Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 4
220 LESBÖK MORGUNBLABSINB EYJAR HORMUNGANNA ^//lannraunir euir étótía érá obinaaacre Skipbrot í eyja- klasanum. \ 7 ið ljetum úr höfn, þegar ~ myrkva tók 13. febrúar og jeg mun aldrei gleyma því, er jeg sá Singapore í síðasta sinn. Eldur geisaði á sex stöðum, svo að okk- ur fanst borgin öll standa í björtu báli. Um nóttina fórum við all nærri eyju, sem er á yfirráðasvæði Japana, og snemma næsta morg- un vörpuðum við akkerum nálægt eyju að nafni Pohmpohm, og höfð- um við í hyggju að leynast þar um daginn og halda áfram næstu nótt. Um sólarupprás sáum við, að þar voru einnig tvö önnur skip, annað var nálægt eynni, ekki langt frá okkur, en hitt var beint úti á rúm- sjó, þar sem ekki gat farið hjá því, að japanskar könnunarflug- vjelar sæjui það. Könnunarflugvjel flaug yfir það og á eftir henni komu 9 sprengju- flugvjelar í hóp. Þær vörpuðu fyrstu sprengjunum á skipið, en því Jiöfðu þær reynt að sökkva daginn áður, og á þrem mínútum var það sokkið. Á leiðinni til baka flugu sprengjuflugvjelarnar yfir okkar skip. En er þær voru komn- ar lítinn spöl fram hjá okkur, sneru þær snögglega við. Fyrstu sprengjurnar hæfðu skipið að framan og löskuðu stjórnpallinn. Flugvjelarnar hurfu frá, en komu aftur og vörpuðu enn sprengjum. Að þessu sinni fjellu spengjurn- ar miðskipa og drápu og særðu fjölda manns, einkum konur og börn. Eldur braust út á skipinu, en það sökk ekki strax. Björgun- arbátarnir, sem voru þegar komn- ir á flot, komu upp að skipshlið- inni og særðir menn, konur og börn fóru um borð í þá. Nokkrir karlmannanna syntu að landi, en aðrir bárust með mjög sterkum straumi burt frá eyjunni og marg- ir hljóta að hafa druknað. Eftirfarandi grein er útdráttur úr brjefi, sem barst til London frá manni, sem áður dvaldist í Singapore. í þessu brjefi skýrir hann frá ævintýrum, sem hann lenti í ásamt nokkur hundruð öðrum óbreyttum borgurum og hermönn- um næturnar áður en Japanar gerðu innrás í borgina. Sprengjur valda hörmungum. En flugvjelarnar komu aftur og vörpuðu fleiri sprengjum og komu flestar þeirra nálægt björgunar- bátunum, sem voru á leiðinni frá skipinu til eyjarinnar, og fjellu niður meðal mannanna, sem á sundi voru, en þeir skiptu hundr- uðum. Margir særðust og fórust. Sprengjur hæfðu þriðja skipið, sem lá við akkeri nálægt skipinu okkar, en það sökk ekki fyrr en eftir margar klukkustundir, löngu eftir að skipið okkar var komið á hafsbotn. Síðar um daginn fóru nokkrir menn frá eyjunni út til skipsins og komu aftur meo vistir úr birgðageymslu þess. En skipið sökk, áður en hægt vær', að fara aðra ferð. Eyjan, sem við höfðum lent, var óbygð, hjer um bil hálf míla á lengd, en ekki alveg eins breið. Hún var hálend,og öðrum megin á henni var urð, en neðst í þeirri urð var þurr lækjarfarvegur. 011 eyjan var til allrar hamingju skógi vaxin, og við höfðum skjól a£ honum. Við leituðum um alla eyj- una, en gátum ekki fundið nein ávaxtatrje. Til allrar Guðs mildi gátum við fundið grunna tjörn með fersku vatni, sem stóð í sam- bandi við neðanjarðarvatn. Við mældum aðrenslið og sáum, að úr þessari tjörn gátum við fengið eina fötu af vatni á klukkustund, eða hálfpott á mann á dag. Þessi vatnsúthlutun, sem fór fram tvisvar á dag, var ein af hinuir. sameiginlegu athöfnum okkar. Margir voru særðir, karlar, konur og hjúkrunarkonur þær, sem eft- ir lifðu, unnu dásamlegt starf með svo að segja engum hjúkunarút- búnaði. Til allrar hamingju fund- ust sáraumbúðir í björgunarbát- unum og þær björguðu mörgum mannslífum. Greftrun á eyjunni. Við klömbruðum saman sjúkra- skýli og þöktum það með röftum og laufi, til þess að vernda sjúki- ingana fyrir sólskininu og hinni miklu næturdögg. Þetta var eins og hjá Robinson Crusoe. Rúm- stæði voru útbúin, til þess að sjúklingarnir þyrftu ekki að liggja á jörðinni. Margir dóu og það var átakanlegt að heyra stun- ur þeirra, sem alvarlega voru særðir. Grafir voru grafnar á eyj- unni fyrir þá, sem dóu og óvand- aðir krossar settir á þær. Nöfn hinna látnu voru rist á krossana. Við, þessi 400—500, sem eftir lifðum, höfðum lítið af fötum, þar sem flestir karlmennirnir af- klæddust að mestu, áður en þeir syntu í land, og allmargar yngri konurnar gerðu slíkt hið sama. F^- ir höfðu skó eða sokka. En einhver snjall náungi hafði haft með sjer frá skipinu stranga af striga, og sá strigi var skorinn í ræmur, sem sumir vöfðu um fætur sjer, en margir voru berfættir því nær allan tímann. f nokkra daga gátum við ekki þvegið okkur, af því að eitt skip- anna, sem sökt var, var knúio með olíu, og ofan á sjónum flaut sorug, brún olía, og við gátum með naumindum hindrað, að drykkjarvatn okkar spiltist af olíu, þegar flóð var. Ef við hefð- um mist drykkjarvatnið, hefði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.