Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 219 ar, en ekki margir Plateyingar. Enn hafa eyjabúar á Breiðafirði allmikið fje og hafa ekki lítið fyr- ir að flytja það til lands á vorin og frá iandi á liaustin. En yfir- leitt munu kýr þar ekki margar. Þó mun sumum ljóst, að farsælla myndi að fjölga þeim og rækta meira, en hafa aðeins sauðfjenað til heimilisþarfa. Matjurtagarðar virtust mjer hvorki margir nje stórir á Flatey, en þó sögðust íbúarnir hafa nóg úr þeim fyrir sig. Nóg hefir sá sjer nægja læt- ur, segir máltækið. Síðari daginn efndu eyjar- skeggjar til samkomu um kvöld- ið, sem var að nokkru leyti end- ir á þeirra „sæluviku", því sýslu- nefndarfundur var nýafstaðinn. Á eftir kaffidrykkju óg ræðuhöldum var dans og í mörg ár hefi jeg ekki komið á blómlegri dansleik. — „Sextán voru meyjarnar, en karlinn aðeins einn“, segir gamalt viðlag. Svo slæmt var það nú ekki, en konurnar voru á fimta tug, en karlarnir um 20. Lýsi jeg því ekki nánara. Annars mætti margt um þessa frægu ey segja, fögur var hún þessa dagana, þó ekki væru aðrir fuglar komnir en ritan í bergið á Hafnarey. Gömul örnefni minna á gamla tíma, t. d. Klausturhólar. Er þar nú sljettað yfir leifar af rústum hins gamla klausturs. Er það var gert, þá var „Þvotta- steini" lyft, en hann var mjög í jörð sokkinn. í hann er klöppuð skál, sem mun vart rúma meir ep tæpan lítra vatns. En vígt mun það vatn verið hafa. Þegar sljett- að var kom niður á hellu stóra, sem álitin er hafa verið dyrahella klaustursins. En ekki var henni lyft upp á yfirborðið, en moldin geymir hana vel. Frá þessu sagði mjer Bogi Sigurðsson kaupmaður. Gott þótti okkur í Flatey að vera, enda þótt fleiri vildu dansa við okkur en hlýða á erindin. Og væntanlega rís smjörsamlag upp í Flatey áður en langt um líður, þó daufar væru undirtektir. Frá Flatey fórum við með „flóabátnum“ Konráði að Múla á Barðaströnd. Yið rendum með- fram Hergilsey í blíðu veðri, með- fram hinu fagra stuðlabergi, sem heitir Vaðsteinaberg. Eyjan er há- lend og fögur, en hrjóstrug. Margar eyjar liggja undir hana og er þar mikil selveiði' og dún- tekja. í Hergilsey er þríbýlt, en mUn þó fækka um einn ábúanda í vor. Svona gengur það, fólkið neyðist til að leita í þjettbýlið og býst jeg þó við, að margir fari nauðugir úr eyjnnum. En þessum bygðum við Breiðafjörð er eng- inn sómi sýndur hvað samgöngur snertir. Þær eru strjálar og óviss- ar og Konráð er sönnun fyrir, hvað Breiðfirðingum er boðið og líka fyrir því, hvað þeir láta bjóða sjer. Farþegarúm er þar ekkert nema rúmflet skipverja — sem þarf meiri íþróttamann en mig til að komast inn í. Ekkert skjó! er þar ofan þilja, hurðir dingla á einni hjör og gluggum er haldið í skorðum með tómum sígarettu- pökkum og trjefleygum. Og margt annað eftir því. En vjelin og kunnugleiki skipverja virtist mjer vera í lagi. Úr samgönguvandræðum Breið firðinga þarf að leysa, ef bygð á þar að haldast og þróast með eðli- legum hætti. Allir Breiðfirðingar þurfa að standa að þeirri lausn málsins. Það væri óbætanlegur skaði þjóðarinnar, ef bygðum við Breiðafjörð hrakaði meir en orð- ið er. Og því ver eiga Breiðfirð ingar með samtökin, sem bygðin verður strjálari. Bændur við ísa- fjarðardjúp hafa nýlega kallað saman hjeraðsfund til að ræða um samgöngmál sín og „Djúpbátinn". Jeg held að Breiðfirðingar þyrftu að gera slíkt hið sama og held að þörfin sje enn brýnni þar, en í Djúpinu — þó hún þoli þar enga bið. Góðan flóabát, sem stjórnað er með hagsmuni almennings fyr- ir augum þurfa Breiðfirðingar að hafa, annars fer varla vel. í Múla á Barðaströnd vorum við í tvo daga í góðu yfirlæti hjá þeim bændunum Jóhanni og Þórði. Fundarhúsið stendur niður við sjóinn og þar fluttum við er- indi okkar þann 20. og 21. Rúm- lega 30 manns hlustuðu á. Á eftir fyrirlestrunum eru jafnan fyrir- spurnir og umræðúr. Kvenþjóðin á Barðaströndinni var miklu spurulli en karlmennirnir. Þær spurðu um mjólkurmeðferð, um garðrækt og hesta og ekkert við- komandi búskapnum virtist þeim óviðkomandi — og karlarnir hlust- uðu á, en aðeins einn þeirra bar fram spurningu. Eiginlega áttum við að halda námskeið í Tálknafirði og Arnar- firði, en vegna þess hve nú var áliðið og hve illa okkur gekk í byrjun ferðarinnar vegna óveðurs- ins og svo af því, að við komum við í Múla, sem ekki var á áætl- un okkar í upphafi, urðum við að snúa við þarng og halda heim- leiðis. Var það þó með hrygð i huga að við tókum þá ákvörðun að sleppa fjörðunum í þetta sinn. Því búnaðarnámskeiðin eru víða vel þegin, en þó máske best í hin- um strjálu bygðum, sem verða útundan um flesta hluti — nema góð loforð fyrir kosningar. Konráð gamli sótti okkur að Múla að kvöldi þess 21. og fór með okkur til gistingar í Flatey um kvöldið. Næsta morgun hjelt. hann áfram tneð okkur til Stykk- ishólms. Til allrar lukku var besta veður og sljettur sjór — jeg vildi ógjarnan lenda í vondu Veðri á þeim bát. Síðau ekki söguna meir — annað en það, að vegurinn frá Stykkishólmi upp að fjallinu er það mál. Þyrnirós sefur ekki ei- lífum svefni. Höfnin bíður og hin nú ein hin mesta vegleysa af þeim sem eru í þjóðvegatölu. Bar bíl- stjórinn þá frómu ósk fram, að vegamálastjórinn væri kominn í bílinn til okkar til þess að þurfa ekki að halda á lýsingu annara á veginum. Ragnar Ásgeirsson. Trúboðinn: Aumingja maðurinn. Þjer hafið ekkert kynst trúarlífi? Mannætan: Jia, mikil ósköp. Við fengum aðeins bragð, þegar síð- asti trúboðinn var hjer á ferðinni. ★ — Konuna mína dreymdi í nótt, að hún væri gift miljónamær- ing. — Blessaður vertu, hvað er það? Mín heldur það á daginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.