Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 2
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSIHS haldsnám í Frakklandi uns hann gekk í Bandaríkjaherinn í fyrri heimsstyrjöldinni. Var hann þar foringi í fótgöngulið- inu. Síðar gerðist hann bókaút- gefandi, uns hann gekk í þjón- ustu ríkisins sem sendiherra þjóðar sinnar. Hann er náinn vinur Roosevelts Bandaríkja- forseta frá æskuárum þeirra, og hefir sú vinátta haldist fram á þennan dag. Okkur Islendingum var mik- ill fengur að því, er Bandaríkja- stjórn ákvað að útnefna hmgað sendiherra. En sjerstakur heið- ur og happ var það, að slíkur maður, sem Mr. Mac Veagh skyldi vera falin sú staða. Enginn dregur í efa að ís- lenska þjóðin er góðum gáfum gædd og ýmsum kostum prýdd. En hitt er heldur engum vafa undirorpið, að gallar okkar og skaplestir leynast ekki, þeim 'jem náin kynni fá af þjóðar- högum okkar. Mat það, sem er- lendir fulltrúar leggja á okkur fer því mikið eftir því á hvaða sjónarhól sá stendur er okkur virðir fyrir sjer. Það ríður á miklu, ekki síst nú á tímum, að við njótum sann mælis hjá þeim mönnum, sem hingað eru sendir til þess að kynna okkur öðrum þjóðum, að þeir einblíni ekki á misfellurn- ar, berji ekki í brestina, held- ur líti með sanngirni og söguleg- um skilningi á staðreyndir. Það hefir verið okkur mikið happ og getur orðið okkur ómetanlegur stuðningur í framtíðinni, að hing að skyldi koma, sem fyrsti sendi herra Bandaríkjanna annar eins landkynnir og Mr Mac Veagh, gagnvart því stórveld- inu sem íslendingar eru nú um flest og mest háðir. Þessi hámentaði gáfumaður er í senn óvenjulega virðulegur, aðlaðandi og elskulegur maður. Vakti hann ekki aðeins virðingu þeirra íslendinga er honum kynt ust persónulega, heldur varð öll- um hlýtt til hans. Sjálfur átti hann greiðan að- gang að öllu því er helst má fegra íslendinga. Hann mat mikils bókmenntir okkar, sjálf- stæðisþrá og þrek, og dæmdi milt það sem miður má fara í fari okkar. Var hann alltaf boð- inn og búinn til aðstoðar í mál- efnum okkar og má rekja starf hans í mörgum greinum íglend- ingum til framdráttar og far- sældar. C' lugvjelamóðurskip taka sívax- andi þátt í styrjöldinni. Áð- ur urðu þau fyrir mikilli gagn- rýni. Menn sögðu, að þau væru of viðkvæm fyrir árásum. En nú hafa þau sýnt það, að þau eru verðug þess trausts, sem Eng- lendingar hafa borið til þeirra. Þau eru orðnar mikilvægar stöðv- ar. Og þaðan geta flugvjelarnar sótt á og varist úti yfir hafinu. í þessu stríði hafa fulgvjelar frá flugvjelamóðurskipum gert mikið tjón á skipálestum, og hafa þau reynst Bandamönnum ágætlega. Mikið hefir verið talað og ritað um flugvjelamóðurskipin, en öllu minna um flugvjelarnar, sem á þeim hafa aðsetur sitt. Gerð þess- ara flugvjela verður að miða við það, að þær verða að hefja sig til flugs og lenda á mjög tak- Þótt íslendingar samgleðjist Mr. Mac Veagh er hann nú hef- ir verið kvaddur til enn þýðing- armeiri starfa í þágu fóstur- jarðar sinnar, hörmum við ís- lendingar sjálfra okkar vegna að hann skuli hafa horfið hjeð- an. Þeir sem kyntust sendiherr- anum hjer og hans ágætu frú munu af heilum hug óska þeim allrar farsældar í framtíðinni. mörkuðu svæði. Næstum því allar móðurskipaflugvjelar hafa vængi, sem hægt er að leggja saman. Vinir og óvinir bera virðingu fyrir þessum flugvjelum. Afrek móðurskipaflugvjelanna hafa vakið aðdáun Bandamanna og stuðningsmanna þeirra og ótta- blandna lotningu fjandmannanna. Lengi munu menn muna Taranto, árásirnar á Bismarck, hinar dá- samlegu en árangurlausu tilraunir til að granda Scharnhorst og Gneisenau og margar árásir á skipalestir. f frásögnum af þessum árásum var oft minst á „Swordfish", „Albacore“ og „Fulmar“. Allar þessar flugvjelategundir voru Framh. á bls. 232. „Fulmar“-flugvjelin, hraðskreiðasta flugvjelategund í flugliði breska flotans. Frægustu flugvjelateg- undirnar í flugliði breska flotans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.