Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 4
LESBOK morgunblaðsins 228 sífellu: „forma, ventus, velum, cornu" í öllum föllum. Jeg var þá mánaðartíma á Akureyri, hjá sjera Guðmundi Helgasyni, sem síðar var prófastur í Reykholtil Hann var, sem kunnugt er, mikil- menni bæði að vexti og andlegu atgerfi, og frammi fyrir hoHUM þorði jeg eigi einu sinní að hugsa hátt, hvað þá horfa. — Hann átti líka að dæma um, hvort við- lit væri að láta mig fara að læra latínu. Jeg fór svo heim í það sinn, en var sendur næsta haust til sjera Davíðs Guðmundssonar, pró- fasts á Hofi, sem átti að gjöra nýja tilraun með mig. Hann var virðulegur maður, en þó góðlegur og hýr og hafði fengist við að troða latínu í svipaða snáða áður. Hann var góður latínu maður og leit brosandi á þær setningar í ,,kennarabókinni“, sem mjer fund ust óskiljanlegar töfraþulur, og enn eru mjer ljóslifandi fyrir hugskotssjónum blaðsíðurnar í stílabókinni minni, þegar hann var búinn að leiðrjetta latnesku stílana. Mín viðvaningslega skrift mátti heita horfin, en hans sterka, skýra Jetur komið í staðinn. Jeg átti þar nálega ekkert eftir sjálf- ur, því yfir vitleysuna hafði hann slegið feitu striki. — Sitthvað annað var eftir þessu, en þó dvaldi jeg þarna nokkra mánuði í góðu yfirlæti, en aldrei mun mjer þó hafa verið þá svo bjart fyrir augum, að jeg sæi grilla í stiá- dentsdaginn. Hann var líka enn- þá altof fjarri. Kem til Reykjavíkur. Næsta haust fór jeg með kaupafólki suður heiðar til höf- uðstaðarins, og átti nú að læra þar utanskóla undir 2. bekk latínu skólans. Falleg þótti mjer Reykja- vík þá yfir að líta frá Skóla- vörðunni, þar sem hún blasti þá fyrst við sjónum ferðamanns, sem að austan kom, — og óendanleg húsaröðin frá Geysi vestur að Seli, þar sem jeg gisti fyrstu nóttina. Daginn eftir lenti jeg í áflogum við strák úti fyrir dóm kirkjunni, og þóttist jeg sleppa vel, að vera ekki settur í „Stein- inn“, en eftir það var jeg lokaður inni við bækurnar, og útvegaði Einar Friðgeirsson, frændi minn, sem þá var við nám í presta- skólanum, mjer kenslu um vetur- inn. Þó fjekk jeg að bregða mjer út í bæinn við og við, og lá þá leiðin oftast fram á Steinbryggj- una með öngul og spotta, til þess að veiða smákola og marhnúta. Svo leið sá vetur. Jeg sá marga stúdenta með þessar fallegu hvítu húfur. Það voru nú menn með mönnum. En hvenær skyldi jeg.. .. 1 Nei, Jiað var of snemt að liugsa um Jjað, fyrst varð jeg þó að komast inn í skólann. Og það tókst vorið 1887, og þá komst. líka á mig fermingin. Aginn og frelsið. Auðvitað varð jeg glaður að komast inn í skólann, en þó varð jeg miklu glaðari að komast úr honum aftur. Jeg Iilej'p svo yfir næstu árin, enda er það einkum fyrsti stú- dentsdagurinn, sem jeg ætlaði að minnast, með sinn sigur og aukna frelsi. Mjer flýgur oft í hug, hvort orðið frelsi hafi eigi ómað með unaðslegri blæ í eyrum æsku- mannanna á seinni híuta 19. ald- ar, heldur en nú á dögum. Jón Sigurðsson var að Ijúka æfistarfi sínu, þegar jeg man • fyrst eftir, og þegar gesti bar að garði, einkum mentamenn, var alt- af verið að tala um baráttuna við dönsku stjórnina, stjórnar- skrána nýju og aukið frelsi. Rödd- in hans Benedikts gamla Sveins- sonar sýslumanns, ómar mjer enn í eyrum, og meiri harðstjóra hugði jeg þá Estrup og Nelle- mann, eftir hans orðum að dæma, en einvaldanna, sem nú er mest rætt um. Mjer fanst jeg lesa út úr hugum manna á þeim árum fögnuðinn yfir auknu stjórnfrelsi, verslunarfrelsi, trúfrelsi, og jeg held að þessi fögnuður og frelsis- þrá hafi haldið mörgum uppi á harðindaárunum, sem þá voru, og í þeim margþættu örðugleikum, sein menn áttu þá við að búa. Jeg held líka, að ungi stúdentinn hafi haft meiri ástæðu til að fagna auknu frelsi fyrir 50 árum en nú. Aginn var þá meiri, að- búðin verri, baráttan við námið harðari, að jeg held. — Gömlu kennararnir gengu ríkt eftir, að við hjeldum okkur fast við lestur- inn, og voru sumir þeirra ekki fúsir til, að útbýta háum ein- kunnum daglega, nje oflofi. Þeir vildu heldur að við lærðum að vera, heldur en sýnast. Oftast var einhver svipa á lofti, einkuni yfir höfði þeirra, er heimavist höfðu í skólanum, þó eigi væri henni að jafnaði beitt með hörku, en augu kennarans hvíldu lengst af á okkur, bæði við lestur á daginn og í svefnloftunum á kvöldin, áður en við háttuðum. * Óbrotið viðurværi. Fæði okkar sveitapiltanna var miklu ónotalegra á þeim árum, en nú mun vera. Aldrei hafði jeg morgunkaffi, eða neitt til að nærast á, áður en kenslutímar byrjuðu, nema te af fjallagrös- um og kandísmola með einn vet,r- artíma. Til morgunverðar var að- eins hálftími og oft hlaupið báðar leiðir, ef kippkorn var að fara. Jeg hafði, eins og margir sveita- piltar á Jieim árum, málamat hjá sjálfum mjer, te, sykur, rúgbrauð, smjör og kæfu. Venjulega fengum við einhverja roskna konu til þess að hita tevatnið og taka til matinn fyrir okkur, og fjekk hún svo eina krónu í kaup hjá hverjum okkar á mánuði, en við \rorum stundum 3 eða 4 í f.jelagi með matinn. Þætti það kaup ekki mikið núna. Smjörið og kæfuna liafði jeg að heiman. Þegar fram á vorið kom, var smjörið farið að súrna og kæfan að skemmast, eins og geta má nærri, ekki síst þegar senda varð þetta í ágústmánuði sumarið áður, vegna strjálla skipa ferða. Það voru öðru vísi sam- göngur þá en nú. Miðdegismatur- inn, sem kostaði þá aðeins 40 aura, hjelt best í okkur lífinu. Er jeg í mikilli þakkarskuld við mínar góðu húsmæður frá þeim árum. Okkur fanst mörgum þröngt um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.