Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 Sr. Ásmundur Gíslason: Endurminningar 50 ára stúdents Sjera Ásmundur Gíslason fyrv. prófastur að Hálsi í Pnjóska dal átti 50 ára stúdentsafmæli um síðustu mánaða- mót. Hann var einn síns liðs til að halda það afmæli hátíð- legt. En er ritstj. Lesbókar spurði hann hvernig það hefði verið að vera nýbakaður stúdent fyrir 50 árum, og hvernig það væri, að vera 50 ára gamall stúdent nú, lofaði sjera Ásmundur að senda Lesbók nokkur orð um það efni, og birtist hjer grein hans: Aftast frá Vinstri: Magnús Snæbjörnsson, Sigfús Blöndal, Ásmundur Gíslason. Pyrir miðju: P. Helgi Hjálmarsson. Premst frá vinstri: Þorsteinn Gíslason og Pjetur Guðjohnsen. Þjer spyrjið, herra ritstjóri, hvort eigi hafi verið gaman að vera stúdent fyrir 50 árum síðan. Jú, þá var gaman að lifa, og það er altaf gaman að vera stúdent. Þó þykir mjer vænst um fyrsta stúdentadaginn minn, og tel hann mesta gleðidag æfinnar. Um það munu flestir stúdentar vera mjer sammála. Jeg hef nokkr um sinnum sjeð nýbakaða stú- denta koma út, með hvítu húf- una á höfði í fyrsta sinn, og altaf eru þeir jafn ljómandi af fögnuði. Fyrir 50 árum hoppaði jeg, tæplega tvítugur stúdent, út úr Latínuskólanum, áhyggjunlaus í svipinn, og himinlifandi glaður yfir unnum sigri og auknu frelsi. Eftir all-langt nám, sem jeg byrj- aði 12 ára gamall, og eftir marga örðugleika og talsverða þreytu oft og tíðum, var nú þessu þráða marki náð. Oft hafði mjer fundist aginn nokkuð harður, kröfurnar miklar, sumar bækurnar leiðinlegar og torskildar, sem jeg neyddist til að læra, og óvistlegu skólastof- urnar voru eins og fangaklefar, eða svo mun heimasveinunum hafa fundist að minsta kosti. Nú var frelsið fengið, og jeg gat flogið út í lífið með prófvottorð ið í vasanum. Skólapiltar renna oft eftir- væntingaraugum til þessarar lausn arstundar, því ekki er hún síður yndisleg tilsýndar. Undirbúningur undir skóla. Svo langt þorði jeg þó ekki að líta þegar í byrjun, er jeg sat með latnesku málfræðina fyrir framan mig og var að þylja í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.