Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 4
260 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Gandhi matast. með löndum sínum og stefna að því, að Indland yrði sjálfstætt og draumarnir rættust. Þessi draum- ur magnast og tekur á sig full- komnari mynd. Það eru ekki að- eins hinir frjálslyndu og mentuðu Indverjar, sem láta sig dreyma um það, að Indland verði styrkt og eindrægt. Indverjar af lægri stjettum, bændur á afskektum bæj um og þorpsbúarnir, eru hrifnir af hinni voldugu þjóðernishreyf- ingu. Sumir finna það án þess að finna, að þeir finni það. Hún er orðin samgróin hinu daglega lífi. Æskulýður Indlands á mikinn þátt í þessari vakningu. Það er ungi Indverjinn, sem aflar sjer og nágrönnum sínum mentunar. Það er hann, sem hjálpar til að rífa niður hina gömlu stjettaskiptingu, sem hefir valdið því, að Ind- verjar hafa verið skeytingarlausir og sofandi. Það er hann, sem reynir að hreinsa Hindúatrúna af öllum kreddum, sem spilt hafa Indverjum, og vinnur að því að hún verði hrein eins og hún var í upphafi. Hann hefur baráttuna gegn mýraköldunni, sem hefir hrjað og strádrepið Indverja. Hann vill, að allir hafi nóg að bíta og brenna í landi, þar sem miljónir manna hafa um alda- raðir orðið hungurmorða. Vakn- ingin í Indlandi efiist með ári hverju. ★ ndland er frjósamt land og gef- ur af sjer óhemju arð. Jeg hef heyrt það sagt, að breskir auðkýfingar hafi fengið 500.000 sterlingspund fyrir hvert, sem þeir hafa átt í Indlandi, og jeg held, að það sjeu engar ýkjur. En nú hin síðari ár hefir afrakstur Breta af Indlandi ekki verið jafnmikill og undanfarin ár. Það stafar af því, að Indverjar vilja nú halja sínu fyrir sig. Tvær aðalorsakir liggja að því, að bómullariðnað- ur Breta hefir farið minkandi nú á síðari árum: samkepni við Jap- ana og ákvörðun Indverja um að nota sína bómull sjálfir. Indverj- ar eru færir um að reka iðnað. Það hafa þeir sýnt með bómull- ariðnaðinum, stáliðnaðinum u. fl. 1 Indlandi eru margar ónýttar auðlindir, af því að það hefir stundum brotið í bága við hags- muni Breta, að þær væru nýttar. Hið heimskulega framferði Breta í Indlandsmálunum er ekki að kenna allri bresku þjóðinni, heldur breskum auðkýfingum og breskum mönnum í Indlandi. Þeir hafa altaf verið fullir hleypidóma og skammsýni. Hinir fyrnefndu — þessir afturhaldsseggir, sem nú eru á heljarþröminni — höfðu aðeins eitt mark og mið: að nota Indland sem markað fyrir iðnað- arvörur-sínar og fá þaðan hráefni. Hinir síðarnefndu voru flestir lít- ilsigldir, montnir og hrokafullir menn, sem á heimskulegan hátt gerðu Indverja sjer fráhverfa. í Bombay er siglingaklúbbur, sem jafnvel hinir tignustu Indverjar fá ekki inngöngu í. Meðlimir þessa klúbbs eru það argasta sam- safn af andstyggilegum og hleypi- dómafullum mönnum, sem jeg hef nokkurntíma sjeð eða get búist við að sjá. Einu sinni sagði Ind- verji við mig: „Indland er gengið úr greipum Breta, af því að Eng- lendingar þóttust of góðir til að drekka te með indverskum stuðn- ingsmönnum sínum, enda þótt þeir gtæðu þeim langt að baki. Þessi sannleikur olli því, að Malayar gerðpst landráðamenn og að íbúar Burma gengu í lið með Japönum. í Indlandi hafa verið dugandi og gáfaðir breskir stjórnendur, og þar hafa verið Bretar, sem elsk- uðu Indland og fórnuðu lífi sínu fyrir velferð Indverja. Það hafa verið þar Bretar, sem Indverjar hafa elskað. En þeir menn hafa flestir verið fylgjandi einstaklings- hyggju, en ekki verið fulltrúar neinnar allsherjarstefnu. Ástandið í Indlandi er ennþá hörmulegra vegna þess, að það hefði ekki þurft að vera hörmulegt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.