Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Page 6
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 40.000 km. ferðalag frá Noregi til íslands Norðmaður nokkur, sem ný- lega er hingað kominn, ferðaðist rúmlega 40.000 kílómetra frá heimalandi sínu áður en hanu komst til íslands. Það segir sig sjálft, að maðurinn fór ekki beina leið, en best er að láta hann sjálf- an segja söguna. Eins og margir aðrir Norðmenn’ nú á tímum verður þessi liðsfor- ingi að vera nafnlaus á opinber- um vettvangi. Hann á ættingja heima í Noregi og vegna öryggis þeirra er nafn hans ekki nefnt. En hjer fer á eftir frásögn hans af ferðalaginu frá Noregi til ís- lands: — Jeg fór frá Noregi í febrúar 1941. Ástæðan var meðal annars sú, að mjer hafði borist vitneskja um, að jeg yrði sendur til Þýska- lands. Þeir vissu ekki um, hvar jeg stóð nje hug minn gagnvart þeim og ætluðu að senda mig í þjónustu fyrir sig til Þýskalands. Vinur minn og jeg ákváðum að flýja land. Þar sem jeg var í op- inberri þjónustu, var jeg frjáls ferða minna og undir villandi yf- irskyni lagði jeg af stað til sænsku landamæranna. Jeg ferð- aðist í járnbraut og í þremur bíl- um, sinn spottann með hverjum. Áður en jeg komst til landamær- anna varð jeg að fara fram hjá þremur varðstöðvum Þjóðverja, en jeg var ekki stöðvaður vegna hinnar opinberru stöðu minnar. Er til landamæranna kom fór vin- ur minn og jeg yfir fjörð einn. Fjörðurinn var ísi lagður og þak- inn snjó. Það var tollvörður Nor- egs megin og annar sænskur hinu- megin. Báðir þessir embættismenn voru að veiða fisk gegnum vakir á ísnum. Til þess að spor okkar sæjust ekki í snjónum fórum við milli vakanna eftir slóð tollvarð- anna. Við komumst á þenna hátt til Svíþjóðar og var sem steini væri ljett af hjarta okkar, er þeim áfanga var náð. Við vorum teknir höndum Sví- þjóðarmegin, en okkur var slept næsta dag og við hjeldum áfram ferð okkar til Stokkhólms. Áður en við fórum frá Noregi hafði jeg safnað saman 200 sænskum einnar krónu peningum og gát- um við því greitt fyrir far okkar til Stokkhólms. Þar gekk jeg i norska herinn og síðan hefir hann greitt ferðalög mín. í tvo mán- uði dvaldi jeg í Stokkhólmi, lengst af til að bíða eftir rússneskri á- ritun á vegabrjef mitt. Það tók ekki nema viku að fá allar aðr- ar áritanir, sem þurfti, en tvo mánuði að fá þá rússnesku. Frá Stokkhólmi fór jeg í flug- vjel til Turku í Finnlandi, þaðan með bíl til Helsingfors. Bíl þess- um hafði verið breytt svo að hann gekk fyrir gasi, sem framleitt var úr viðarkolum. Bensín er mjög af skornum skamti þar í landi. Jeg var í Helsingfors í tvo daga og fór þaðan til Leningrad. Á rússnesku landamærunum, í Vi- puri, komu Rússar í lestina og skoðuðu hana gaumgæfilega. Þeir Ieituðu inni í lestinni, undir henni og ofan á. Mjer fanst Leningrad fegursta borg, sem jeg sá í Rúss- landi. Það er nýtísku borg með mörgum fögrum og stórum bygg- ingum. f Leningrad fengum við rúss- neskan túlk, sem ferðaðist með okkur allan tímann, sem við vor- um í Rússlandi. Við töluðum sam- an á þýsku. Mjer er sagt að þetta sje algengt í Rússlandi, en flestir ferðamenn, sem þangað koma, fá túlka með sjer. Aðallega eru það ungir stúdentar, sem taka að sjer slík störf. Jeg dvaldi í tvo daga í Moskva. Þar hitti' jeg rússneskan embætt- ismann, sem sagði mjer, að brátt mundi slitna upp úr vinskapnum með Rússum og Þjóðverjum og að stríð myndi skella á. Hanu spáði því, að Þjóðverjar myndu verða komnir til Moskva þrem vikum eftir að stríðið brytist út. Frá Moskva fór jeg til Odessa í járnbraut og þar fór jeg um borð í rússneskt skip og hjelt til Varna í Búlgaríu. Þar voru Þjóðverjar alstaðar. En jeg fór ekki í land og komst þannig undan þeim. Þama höfðu Þjóðverjar mikið af hern- aðartækjum. Frá Varna fórum við til Istambul í Tyrklandi. Frá Istambul á ferju til Heida Pasha og síðan með lest til Bagdad, yfir Sýrland. Frá Bagdad með flug- vjel til Basra. Á þeirri leið sá jeg rústir Babylonar. Frá Basra fór jeg með flugvjel til Karashi í Norður-Indlandi, og þaðan með járnbraut til Bombay. Þessi lest var sú þægilegasta, sem jeg hefi nokkru sinni ferðast í. í Bombay fórum við um borð í norskt skip og hjeldum fyrst til Colombo á Ceylon. Verið var að halda hátíð í tilefni af 2500 ára afmæli Buddha og var mikið um dýrðir. Þar sá jeg 10 hvíta fíla, en þeir eru heilög dýr hjá Buddha trúar mönnum. Þá var haldið til Höfðaborgar í Suður-Afríku og loks þaðan beina leið yfir Atlants- haf til Montreal í Kanada. Við lögðum af stað 1. júní og vorum 30 daga á leiðinni. Frá Montreal fór jeg til Tor- onto, þar sem jeg fór í æfinga- herbúðir í Litla-Noregi. Jeg hafði sjeð kvikmynd af þessum æfinga- herbúðum, sem sýnd var leyní- lega heima í Noregi, og það var eftir að jeg sá þá mynd, að jeg ákvað að flýja land. í Litla Nor- egi var jeg í þrjá mánuði og loks var jeg með kanadiska flughern- um þar til í mars í ár. Nú er jeg nýkominn til ísíands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.