Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 SKYRINGAR Á GÖNGUM LAXINS Eftir William B. Tait. að eru tvö mjög athyglisverð atriði í göngu laxins. í fyrsta lagi för hans úr ám vötnum til sjávar, og í öðru lagi för hans úr sjónum í vötnin af tur. i 'i | Ymsar tilgátur hafa komið fram um göngu laxins og margar þeirra miður sennilegar og án minsta til- lits til staðreynda. Ein þeirra er sú fjarstæðukenda hugmynd, að laxinn sæki í hafið vegna ein- liverra óljósra endurminningá um það. En hvernig ætla formælendur þessara fráleitu kenninga að út- skýra ferð laxins aftur til vatns- ins? Höfundar þessara kenninga reikna augsýnilega með mikilli skynsemi frá laxins hálfu, en heldur minna álit hafa þeir á skynsemi mannanna, þar sem þeir leyfa sjer að leggja fram svona óljósa og ófullkomna tilgálu sem góða og gilda vöru. Vísindamenn nútímans hafa glímt við að finna fullnægjandi skýringu á göngu laxins, á sama hátt og þeir hafa fengist við göngur álsins og ferðir farfugl- anna, og hafa komist að nokkrum niðurstöðum. Sumar þeirra kunna að vera rangar, en þær brjóta fæstar í bága við heilbrigða, al- menna skynsemi. Eins og vitað er, hrygnir full- orðinn lax í ósöltu vatni, og fyrsta ár lífs síns lifa hinir ungu laxar á sömu slóðum og hrygningin fer fram. Á öðru ári færast þeir smátt og smátt nær sjónum og fáeinum næstu árum lífs síns eyða þeir í söltu vatni. Er þeir hafa náð fjögra til fimm ára aldri, þ. e. a. s. eru fullvaxta laxar, halda þeir af stað úr salta vatninu í hið ósalta — frá hafinu til fljótanna. Þannig er gangur laxins í Atlantshafi í sðaldráttum. Hvernig stendur þá á því, að laxinn leggur leið sína til sjávar, og hversvegna gengur þá silung- urinn, sem einnig hrygnir í ósöltu vatni, ekki í sjó út? Vísindamenn, sem hafa rann- sakað laxgöngurnar nákvæm- lega, álíta að þær stafi af breyt- ingu á litaskipun í roði hans, sem eigi sjer stað í lok annars aldursársins. Þetta er lífeðlisfræðileg breyting sem hefir mjög víðtækar afleið- ingar fyrir laxinn. Dökkleit litar- efni eru í roðinu til verndar hin- um ljósnæmu sellum, sem liggja undir því. Þégar þessi dökku litar- efni hverfa (á öðru ári), þá ertir sól^rljósið ljósnæmu sellurnar, og jafnvel venjulegt meðal-sólskin verður laxinum alveg óbærilegt. Hann grípur þá til þess ráðs að færa sig smátt og smátt á meira dýpi (önnur kenning segir, að sól- skinið geri hann aflvana, og hann berist með straumnum á haf út). Þetta sama fyrirbrigði kemur fyr- ir, þegar silungurinn leitar fæðu sinnar á meira dýpi á heitum sól- skinsdögum, annaðhvort árla morguns eða síðla kvölds. Þó er það auðsætt, að silungur- inn er ekki eins bráðnæmur fyrir þessum áhrifum eins og laxinn, og hann getur auðsjáanlega leitað á dýpið án þess að lenda á haf út. Það mætti svo að orði komast, að þessar lífeðlisfræðilegu breyt- ingar rækju laxinn til sjávar, þar sem hann getur leitað skjóls fyr- ir sólargeislunum í djúpum úthafs- ins. Þar eyðir hann næstu þrem til fjórum árum æfi sinnar. ★ En hversvegna sækir hann þá aftur í ósalta vatnið ? Aftur eru það lífeðlisfræðilegar breytingar, sem eru að verki. Laxinn er orð- inn Ityuþroska og af þ*im orsök- um þarfnast hann meira súrefnis en áður. Salta vatnið inniheldur minna súrefni en ósalta vatnið og þessvegna leitar laxinn vatnslinda með meira súrefni, með öðrum orð um fljótanna, þar sem súrefnis- magnið er mjög mikið. Hversvegna leitar hann einmitt sama fljótsins, sem honum var hrygnt í? Jarðfræðin segir okkur, að fljótin endi ekki við ströndina, heldur megi rekja strauminn tölu- verðan spöl út í hafið, en hann verði þó altaf því saltari, þeim mun lengri sem vegalengdin frá ströndinni er. Það eru líkur til þess, að laxinn fari aldrei mjög langt frá árfarveginum, og fari því aftur til sama fljótsins, sem honum var hrygnt í. (Þó er það ekki einhlítt, því að laxar hafa fundist í mikilli fjarlægð frá hrygningarstöðvum sínum. Jafnframt kynþroska laxins fer fram stöðvun á starfsemi melting- arfæranna. Má vera að það sje ein aðalástæðan til þess, að magar veiddra laxa innihalda oft litla sem enga fæðu. Öll þessi nei- kvæða starfsemi í líkama laxins stendur í sambandi við hinn vax- andi kynþroska. Orka straumsins, sem laxinn syndir upp á móti, hefir róandi áhrif á þenslu þá í líkama hans, sem hinar stöðugu breytingar á innri starfsemi hans orsaka. Því lengra, sem hann fer móti straumnum, þeim mun meiri orku neytir hann. Þetta eru senni- legustu orsakir til hinnar undur- samlegu göngu laxins. Eflaust eru tnörg önnur atriði, sem ber að taka til greina. En í samræmi við hina vísindalegu varkárni var hjer aðeins þeirra at- riða getið, sem eru að einhverju leyti á rökum bygð. Kjörorð vís- indanna er: Meiri rannsóknir, en engar tilgátur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.