Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KLEFI NR. 3 Smásaga eftir Joan Kennedy okan hjúpaði Lundúnaborg grárri, hálfgagnsærri slæðu, Þar var undarlegt um að lit- ast, dularfult — jafnvel drauga- legt. Menn- og vagnar urðu gríð- arstórir og torkennilegir í ör- stuttri fjarlægð. „Fari þokan grábölvuð!“ sagði Bill Harris og beygði sig yfir stýrið á bifreiðinni sinni. „Jeg sje ekki lengur til að stýra“. „Æi! vittu hvort þú kemst ekki til Pelhams snyrtistofunnar fyrst“, sagði Mary biðjandi. „Jeg verð að láta leggja á mjer hár- ið!“ Þokan var svo þjett, að Bill gat varla greint förunaut sinn. Hann vissi bara að hún sat við hlið hans, falleg og glæsileg, í dýru loðkápunni sinni, og eitthvað, sem átti að tákna hatt á sljettu og gljáandi hárinu. „Hvers vegna þarftu endilega að láta eiga við hárið á þjer?“ spurði hann gramur, „þú veist að mjer líst best á þig með hárið sljett“. „Vertu ekki að þessari vitleysu, elskan!“ sagði hún blíðlega. „Skildu mig eftir hjá Pelhams. Jeg skal lofa því að láta þig ekki bíða lengur en hálftíma". Bill andvarpaði: „Þetta kven- fólk!------“ Hún vafði loðkápunni fastar utan um sig, og hryllti sig. „Jeg ætla að reyna að sofna meðan þær eru að greiða mjer. Jeg er svo ógurlega syfjuð. Sennilega á þokan sök á því!“ „Ekki ósennilegt", tautaði Bill hálf úrillur. „Ef henni ljettir ekki bráðum, get jeg ekki ekið lengra“. Vindhviða feykti skyndilega þokunni til hliðar, svo að Bill gat ekið áfram, og eftir sex mínútur námu þau staðar fyrir utan hár- greiðslustofuna. ★ Mary flýtti sjer inn. Bill hafði lofað að bíða eftir henni á veit- ingahúsinu við hliðina, en helst aðeins í hálftíma, hafði hann sagt. Það var ennþá hálfgerður hrollur í henni. Það virtist sem þokan hefði einnig náð að fylla upphituð húsakynni snyrtistof- unnar köldu og röku lofti. En innan skamms hafði ilmur hárþvottadufts, ilmvatna og púð- urs, ásamt Böddum hlæjandi kvenna sigrað hið drungalega skap, sem þokan hafði komið henni í. Ung aðstoðarstúlka í ljósgræn- um slopp rýndi áhyggjufull nið- ur í litla bók, sem hún hafði fyrir framan sig. „Mjer þykir leitt, ungfrú Carteris, að þjer verðið líklega að bíða ofurlitla stund. Það er svo erfitt að fást við hár kven- fólksins í dag. Þokan hefir eyði- lagt bylgjurnar, og auk þess hafa þær verið óvenjulega margar. En jeg skal gera það, sem jeg get, til þess að þjer fáið skjóta af- greiðslu". Mary beit gremjulega á vör- ina. „Jeg hefi aðeins hálftíma til umráða, svo að þjer verðið að finna einhverja til að afgreiða mig“. Unga aðstoðarstúlkan gekk hratt niður ganginn milli klef- anna, sem viðskiftavinirnir voru afgreiddir í. Mary fjekk sjer sæti og sagði við sjálfa sig: „Bara að hún geti nú náð í ungfrú Debham! Hún er sú eina, sem jeg hefi nokkurt álit á“. Hún lokaði augunum og sat þannig dálitla stund — hvíldi sig ofurlítið. Alt í einu hrökk hún upp. Unga, snotra hárgreiðslu- stúlkan, sem hún hafði svona mikið dálæti á, stóð við hliðina á henni. * „Æ, fröken Debham, það var gott þjer komuð. Segið þjer ekki, að þjer sjeuð tímabundnar! Vin- ur minn bíður, og jeg þarf aðeins að fá eina bylgju í vangann. — Haldið þjer að þjer getið ekki hjálpað mjer?“ Ungfrú Debham brosti dauf- lega og kinkaði kolli. Mary undr- aðist yfir því, hvað hún var und- arlega þreytuleg. „Veslings stúlkan!“ hugsaði hún. „Það hlýtur líka að vera á- kaflega þreytandi að gera ekk- ert annað en að þvo, klippa og leggja hár“. En sú heppni, að hún skyldi þó hafa tíma til að greiða henni, svo að Bill þyrfti ekki að bíða. Hún gekk hægt á eftir grönnu, grænklæddu stúlkunni inn í einn af litlu klefunum,sem hárgreiðslu stúlkurnar afgreiddu viðskifta- vini sína í. Venjulega voru þeir hlýir og bjartir, en nú virtist þok an einnig hafa rutt sjer til rúms þar, svo að herbergið var baðað undarlegri, hálfgagnsærri móðu. Meira að segja spegillinn var þak inn gráleitum úða. Mary tók eftir nokkrum dökk- um blettum á gólfinu. Hún hjelt að það væru hár, sem af vangá hefði ekki verið sópað burtu — og ýtti við þeim með fætinum. En þeir hurfu ekki — svo að öll- um líkindum hafði helst þarna niður dálítið vatn. „Æ! hvað jeg er syf juð!“ sagði hún við fröken Debham, sem var að hagræða hvítu slái á herðum hennar. Mary virti hana fyrir sjer í speglinum. Lifandi ósköp var stúlkan föl. „En hvað mjer þykir leiðinlegt að vera að ómaka yður, þegar þjer eruð svona þreyttar“, sagði Mary. Undirmeðvitund hennar sagði henni á óþægilegan hátt að unga stúlkan væri veik. Hún nálgaðist það að líta vofulega út. Hún var altaf heldur fámál, en í dag kom ekki eitt orð yfir varir hennar. Jæja, það sakaði að vísu ekkert — þeim mun meiri hvíld var að láta hana eiga við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.