Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1942, Blaðsíða 8
232 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS _ • Frægustu tlugvjelategundirnar Framh. af bls. 226. smíðaðar af hinu kunna fjelagi „Fairey Aviation Company Limi- ted“. SWORDFISH- FLUGVJELIN. í flugliði flotans hefir mikið borið á „Swordfish“-tegundinni ög áhafnir þeirra flugvjela hafa hlot- ið mikið lof. Aðalkostur „Swordfish“-tegund- arinnar er sá, að hún er fœr í flestan sjó. I aftursæti flugvjelarinnar er rúm fyrir tvo menn. Þeir hafa tæki varðmanns, flugstjóra, loft- skeytamanns, myndatökumanns, vjelbyssuskyttu og sprengjustjóra. Þegar „Swordfish“-vjel fer í hættulegan leiðangur, situr varð- maðurinn í miðjunni, snýr að sæti flugmannsins, en hann og vjel- byssuskyttan snúa bökum saman. Ahöldum þeirra og útbúnaði er komið fyrir úti við veggi flug- rýmisins, svo að áhöfnin hefir svigrúm í miðju flugrýminu og á gólfinu. Varðmaðurinn hefir mjög gott útsýni og skilyrði til könnunar eru mjög góð. Alt fyrirkomulag er þannig, að mjög þægilegt er fyrir áhöfnina að starfa saman. Cúmmíbátum er komið fyrir, ef til þeirra þarf að taka. Tundur- skeyti er komið fyrir undir miðj- um skrokk flugvjelarinnar. Sprengjuútbúnaðurinn gengur fyrir rafmagni. Flugvjelin hefir 2 vjelbyssur. Vjelin er 750 hestafla. ALBACORE-FLUGVJELIN. A eftir „Swordfish“-vjelinni kom svo „Albacore". Hún er í flestu tilliti mjög svipuð „Sword- fish“, og hefir reynst mjög vel, bæði á sjó og landi. Flugmaður- inn hefir hátt sæti fyrir framan vængina. Þaðan sjer hann mjög vel í allar áttir. Hinir sitja aftar- lega í flugrýminu, rjett fyrir aftan vængina. Þegar ekki er fullfermi af sprengjum, er tundurskeyti hengt, neðan á skrokkinn. Þessi tundur- skeyti hafa grandað mörgum þýskum skipum. Skrokkur flug- vjelarinnar er úr strengdu skinni. HRAÐFLEYGASTA FLUG- VJELIN í FLUGLIÐI FLOTANS. „Fulmar“-vjelin er mjög ólík „Albacore“-vjelinni, enda er hún notuð í öðrum tilgangi. Hún hefir tvö sæti og er einvængja. Hún er hraðfleygasta og best vopnum búna flngvjelin, sem nokkurn tíma hefir verið í flugliði flotans. 1 vængjunum eru 8 byssur. Strax og „Albacore“ hafði fengið eld- skírnina, var hún uppnefnd „Spit- fire“ sjávarins. „Fulmar“-vjelin var síðar endur bætt og varð nú enn betri sjó- flugvjel. Flugmaðurinn stjórnar bæði vjelinni og skýtur af byss- unum. Hinn maðurinn er bæði loftskevtamaður og varðmaður. Flugvjelin er engum vopnum búin að aftan. Gömul kona spurði einu sinni lögregluþjónn einn að því, hvar hún gæti fengið strætisvagn nið- ur á torg. Hún fjekk eftirfarandi svar: „Kæra frú! Ef þjer standið þarna öllu lengur, er alt útlit fyrir að þjer fáið hann í neðri hluta hryggsins! ★ Eiginmaðurinn: — I hvert skifti sem mjer verður það á að líta á hattinn þinn, rek jeg upp skellihlátur. Eiginkonan (blíðlega): — Jæja, elskan, það er alveg prýðilegt! Jeg þarf þá ekki annað en hafa hann einhversstaðar nálægan, þeg- ar þ4 færð reikninginn. ★ Næstum alt kvenfólk þykist full visst um að þær myndu orsaka óskaplegar blóðsúthellingar, væru einvígi í tísku.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.