Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Side 1
|KðtgittiUaiÍsins 23. tölublað. Sunnudagur 26. júlí 1942. XVII. árgangur. UdMÉap— iri» Eftir Herbert Agar Pegar maðurinn leggur sig allan fram í baráttuni, verður mikilvœgi þess, sem hann berst fyrir, að vera skýlaust. Mik- ilvægi öskunnar, þar sem þorpið stóð einu sinni, verður að vera jafn skýlaust og mikilvægi þorps- ins sjálfs. En aska þorpanna okk- ar er tilgangslaus. Okkar dánu menn hafa fórnað lífinu fyrir ráð- gátu“. Vera má að einhverntíma verði hægt að heimfæra þessi orð, um þjáningu Frakklands, upp á þján- ingu Ameríkumanna, ef við ger- um oss ekki „slcýlausa grein fyrir mikilvægi þess, sem við berjumst fyrir“. í dag skortir styrjöld okk- ar stórfengleik, vegna þess að hana skortir tilgang. Við höfum ekki sjeð ástæðuna til hörmung- arinnar. Og meðan við höfum ekki í sjeð hana, „leggjum við okkurj ekki alla fram í barátunni“. Ef óvinir okkar kynnu að verða vígmóðir og legðu niður vopn, mundum við ekki fá nema skamma hvíld. Því að stríðið hlyti að byrja á nýjan leik — það hlýtur að byrja á nýjan leik í sífellu, þang- að til okkar heimur er dauður — nema við gerum okkur ljósar or- sakirnar til afglapanna og linnum ekki látum fyr en þær orsakir eru úr sögunni. Ef við höldum því fram, að við sjeum í styrjöld eingöngu vegna þess, að Japanar rjeðust á okk- ur í Pearl Harbor, þá sviftum við stærstu harmsögu mannkynsins allri meiningu. Pearl Harbor er síðasti hlekkurinn í langri keðju viðburða, sem sanna, að lífið hefir enn tilgang. Ef við afneitum til- ganginum, þá snúum við Shakes- peares-harmsögu vorrar aldar upp í skrípaleik. Við erum ekki í stríði vegna þess, hvað gerðist í Mandsjúríu 1931. Eða í Etíópíu 1935. Eða vegna Austurríkis og Tjekltósló- vakíu. Eða vegna Póllands, Nor- egs, Danmerkur, Hollands, Belgíu, Frakklands, Júgóslavíu, Orikk- lands, Rússlands, Pearl Harbor eða Filippseyja. Við erum fyrst og fremst í stríði vegna þess sjúkdóms í sið- menningu okkar, sem knúði alla þessa atburði fram. Við erum ekki í stríði vegna John Simon, Pierre Laval eða Chamberlains eða stjórnarinnar í Washington. Það er álíka fávís- legt að kenna Chamberlain um stríðið eins og að kenna regnhlíf- inni hans um það. Við erum ekki í stríði vegna Hitlers. Að kenna Hitler um stríð- ið væri á'líka viturlegt og að snúa harmleik okkar upp í gamanleik á Broadway-leikhúsi. Það væri líkt og að breyta síðasta þætti í „Hamlet“ og láta prinsinn bíða bana v;ð það að renna á banana- hýði og fá byltu. Hamlet dó — á sama hátt og Macbeth Ög Lear konungur og liður í alheimshyltingu gegn sið- menningunni. Þessi bylting gat komist á vegna alheimshrörnunar siðmenningarinnar. Byltingin og hrörnunin var byrjuð löngu á undan stríðinu og mun halda á- fram lengi eftir að því lýkur, nema því aðeins að við endurnýj- um rætur okkar eigin lífs meðan við erum að berja á þeim, sem gripu til vopna gegn okkur. Þessi tvennskonar verknaður er í raun- inni eitt og það sama, og annar þeirra kemur ekki að haldi ef hinn er vanræktur. Hvað er siðmenning? Hún er kerfi af reglum, sem flestir sætta sig við — af loforðum, sem fíest Antoníus — vegna þess að hann gekk með sæði dauðans í sál sinni. Okkar veröld er í lífshættu af sömu ástæðum. Siðmenningin hef ir ekki fengið byltu af því að stíga á hálku. En eitthvað hált

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.