Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 6
28» LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Efri myndin: Austari gjávegg-ur- inn að jarðfallinu suður af Nýja- hrauni. — Neðri myndin: Vestari gjáveggurinn að jarðfallinu suður af Nýjahrauni. Ljósm.: Ó. Jónsson. breidd hennar frá austri til vest- urs varla meiri en 2 km. Hæðin frá dyngjurótunum 70—80 m. og er hæðsti toppur dyngjunnar sunn arlega. Öll er bungan þakin hellu- hrauni og suðaustur frá henni gengur mikið hraunræsi, eins og árgljúfur, sem endar í grunnum en víðum sporöskjulaga lægðum. í toppi dyngjunnar er spor- öskjulaga gígur. Lengri ásinn um 200 m., sá skemmri 150 m. Gígur- inn er grunnur að austan og sunn- an, varla mikið yfir 10 m., en að vestan og norðan er um 40 m.. breið rás eða renna og er dýpt gígsins þar um 20 m. Norðarlega i gígnum, á suðurbrún rennunn- ar, rís stapi eða hraunbrík, álíka há og ytri barmur gígsins. Á suð- urbarmi gígsins eru smá hnjúkar og þar er hæsti toppur hennar. Þaðan er ágæt útsýn yfir hraun- breiðuna. Til austurs og suðaust- urs rísa gjáveggir og tekur hver við af öðrum. Virðast þeir bera hærra, eftir því sem austar og sunnar dregur og eru óslitnar smáfannir með þeim gjáveggjun- um, sem fjarst liggja. Flestar stefna gjár þessar austan við Herðubreiðarfjöll. Þó er eitt mik- ið jarðsig hjer norður af fjöllun- um og mun það heita Hrafnagjá. Veggjabunga er beint norður af því. í suðvestri rís Kerlingar- dyngja, en Ketildyngja, Bláfjall og Heilagsdalsfjall í vestri, en Búrfell og Skógamannafjöll í norðvestri. í suðri loka Herðu- breiðarfjöll útsýninu, en til norð- urs er, að því er virðist, endalaus fjalllaus hraunsljetta. Tafflabunga. Frá Veggjabungu stefnum við í norðvestur á dálitla öldu, sem er beint suður af Skógarmannafjöll- um og heitir Taglabungn. Jeg hefi grun um, að þetta sje líka dyngja og á það virðist lögun öldunnar benda að öðru levti en því, að upp úr henni sunnanverðri, þar sem hún er hæst, stendur dálítil kollótt nibba eða hnútar. Það rnun vera um 8 km. milli Veggja- bungu og Taglabungu og miðja vegu er feikna djúpt og 2 km. breitt jarðsig, beint suður af Nýjahrauni og líklega að mestu rnyndaS samtímis því. Þar sem við fórum yfir jarðfallið, eru gjá- veggirnir bæði ákaflega háir og fagrir, einkum austari veggurinn, sem er einhver mesti gjáveggur, sem jeg hefi sjeð. Hamraveggur- inn rís þar lóðrjettur á margra km. kafla og niður með honum er gapandi gjá, sem nú er hálffull af hjarni og vatni. Við erum svo hepnir að hitta á dálitla hliðar- sprungu, sem hægt er að klifra niður í og komumst á þann hátt niður í jarðsigið. Jarðfall þetta nær suður að rótum Kerlingar- dyngju og sprungurnar liggja suður í gegnum dvngjuna. Syðst í jarðfallinu hefir gosið 1875 og liraun runnið góðan spöl norður í jarðsigið. Gossprungan liggur eft- ir jarðsiginu vestanverðu og hefir hraun og vikur gubbast upp úr henni norður þangað, sem við fór- Um yfir jarðfallið, en þar fyrir norðan virðist ekkert hafa gosið á dálitlum kafla. Einkennilegt er að sjá smágígana, sem myndast hafa hjer og þar í gossprungunni, eumir þeirra eru aðeins 1 m. eða vel það í þvermál. Vesturveggur jarðsigsins er ekki eins hár og tilkomumikill eins og austurvegg- urinn, en gjáin meðfram honum er all hrikaleg með köflum. Frá vesturgjáveggnum er aflíðandi l.alli upp á Veggjabungu. Þetta er alt tiltölulega sljett og gljúft helluhraun og á bungunni sjálfri er hraunið mjög gjallkent, en svo er oft í toppi dyngjanna. Taglabunga er dyngja, eru 3 hringmynduð jarðföll í toppi bungunnar, það syðsta er stærst, um 80—100 m. í þvermál og 40— 50 m. á dýpt að meðaltali. Mun það myndað, þar sem dyngjugíg- urinn hefir verið. Hin' tvö eru vart meira en 50 m. í þvermál og um 20 m. djúp. Hnútan á hádyngj- j unni er gjallgígur, sem hefir! myndast í suðurbrún dyngjugígs-1 ins, eftir að hann hætti gosum. Lítill vafi er á því, að Tagla- bunga er dyngja sú, sem Thor- j oddsen nefnir SkuggadyUgju. Taglabunga er þó miklu eldra nafn og Skuggadyngjunafnið hef- ir flust á aðra dyngju, sem er skamt norður af Katli og mun sú dyngja fyrst fundin og athuguð af okkur Gunnbirni árið 1940. Þegar við yfirgefum Tagla- Framh. á bls. 240.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.