Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1942, Blaðsíða 8
224 LESBÓK MORÖUNl ADWtNS iiiniiHiiiiiMiiHiiiiuuMHiiintiniinHiMiiMiiiiinaiiniiiiiiiiiiiiuiiiniiiiiiriMiiiiiiiiMiiHiiHMiiiiiiiiiiiiiiniiiiiitiiiiiiuiiitifnq FJAÐRAFOK \ rn......iiiiiiiiniiiitiiniiliiniiiliilimiiiif Jl lilllinr.......iiiilliiniimi.....IIIIIIIIIm' Óþolinmóður maður (fyrir ut- an almenningssímklefa) : Heyrið þjer, frú, get jeg ekki fundið símanúmerið fyrir yður? Unga frúin (blíðlega) : Ó, jeg er alls ekki að leita að númeri. Jeg er að reyna að finna fallegt nafn handa yngsta barninu mínu. • Upprennandi rithófundur: Hef- urðu beyrt nokkuð um almenn- ingsálitið á nýju bókinni minni? Útgefandínn: Já. Maður nokk- ur, sem heitir sama nafni og þú, kom til okkar og bað okkur að auglýsa, að það væri ekki hann, sem hefði skrifað bókina. • Bílstjóri (sem var nýbúinn að aka yfir mann í litlu þorpi úti á landi) : — Hversvegna fer ekki einhver ykkar og sækir læknirinn í stað þess að standa þarna og glápa eins og naut. Einn áhorfendanna (bendir á manninn, sem liggur á götunni): — Þarna er læknirinn. • í miðdagsveislu sat prófessor- inn við hlið mjög fallegrar konu. — Manstu ekki eftir mjer, pró- fessor, sagði hún brosandi: Fyrir r.okkrum árum baðstu mig að giftast þjer! — Ójá, nú man jeg eftir þjer, sagði prófessorinn. — En gerðir þú það? • Spítalalæknir nokkur var að binda um handlegg konu, sem hafði verið bitin hættulega. Meðan hann var að binda um sárið, sagði hann: — Jeg skil skil ekki, hvaða skepna það getur hafa verið, sem beit yður. Bitið er of lítið til þess að geta verið hestbit og of stórt til þess að geta verið hundsbit. Hvaða skepna var það? Konan: — Það var annar kven- maður! * Afar feitur maður var að vigta sig á almenningsvigt og múgur og margmenni safnaðist saman til að Winston Churchill í flugforingjabúningi. Churchill er flugfor- ingi að nafnbót og hjer á myndinni sjest hann í flugforingja- búningi í breskri sprengjustöð. Með honum eru Dr. H. V. Evatt ástralskur ráðherra og Mr. Attlee varaforsætisráðherra. horfa á. En vigtin var biluð og vísirinn hreyfðist ekki. Þá varð lítilli telpu, sem stóð nálægt, að orði: — Hamingjan góða! Hann hlýt- ur að vera holur að innan. • . Englendingur einn var í fasta svefni í loftvarnabyrgi sínu, er sprengja fjell tií jarðar skamt frá með brauki og bramli. Hann hent- ist fram úr fleti sínu og sagði: — Já, góða mín, jeg skal koma með teið rjett strax. * — Pinst yður, að jeg ætti að hafa meiri eldmóð í sögunum mín- um? — Nei, en þú ættir heldur að setja fleiri sögur eftir þig í eld- inn. • — Hvað kostar fargjaldið, mað- ur minn? sagði kona nokkur við bílstjóra. — Þrjár krónur, kona góð, svar aði bílstjórinn. — Hjsr eru Uvaw k*6nur, mað- ur minn. Jeg er ekki eins vitlaus og jeg lít út fyrir að vera. — Því miður, kona góð, því miður. * Ferðamaður ók eftir veginum í bíl sínum með 100 kílómetra hraða. Lögregluþjónn stöðvaði hann. Maðurinn sagði: „Ók jeg of hratt?" „Nei, hamingjan góða. En þjer fáið sennilega sekt fyrir að fljúga of Iágt". * Sigga: Mikið hefir þú falleg augu. Jóna: Það er fallegt af þjer að segja þetta. Sigga: Það er bara verst, að þau skuli ekki vera bæði eins. • — Mamma, byrja öll ævintýri á orðunum „einu sinni var"? — Nei, barnið mitt. Sum byrja á orðunum „jeg er hræddur um að jeg verði að vinna á krifstof- unni þar til seint í kvöld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.