Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1942, Blaðsíða 8
264 LESBÓK MORGUNBLADSINS veit enginn um tildrögin að þessu slysi nema jeg sjálfur og einn annar maður, sem nú er horfinn af landi burt. Nú, þar sem hún er dáin, sakar ekki, þótt jeg segi ykkur þetta. Ungur kennari var nýfluttur til þorpsins. Hann var la^jegur og hafði göngulag sem hermaður. All- ar stúlkur þorpsins eltu hann á röndum, en án árangurs. Sann- leikurinn var sá, að hann var ákaflega smeykur við yfirmann sinn, skólastjórann hann 'Grabu gamla, sem var bæði skapillur og vandlætingasamur. Grabu gamli tók Hortensu fögru — sem þið þektuð undir uppnefn- inu hennar, Clochette — í þjón- ustu sína. Unga kennaran- um leist heldur vel á hana, og hún, sem var eflaust hreykin af því að bera sigur úr býtum í samkeppninni við kynsystur sínar í þorpinu — varð ástfangin af honum. Honum tókst að fá hana til þess að koma á stefnumót út í heyhlöðu, sem stóð að baki skólahússins, er hún hafði lokið dagsverki sínu. Hún þóttist ætla heim, er hún hafði lokið starfi sínu, en í stað þess fór hún út í heyhlöðuna, faldi sig í heyinu, og beið þar elskhuga síns. Hann kom brátt þangað til hennar, og var einmitt að byrja að hvísla að henni ástarorðum, þegar hlaðan opnaðist og skóla- stjórinn birtist í dyrunum. „Hvað ertu að gera þarna, Sigikbert ?“ spurði hann. Það kom fát á unga kennarann, þar eð hann bjóst við að alt myndi komast upp um hann. ;jJeg er bara að hvíla mig hjerna í heyinu, herra Grabu“, sagði hann. _ Heyloftið var stórt og niðdimt. Sigisbert ýtti lafhræddri stúlk- unni út í horn og hvíslaði: „Parðu og feldu þig. Jeg missi stöðuna, ef þú ekki flýtir þjer“. Þegar skólastjórinn heyrði pískr ið, þá hjelt hann áfram: „Hvað er þetta? Þú ert alls ekki einn“. „Jú, það er jeg, herra Grabu“. „En það ertu nú ekki samt. Við hvern ertu að tala?“ „Jeg sver að jeg er einn, herra Grabu!“ „Jeg mun ekki vera lengi að ganga úr skugga um það“, sagði Grabu gamli, um leið og hann tvílæsti hlöðunni að utan, og fór af stað til þess að sækja ljós. Ungi maðurinn varð alveg ringlaður af hræðslu. Hann út- helti sjer yfir vesalings stúlkuna, og kendi henni um alt saman. „Parðu og feldu þig, svo að hann finni þig ekki. Ætlarðu að eyði- leggja alla framtíð mína, og gera mjer ókleyft að vinna fyrir brauði mínu. Parðu og feldu þig, segi jeg!“ Þau heyrðu að lyklinum var stungið í skrána. Hortense tók til fótanna að glugganum, sem vissi út að strætinu, opnaði hann og sagði lágri en ákveðinni röddu: „Þú getur komið og sótt mig þegar hann er farinn“ og kastaði sjer út. Grabu gamli fann engan, og varð steinhissa. Stundarfjórðungi síðar kom hr. Sigisbert til mín og skýrði mjer frá óhappinu. Stúlkan lá fyrir neðan veginn og gat sig hvergi hreyft, þar eð hún hafði kastað sjer ofan af þriðju hæð. Það var hellirigning. Jeg fór með vesalings stúlkuna heim með mjer, því að hægri fótur hennar var brotinn á þrem stöðum, og beinin stungust út gegnum holdið. Hún kveinkaði sjer ekki, heldur sagði með aðdáunarverðri skapfestu: „Jeg hefi hlotið mína refsingu. Jeg átti þetta skilið!“ Jeg sendi eftir hjálp og eftir vinum stúlkunnar, og neyddist því til að búa til langa sögu um vagn, sem hefði ekið á hana, án þess að staðnæmast og hyggja að sárum hennar. Þorpslögreglan leit aði ökuníðinganna í tvo daga — en auðvitað án árangurs! Þetta er alt og sumt! Mjer virðist þessi lrona vera engu minni hetja en margar “frægustu hetjur veraldarsögunnar. Þetta var einasta ástarævintýr- ið hennar, svo að hún dó hrein og saklaus sem barn. Hún var píslarvottur., göfug og óbifanlega trygglynd kona. Ef jeg ekki væri fullur aðdáunar á henni, hefði jeg aldrei sagt ykkurþessa sögu. Jeg gat heldur ekki sagt neinum hana meðan hún lifði, eins og þið ef- laust skiljið". Læknirinn hafði lokið frásögn sinni. Mamma grjet, og pabbi muldraði eitthvað í barm sjer, sem jeg ekki heyrði, og síðan yfirgáfu þau herbergið. Jeg kúrði mig nið- ur í djúpa stólinn og hágrjet. Þá heyrði jeg einkennilegan hávaða, eins og einhverjir gengju þung- lamalega um, og jeg heyrði að eitthvað rakst í þilið við stigann. Það var verið að fara burtu með lík Clocliette gömlu. LÝSINGUR Framh. af bls. 262. lent ofan í þessari örmjóu gjótu, sem var í hvarfi í grasi, en hest- urinn steypst yfir sig, með fótinn á kafi í gjótunni. Við flýttum okkur heim í mesta ofboði, er við sáum að við gátum hjer ekkert að gert, og sögðum hvernig komið var. Piltar búa sig skjótt með skóflur og önnur áhöld og stór- gripabyssu. Lýsingur er leystur upp úr gjótunni, með því að grafa upp fótinn. En fóturinn hjekk við hestinn á skinninu. Lýsingur hoppaði nú á þrem fótum í grashvamm fáar lengdir sínar frá kvalastaðnum. Þar stóð hann nokkur augnablik, lotinn, angistarlegur, uns byssan veitti honum lausn. Þannig lauk æfi hans. ★ Næsta vor breiddi nýgræðingur- inn yfir öll verksummerki í hvamminum hans Lýsings, og mætti ætla að með því væri hann úr sögunni, nema í endurminning okkar sem þektum hann. Götuslóði lá yfir hvamminn rjett fyrir neðan þar sem Lýs- ingur stóð á banastund sinni. Við lærðum það brátt, er rökkva tók næsta sumar, að vara okkur, er við áttum leið ríðandi eftir slóð þessari. Það var víst mark að hestar tóku snögt viðbragð ein- mitt á þessum stað, þegar farið var að dimma, rjett eins og þeir sæju þar alt í einu eitthvað skelfi- legt, er var hulið sjónum okkar mannanna. Og alt var þetta eins, hvort ókunnugir eða heimahestar áttu í hlut. Sáu þeir Lýsing, þar sem hann stóð þrífættur og beið dauða síns? Kannske stehdur hann þar enn í dag í hvamminum sínum, þó engir sjái hann nema hestar. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.