Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 2
250 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vel við, haldið og víðast hvar hafa endurbætur á húsunum verið fram kvæmdar í gömlum stíl, svo að heildarsvipur borgarinnar hefir haldist óbreyttir. Þó er eitt hús í Stratford, sem er öllum öðrum húsum mjög frá- brugðið, bæði hvað stærð og bygg- ingarstíl snertir. Það er minning- arleikhúsið. Leikhús þetta er ný bygging og mjög fögur, bygð úr stálbentum rauðum múrsteini og eitt þægilegasta leikhús Englands. ★ Það mun hafa verið 1769 að David Gardick, hinn frægi leikari, stakk fyrstur manna upp á því, að halda minningarhátíð um Shake speare í Stratford. Efndi hann þar til hátíðahalda og útileiksýninga, en af því að veðrið í aprílmánuði þykir sjaldnast stöðugt, þá fór eins og vænta mátti. Það varð að flytja sýningarnar til London og leigja leikhús. Nú er það engin fjarstæða að halda minningar- hátíð um Shakespeare í London, því að þangað kom hann, þegar hann var innan við tvítugt, þar stjórnaði hann leikhúsi og ritaði flest sín merkustu verk. En hitt er jafnrjett, að hann fæddist í Stratford-on-Avon og flutti þang- að aftur á sínum efri árum, og þar bar hann bein sín. En það var ekki fyrr en hundrað árum síðar, að loks var gerð alvara úr því að byggJa minningarleikhús í Strat- ford. Var það Mr. Charles Flower, sem mest vann að framkvæmdum þessum og lagði fram meginhluta fjárins. Leikhús þetta tók til starfa árið 1869. Með þessu var hornsteinn lagður að hinum frægu Shakespeare-sýningum í Stratford- on-Avon. Leikhús þetta brann 1926, en þá var strax hafist handa að safna fje til að byggja annað nýtt, og safnaðist á skömm- um tíma nægur höfuðstóll frá öll- um enskumælandi löndum. ★ Nýja Þjóðleikhúsið er ákaflega myndarleg bygging. Tekur það 1200 manns í sæti, en auk þess eru þar rúmgóðir salir, veitingasalir og gangar. Leiksviðið er mjög stórt. Er það útbúið ágætum ný- tísku tækjum, svo sem hreifanlegu leiksviði, rúmgóðu framsviði og í Stratford on Avon eru húsin ævagömul og er eins og þau „hangi uppi af gömlum vana“. Þetta hús er gamli latínuskólinn í bænum. hljómsveitargröf. Einnig er þar hreifanlegur hringhiminn og mjög fullkominn ljósaútbúnaður. Ætlan in er að þarna geti sýningar farið fram með sama hraða og á tím- um Shakespeare sjálfs, en þá þekktist lítill sem enginn leiksviðs- útbúnaður, nema blæjur, og stað- urinn, þar sem atriðið átti að fara fram, var annaðhvort auð- kenndur með skilti eða hans var rækilega getið í hinum talaða texta. ★ „Það er tvennt, sem'fyrir okk- ur vakir með sýningunum", sagði leikhústjórinn, Mr. B. Iden Payne, einn þekktasti leikstjóri Breta, við mig. „Annarsvegaa að láta fegurð leikritsins njóta sín til fulls, án þess að ofþyngja með ytra útbún- aði. í því skyni ráðum við jafnan hingað bestu og færustu Shake- speare-leikara landsins. Hitt er að færa Shakespeare-sýningar aftur í líkan búning og tíðkaðist á tímum skáldsins. í því skyni sýnum við til dæmis „Kaupmanninn í Fen- eyjum“ í leiktjöldum, sem mest- megnis eru gerð úr blæjum, ekki ólíkt því, sem hægt er að hugsa sjer að Shakespeare hefði sjálfur sett leikinn á svið“. „Þjer hafið auðvitað gert yður ákveðnar hugmyndir um, hvernig leikritin hafi verið leikin áður fyrr“, spyr jeg. „Jeg hefi reynt það, eftir því sem jeg hefi best getað“, svarar Mr. Payne. „Skilyrðin eru vitan- lega svo ólík, að engum samjöfn-< uði verður við komið. Shakespeare mun fyrst hafa sýnt leikrit sín í dagsljósi, því að fyrstu leikhúsin voru þaklaus. Á efri árum Shake- speares inun hafa verið byrjað að byggja þak á leikhúsin og hljóta kertaljós þó að hafa verið notuð“. Það má segja, að hin óviðjafn- anlega fegurð hins talaða máls á leikritunum og hraðinn sem er í allri viðburðaröð, sje að miklu leyti hinum frumstæðu leikhúsum að þakka. Nú á tímum er hægt að dreifa athyglinni frá ljelegum texta með sjónhverfingum og ljósa dýrð. Á tímum Shakespeares var ekkert hægt að reiða sig á til að halda athygli leikhúsgesta vak- andi nema hið leikræna eðli sýn- ingarinnar. Það er því stefnuskrá vor að íþyngja ekki meistaraverk- unum með of miklum íburði, þó að vjer hinsvegar sjáum ekki ástæðu til að hverfa aftur að fátækleg- um útbúnaði og notum fúslega þá ytri fegurð, sem samsvarar hinni innri fegurð leikritsins“. ★ í ár sýnir leikhúsið átta leikrit eftir Shakespeare og að auki eitt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.