Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINB 221 verið úti um okkur. Matvælaút- hlutunin á dag var: 1 lítil kex- kaka, tólfti hlutinn úr dós aí niðursoðnu kjöti, og til þess að hægt væri að gera sjer dagamun, fengum við suma dagana eina mjólkurdós á hverja 12 menn. Til hagræðis við matvælaúthlutunina var fólkinu skipt í 12 manna hópa. Við höfðum enga diska, hnífa, gafla eða skeiðar, og við urðum að nota hendurnar, sem ekki voru alt ofhreinar, til alls. ímyndið ykkur, hvernig við vor um orðin eftir nokkra daga — við höfðum setið og legið á jörðinni, aldrei þvegið okkur í framan, aldrei burstað tennurnar, aldrei rakað okkur, aldrei burstað hár- ið, aldrei baðað okkur, vegna olíunnar í sjónum, aldrei gert ann að .£n að sitja og fleygja okkur til jarðar, þegar japanskar flug- vjelar flugu yfir eyjuna, en það var á hverjum degi. Ef Japanar hefðu vitað, að á þessari eyju væiu um 500 Bretar, og um 200 þeirra einkennisbúnir hermenn, hefðu þeir án efa grandað okk- ur með sprengjuregni. Daginn eftir að við lentum yar stórum skipsbáti siglt til stórrar eyju langt í burtu, og komumst við að raun um, að þar var sjúkra hús og talsími eða ritsímasam- band við Sumatra. Hollensku yf- irvöldunum var því skýrt frá raunum okkar, og næstu nótt sendu þau lítið skip til eyjarinn- ar, og um 20 særðir menn og 180 konur voru flutt um borð. Og þetta var hörmulegasti þátturinn í æfintýrum okkar, því að ekkert hefir heyrst frá þessu skipi síðan. Á þessu skipu voru flestar hjúkr- unarkonurnar og konur helstu manna í Singapore og mörg börn. Nokkrar giftar konur urðu eftir og þær eru enn heilar á húfi. Lagt af stað á nýjan leik. Tveim dögum eftir að þetta gerðist, sendi hollenska stjórnin lítinn vjelbát og kom hann til okkar að næturlagi. Formaðurinn var amerískur. Hann var ágætur, og við eigum honum mikið að þakka. f bátinn fóru þeir særð- ir menn, sem eftir voru, og hjúkr- unarkonur. Ekkert spennandi gerð ist nú næstu tvo daga. Matvæli okkar voru á þrotum, og eirðar- leysi gagntók hermennina, svo að einn björgunarbáturinn sigldi til annarar eyju og náði sambandi við Malaya kaupsýslumann, sem fjekk eitthvert kínverskt skip til að sigla til eyjunnar með dálítið af ávöxtum og hrísgrjónum. Hann kom sjálfur og sagðist mundu geta útvegað 3 eða 4 kínversk seglskip til að sœkja okkur, en ekki kvaðst hann geta ábyrgst, að þau f lyttu okkur til meginlands- ins. En hvað sem því líður, þá kusu hermennirnir og nokkrir ó- breyttir borgarar að fara, þar sem þeim sýndist ekkert útlit fyr- ir, að þeim yrði bjargað á annan hátt. En hinir óbreyttu borgarar ákváðu að verða eftir, í þeirri von, að vjelbáturinn hefði komist klakklaust í höfn og myndi koma aftur. Malayinn fór aftur eyjar sinn- ar og 1 eða 2 dögum seinna sáust 2 kínversk seglskip vera á sveimi úti fyrir eyjunum langt í burtu og virtust þau vera að bíða kvöldsins, þar sem japönsku flug- vjelarnar komu stundum skömmu eftir hádegið. Hermennirnir og nokkrir óbreyttir borgarar búast til að fara um borð í seglskipin. Matvælunum, sem eftir voru, var skipt og þeir fengu sinn hluta. En áður en seglskipin komu að landi, kom ameríski vinurinn okkar á vjelbátnum sínum. Hví- líkur fögnuður! Formaðurin-i kvaðst aðeins geta tekið 70 menn og#jafnvel það væri offermi, svo að þeir óbreyttir borgarar, sem höfðu heldur kosið að fara með seglskipunum^ urðu að gera það. Jafnskjótt og allir farþegarnir voru komnir um borð, lögðum við af stað til Sumatra. Við vonuðum, að við myndum komast til staðar, sem kallaður er Prigi Rajah, í dögun næsta morg- un, en formaðurinn okkar viltist og við eyddum 6 klukkustundum til ónýtis í hringsól í myuni Indragiri-árinnar. — Afleiðingin varð sú, að japanskar könnunar- flugvjelar komu auga á okkur skömmu eftir dögun. Þeim fanst ferð okkar auðsjáanlega eitthvað grunsamleg og við óttuðumst, að einhver þeirra lækkaði flugið og skyti á okkur af vjelbyssum. En við stóðum í hnapp á þessum hrörlega vjelbát og fáir okkar hefðu lifað af, ef skotið hefði verið á hópinn af vjelbyssum En flugvjelarnar hjeldu burt og skömmu síðar komumst við á rjetta leið. Við fórum upp eftir Indragiri-ánni, þangað til við kom um til Tambilahan. Þar fórum við í land og sváfum á steingólfi í tollskýlinu þar. Við fundum þvottabala og þvoðum okkur í fyrsta skipti í marga daga. Afturkoma til siðmenningarinnar. Morguninn eftir var báturinn okkar dreginn upp eftir ánni til Rengat, en þar fórum við í land og hjeldum svo áfram landveg. Hollensku yfirvöldin voru í óða önn að senda burt hermenn í vöru bílum og yfirvöldin voru tilbúin að halda brott. Þeir virtust búast við Japönum innan skams. Við vorum fluttir í almenningsvögn- um til gúmmíverksmiðju í Aer- molek. Áttum við að hvílast þar. Er við höfðum dvalist þar eina nótt, var okkur aftur skelt inn í almenningsvagna og okkur ekið til járnbrautarstöðvarinnar í Sa- wahlunto. Við komum til Padang kvöldið eftir og fórum til Central- veitingahiissins. Við vorum ná komnir aftur til siðmenningar- innar, því að á þessu veitingahúsi voru almennileg riim, baðherbergi, heitt vatn, góður matur og drykk- ur. Við ákváðum að reyna að kom- • ast til Colombo, en enginn þeirra innfæddu manna, sem skipin áttu, vildi taka að sjer að fara förina. En þá komu kvöld eitt skilaboð þess efnis, að við ættum að vera komnir á járnbrautarstöðina inn- an hálfrar klukkustundar. Og við vorum komnir á tilsettum tíma- Einu sinni enn hafði forsjónin komið okkur til bjargar, því að tvö skip úr breska flotanum urðu að leita þessarar hafnar vegna olíuskorts. Þessu höfðum við ekki búist við. Og þannig lauk ævin- týri okkar, sem höfðum mist allar eigur okkar í orustunni um Singa- pore.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.