Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGÚNBLABSINS 255 hárið á sj.er. Hún var líka hrein- asti snillingur í því að fá bylgj- urnar fram á rjettan hátt. Mary lokaði augunum og hálf dottaði um stund. Litlu seinna opnaði hún augun snöggvast og virti ungfrú Debham fyrir sjer. „Þjer ættuð eiginlega ekki að vinna í dag. Þjer hljótið að vera veikar!“ Ungfrú Debham brosti dapur lega. Mary horfði áhyggjufull á hana. Henni hafði altaf geðj- ast vel að ungfrú Debham. En hvað gat hún gert, þegar unga stúlkan kaus að þegja yfir því, sem þjáði hana? Hendur hennar voru mjúkar og varfærnar. Mary hagræddi sjer í stólnum og lokaði augun- um. Þegar hún vaknaði aftur, hafði hún það á tilfinningunni, að hún hefði sofið. Ungfrú Deb- ham var horfin. Mary brosti. „Hún hefir að öllum líkind- um ekki tímt að vekja mig“, hugsaði hún — það var fallega hugsað af henni. En Mary flýtti sjer þó að setja á sig hattinn. Bill i»eið eftir henni, og setjum nú svo, að hún hefði verið leng- ur en hálftíma! Það lá við að það væri hálfgerður bjarnar- greiði, sem ungfrú Debham hafði gert henni með því að vekja hana ekki. Á ganginum rakst hún á for- stöðukonu hárgreiðslustofunn- ar. „Æ, fröken“, sagði hún, „mjer þykir það leitt, en allar stúlk- urnar eru uppteknar. Við höf- um svo óskaplega mikið að gera. Það er líklega þokunni að kenna. Getið þjer ómögulega komið ofurlítið seinna, t. d. kl. 5?“ Mary góndi á hana. „En jeg ---------það er búið að laga á mjer hárið“. Andlitið á ungfrú Trevor varð eitt spurningarmerki: „Fyrir- gefið, fröken. Jeg skil ekki vel, hvað þjer eigið við---------“. „Jeg sagði, að það væri búið að laga á mjer hárið. Fröken Debham hafði til allrar ham- ingju tíma til þess. Jeg hjelt að þjer hefðuð sent hana til mín!“ Ungfrú Trevor greip andann á lofti, en Mary hjelt áfram: „Hún afgreiddi mig í klefa nr. 3“. Mary gat ekki varist brosi. Ungfrú Trevor var svo hræði- lega skelkuð á svipinn. Hjelt hún raunverulega að ekkert gæti skeð þarna á stofunni án hennar vitundar? Vonandi fengi ungfrú Debham engar ákúrur fyrir að hafa tekið hana á und- an hinum stúlkunum, sem biðu. Hún leit afsakandi á ungfrú Trevor. Hún yrði líklega að biðja hana að fyrirgefa ungfrú Debham þessa bíræfni — og taka sökina á sig. En hvers vegna var svipur hennar skelf- ingin uppmáluð? „Yður er líklega ekki illt? “ spurði Mary kvíðin. „Nei! nei! En klefi nr. 3 er lokaður. Við höfum ekki notað hann síðustu vikurnar — ekki síðan — síðan------- „Ef til vill ekki, en jeg veit að hann er opinn núna. Ungfrú Debham fór með mig þangað. Er það kannske ekki hennar klefi?“ „Jú, ungfrú, hann var það“. „Hvað eigið þjer við með þessu var?“ Mary var hætt að lítast á blik- una. Ungfrú Trevor starði út í loftið. Augnaráð hennar skelfdi Mary. Það virtist sem hún væri að berjast við að segja eitthvað, en gæti ekki komið orðunum út úr sjer. Krampakendir drættir fóru um munn hennar. Andlit hennar var náfölt og stakk mjög í stúf við hárauðan varalitinn. Loks rauf hún þögnina og sagði lágri, hljómlausri röddu: „Ungfrú Debham er — er dá- in!“ Nú var það Mary, sem greip andann á lofti. „En jeg segi yður satt, hún var að enda við að laga á mjer hárið í nr. 3.-----Jeg skil ekki--------“. Hún hætti í miðri setningu og leit skelkuð á ungfrú Trevor. — Hana langaði mest til þess að æpa. „Ungfrú Debham! Hún framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum vikum síðan — og einmitt í klefa nr. 3. Þess vegna notum við hann ekki framar“. Konurnar tvær störðu hvor á aðra. Augu þeirra mættust full óumræðilegrar skelfingar. Ung- frú Trevor benti skjálfhent á hattinn, sem Mary hafði á höfð- inu. Mary tók hann af sjer. „Hárið á yður — það hefir ekki verið lagað“, stamaði for- stöðukonan. Mary beygði sig nær speglin- um og sá, að forstöðukonan hafði rjett fyrir sjer. Snyrtistofa Pelhams misti einn viðskiftavin fyrir fullt og alt — Bill til mikillar ánægju. Viðvaningar Nýliðinn gekk til foringja síns og ávarpaði hann á eftir- farandi liátt: „Herra undirforingi“, sagði hann kurteislega. Jeg er hræddur um að mjer hafi orðið lagleg skyssa á þegar jeg ljet skrá mig í herinn. JegJiefði þá líklega átt að skýra frá því, að jeg vildi fara í flugliðið, en jeg gleymdi því, og nú hafa þeir sett mig í riddara- liðið“. „Nú! Hvað er athugavert við riddaraliðið ?“ spurði undirforing- inn höstuglega. „Nú, eiginlega ekkert, að því er jeg get best sjeð“, sagði ný- liðinn. „En það er jeg sem er ómögulegur. Jeg veit ekkert um hesta, jeg hefi aldrei setið á hest- baki á æfi minni, þess vegna lang- ar mig til þess að biðja yður að lána mjer meinlausan hest til þess að byrja með“. „Komdu hingað“, sagði- liðsfor- inginn, og ískyggilegum glampa brá fyrir í augum hans. Hann benti á grannvaxinn ungan hest þ^r skammt frá: „Þarna er hest- urinn þinn“, sagði hann. „Þii seg- ist aldrei hafa komið á hestbak. Jæja! Þarna er þá hestur, sem aldrei hefir verið komið á bak á! Það er best að þið viðvaningarnir vinnið saman!!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.