Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 239 GAMANBRJEF frá Ólati Davíðsyni til Stefáns Stefánssonar. - um eina gorkúlu, o. fl. Möðruvöllum 29./1. ’99 Stefán! ðalefni; Eg sendi þér gorkúlu, en guð má vita hvort hún er íslenzk. Svo er mál með vexti: Eg hafði byrgt mig með brennivíni 26./1. og eg og þínir og mínir góðu vinir Jónas gamli og Þor- steinn bóndi vórum að drekka brennivín hér inni á kontór, en eftir því og svosem að við drukk- Um ótt, en flöskurnar voru of litlar, þá var fyrsta flaskan þorr- in áður en varði. Nú, ekki skyldi það skemma hugsaði eg og sagði, því eg átti fulla flösku eptir. Sæki hana inn í skáp, og bregð henni alveg af hendingu upp við ljós. Sé eg þá ekki einhverja andskot- ans hlussu innaní flöskunni. Eg sýni Jónasi gamla þetta. Hann krossar sig og segir að galdrar muni vera í flöskunni. Mér húaði ekki þetta. Svo vildi til að eg átti hreinan neftóbaksklút og sting upp á því, sem aldrei skyldi skemma, að sía brennivínið í gegnum klútinn. Aldrei drekk eg það brennivín, segir Jónas, sem andskotinn sjálfur hefir verið í. Jæ trór dú vil eitre mæ, sagði Þorsteinn, því hann er farinn að tala dönsku þegar vel liggur á konum. Eg fór mínu fram. Eg síaði og síaði og viti menn. Fyrir utnn allan smáskít þá var einn voldugur rassmalagestur eptir í klútnum, og hann sendi eg saman skorpinn. Kannske ekki hægt að ákvarða gorkúluna, en eg anbe- tala að setja hana í brennivín. Eg vona að hún þrútni þá út. Rrennivínið var keypt daginn áð- hjá Laxdal. Eg hugsa mér að þegar lítið er orðið eptir í tunnu, en hún liggur á hliðinni eins og þú veizt, þá vaxi gorkúlur á þeirri brúninni sem upp snýr, og eg get vel hugsað mér, að þessar eventuellu gorkúlur séu sálir gúdd templara sem hafi haldið sitt bind- indi óærlega, en þessi hýpótesa kemur ekki málinu við. Nokkuð er það. Eg sendi gorkúluna. Eg vona að þið getið ákvarðað hana. (Ekki að gleyma að demba henni í spíritusblöndu). Nullus autem scit ob islandica sit. Verið ekki að kynoka ykkur við sagði eg við Jónas og Þorstein sem náttúrufræðingur, að drekka brennivínið þó gorkúlur séu í því og drakk fyrsta snapsinn af því síaða. Eg er nú gamall maður, sagði Jónas, og láttu mig fá snaps- inn í guðs nafni. Svo signdi hann sig og helti honum í sig, og varð gott af, item mér af mínum, en það er af Þorsteini að segja, að honum svelgdist á snapsinum, svo eg varð að styðja hann út á pall, en ekki ældi hann. Meðan á þessu stóð, sagði hann ýmist úí, jes eða satan, því Þorsteinn er farinn að leggja sig eftir mörgum málum í seinni tíð. Upp með þekkinguna. Niður með efnin. En þegar þesso gorkúluhörm- ung var af, þá rann brennivínið niður. Þá var alt gott. Hóf var aukið, hátt var leikið, harnaði sukkið, fast var drukk- ið etc. Eingar fréttir....... Eg vona að fjandinn gefi ekki að þú komir með fyrstu ferð, ekki mín vegna, heldur strákanna. Mér er svo knípandi(?) sama, en það er eins ög hver sjái sjálfan sig. Nú hefi eg haft þá undir behand- lingu allan veturinn, og þá er ilt að þú eigir við að prófa þá í vor. jfíg er góður. Þeir eru góðir. Þú ert góður. Þeir eru slæmirj Þessi grafiska metóda gekk ekki eins vel og skyldi, en þetta vildi eg hafa meint: Margir piltar eru hér mjög flínkir, og það væri alveg sama hvort þú tækir til spurningar handa þeim eða eg. Þeir stæðu sig vel. En svo ern sumir, sem lesa og lesa og eru dumbir og geta engu góðu svarað. Það væri synd ef þú fengir tæki- færi til að eyðileggja þau grey. Þú veizt: Þegar kennari kemuv á eptir kennara, þá gerir kennar- inn alt hvað hann getur til að eyðileggja kennarann. Ragnheiður systir mín að drep- ast. Barn. Fór of snemma á fætur. Mátulegt. Stefán vildi ekki hlýða mínum ráðum. En hitt er að mér er bölfanlega við að missa Ragn- heiði, því það er góð kona. Jón í Arnarnesi skaut sel inn á Akureyrarpolli um daginn. Finnst þér það ekki undarlegt að selurinn skuli leita inn á Poll í seinni tíð, en vera ekki utantil í firðinum. — Selnum var stolið frá honum. Næsta dag komst Jón í tæri við blöðrusel, en hitti hann ekki, hafði reiknað út, að öllum selum sem hann skyti myndi vera stolið frá honum. Yale, vige, flore. Ó. D.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.