúrufegurðar sinnar og kveð- skapar Jóns Thoroddsens um hana. Brekkufríð er Barmahlíð, blómum yíða sprottin. Fræðir lýði fyr og síð: Fallega smíðar Drottinn. Þetta er hverju orði' sannara, en mjög sýnist mjer nú að Barma- hlíðin þyrfti algerrar friðunar við. Kjarrið er lágvaxið og bitið, en jafnvel um þetta leyti árs var Barmahlíðin undra fögur — og útsýn þaðan aðdáanleg. Við notuðum tækifærið til að koma að Reykhólum, hinu forn- fræga höfðingjasetri Vestfirðinga- fjórðungsins. Þar er þó eiginlega sorglegt að koma, því þar er nú ekkert nema náttúrufegurðin og möguleikarnir og niðurníðslan. Síðustu stórbændur þar voru þeir Bjarni Þórðarson og eftir hann Hákon tengdasonur hans. Bjarni var mikill athafnamaður og nytj- aði öll hin miklu hlunnindi þess- arar stóru jarðar, jafnvel Stagley, sem er skamt fyrir vestan Elliða- ey, og þó var þetta áður en vjel- bátar komu til sögunnar. En eftir daga Bjarna og Hákonar gengur alt niður á við fyrir Reykhólum, alt er rúið en engu haldið við. Hinn reisulegi bær, sem Bjarni ljet reisa, hangir þó enn uppi, en meir af vana en mætti. Þó ber hann enn vitni um vandvirkni og smekkvísi og er einn af þeim gömlu bæjum, sem sjálfsagt er að láta mæla, teikna og ljósmynda áðúr en hann fellur, en það get- ur ekki dregist lengi hjeðan í frá. íbúum Reykhólasveitar þykir að vonum sárt að sjá og hugsa til niðurníðslu höfuðbólsins. En með hinum síðustu eigendaskift- um lifnar þó von um, að Reyk- hólum »verði lyft úr hinni miklu niðurlægingu, því nú á ríkissjóður eignina alla, Barðstrendinga og Vestfirðinga dreymir um ýmsa menningarstarfsemi á hinu forna höfuðbóli. En þeim varð þó ekki um s.el, er sá kvittur gaus þar upp, að Reykjavíkurbær hefði farið þess á leit að fá þar land undir fávitahæli! Jeg veit ekki, hvort fótur er fyrir þeirri fregn, en óneitanlega væri það smíðs- höggið á niðurlægingu þessarar fögru jarðar, ef satt væri. Jafnvel í þeirri djúpu niðurlæg- ingu, sem Reykhólar eru nú, finn- ast mjer þeir einhver hinn höfð- inglegasti staður á landi hjer. Og það væri fullkominn vandi fyrir hinn nýja jarðeiganda — íslenska ríkið — að eiga hann lengi í þessu ástandi. Frá Reykhólum fórum við út að Stað, en þaðan með trillubát yfir í Kollafjörð, sem er einn hinna afskektu fjarða þessarar löngu sýslu. Þar hjeldum við tveggja daga námskeið á Múla hjá Eyjólfi bónda Magnússyni og Ingibjörgu konu hans Hákonar- dóttur frá Reykhólum. í Múla hlýddu um eða yfir 20 manns á erindi okkar fjelaga, og þó sumum finnist það ekki há tala, má það þó teljast mjög góð fundarsókn í því strjálbýli, sem þar er. Meðal gesta þar voru hjónin frá Múla við ísafjarðar- djúp, Sturlaugur Einarsson og Gdðrún Kristjánsdóttir. Er það löng leið og yfir háa heiði að fara og mikið á sig lagt til að hlýða á búfræðifyrirlestra. Glögt fundum við fjelagar, að fólki þótti vænt um komu okkar í þessa afskektu bygð. Þarna er víða óravegur á milli bæja, en þeir eru flestir annaðhvort yst á nesjum eða inst í fjörðúm. Vega- gerð virðist tæplega framkvæm- anleg, en samgöngur á sjó mætti mjög bæta frá því sem nú er. Frá Múla í Kollafirði fórum við út í Flatey þann 16. og vorum þar til þess 19. Flatey hefir frá alda öðli verið höfuð- og verslun- arstaður Breiðaf jarðareyjanna. Veldur því bæði að eyjan er ekki lítil, og svo hin sjálfgerða höfn sem að vísu hentar aðeins smá- skipum. Minnir hún á eldgíg, þar sem aðeins barmarnir standa upp úr sjónum, og er öllum skipum ó- hætt, sem inn í hana komast. f Flatey var um eitt skeið mikið athafnalíf, en nú virðist þar svo mikil kyrstaða, að hún fær ekki dulist auga gestsins. Eyjan minn- ir á æfintýrið um Þyrnirósu, þar sem, alt svaf. Utgerð er þar víst sama og engin og vinnufærir menn eru neyddir til að leita burt eftir atvinnu. En skilyrði virðast þar góð bæði til sjávarútvegs og ræktunar. Hraðfrystihús rísa upp við Breiðafjörð og skapa fólki mikla atvinnumöguleika, en Flat- eyingar hefja engin samtök í þá átt. Mikill hluti eyjarinnar liggur eins og það hefir víst legið í þúsund ár, sem óræktað beitiland. Þangbúlkarnir ná manni í mitti sumstaðar í fjörunni, en í þeim er mikil jurtanæring, sem bíður ónotuð. Frá flestum eyjum í hreppnum kom fólk að blýfia i arindi okk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.