Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Qupperneq 1
27. tölublað. JStcrgnnbl&detnð Sunnudagur 23. ágúst 1942. XVII. árgangur. UR REYKJAVIKURLIFINU 1834—1835 Frásögn Di/Ions lávarðar FYRIR hundrað árum var það fátítt, og þótti stórviðburð- ur, ef erlendir ferðamenn komu hingað til lands, hvað þá höfðu hjer vetursetu. Ilaustið 1834 bar einn slíkan gest hjer að garði; það var enskur aðalsmaður, Art- hur Dillon að nafni. Hann hafði víða farið og fýsti nú að kanna ísland; gerði hann því ferð sína til Kaupmannahafnar, en er þang- að kom, voru öll íslandsför farin. Ekki vildi hann samt hætta við förina, og loks fjekk hann far með herskipi, sem sent var til þess að sækja Friðrik erfðaprins (síð- ar Friðrik 7.), en hann hafði dvalist hjer á lendi um sumarið í einskonar útlegð. Á skipinu var annar farþegi, sem Dillon nafn- greinir ekki, en það var Tómas Sæmundsson. Um hann farast Dillon þannig orð: Jeg hitti samferðamann um borð, sem jeg ræddi oft við á leið- inni, og fræddi hann mig mikið um landið. Hann var íslendingur, sem hafði skarað fram úr á æsku- árum í Bessastaðaskóla og síðan lokið besta prófi við háskólann í Kaupmannahöfn. Eftir að hanp lauk námi sínu, tók hann sjer ferð á hendur um mestan hluta Evrópu, hafði farið um Frakkland, Ítalíu og Grikkland og verið skamma stund í Englandi. Að launum fyr- ir ástundun hans hafði Danakon- ungur veitt honum" Breiðabólstað, sem er talið feitasta brauð á ís- landi. Hann hafði ekki verið heima í nokkur ár. Það hlýtur að hafa verið sjerstaklega skemtileg tilhugsun fyrir hann að koma heim með háskólapróf og kominn í til- tölulega góða Stöðu, þar sem hann fór að heiman fátækur stúdent, einn síns liðs með litla framavon. Ilann slcildi ensku og frönsku sæmilega vel, en þegar jeg komst að raun um, að hann talaði ágæt- lega ítölsku, kaus jeg heldur að tala við hann á því máli, sem var orðið mjer mjög tamt eftir níu ára dvöl í Toscana. Þeir lögðu af stað 10. ágúst 1834 og voru 3 vikur á leiðinni. Dvaldist Dillon hjer árlangt og fór ekki fyr en 3. sept. 1835. Um dvöl Dillohs hjer segir svo meðal annars í Sögu Reykjavíkur eftir Klemens Jónsson: — Madama Ottesen var einhver nafntogaðasta kona í bænum um allan fyrri hluta aldarinnar. Hún var fædd í Kaupmannahöfn 1800 (d. 26. jan. 1878), og mun aldrei hafa lært íslensku almennilega á harnsaldri, því málfæri hennar var jafnan mjög dönskuskotið, alt hálfdanska, er hún þýddi jafnóð- um á íslensku, og eru margar sögur til um hana. Hún lifði aðal- lega á veitingasölu, og var þá oft sukksamt í hiisum hennar. 1835 dvaldi hjer um vetrartíma enskur aðalsmaður, að nafni Arthur Dill- on, þá ungur að aldri. Hann bjó hjá madömu Ottesen og átti dótt- ur með henni, Henriettu að nafni, síðari konu P. Levinsens faktors í Keflavík og Reykjavík. Dillon vildi eiga madömuna og sótti um leyfi til þess til cancellíisins, að mega kvongast henni án svara- manns. En því var neitað, meðal annars vegna stöðu hans á Eng- landi. Til sárabóta ljet Dillon byggja húsið nr. 2 í Suðurgötu og gaf henni það, og þar hafði hún veitingar og píuböll og verð- ur enn getið. Húsið í Suðurgötu stendur enn órbeytt. Þó að Dillon kvarti undan kuldunum hjer, ljet hann það 'ekki aftra sjer frá að fara til Lapp- lands og dveljast þar vetrarlangt. Um þessar ferðir gaf hann út bók í 2 bindum árið 1840: A Winter in Iceland and Lapland, og er fyrra bindið um ferð hans hing- að til lands. Ferðasaga hans ber því vitni, að hann hefur lagt stund á að kynnast högum og háttum þjóðarinnar og viljað segja sem rjettast frá. Hjer verða birtir nokkrir kafl- ar úr bókinni, en hún er aJUöug, 304 bls. egar herskipið var farið og jeg orðinn ðinn, fór jeg að litast um og hefja viðbúnað und- ir veturinn. Það, sem bagaði mig einna mest, var fáfræði mín bæði i dönsku og íslensku, en bæði þestei mál eru töluð í Reykjavík,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.