Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 4
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sáust koma hlaupandi þaðan með brjef og allskonar svipbrigði á andlitunum. Jeg var því miður ekki meðal þeirra, vegna ein- hverra mistaka í áritun á brjefin, sem jeg átti von á, og þegar jeg reyndi að fá einhverja vitneskju um ástandið í álfunni, var lát Austurríkiskeisara eina fregnin, sem jeg gat togað íit úr skip- stjóranum. Eftir fáa daga var uppskipun lokið og skipið sigldi til Hafnar- fjarðar í vetrarlægi. Sama til- breytingaleysið var alt til jóla; þá harðnaði veðráttufarið og varð nálega algert myrkur. Þetta kom þó ekki í veg fyrir, að Danir skemtu sjer og hjeldu hátíðina, o g fæðingardagur konungs skömmu síðar veitti þeim á ný tækifæri til þess að ljetta af sjer drunganum, sem hvílir yfir þess- ari árstíð. Flögg voru dregin að hún á hverju kaupmannshúsi og jafnvel litla vindmyllan utan við bæinn var skreytt þjóðlegum litum. Við- búnaður var hafður til þess að halda samsæti með dansi, og þar áttu allir embættismenn að vera viðstaddir Miðdagsverðurinn hófst kl. 4 og var mjög góður, þegar litið er á erfiðleikana um mat- föng. Fyrst var súpa með nauta- kjöti og kindakjöti, þá álftakjöt, villigæsir og rjúpur, og var þessu skolað niður með mörgum kampa- vínsflöskum, og komust allir í hið besta skap. Áður en lauk var út- býtt kvæði, sem einn viðstaddur hafði ort í þessu tilefni, og var það sungið við borðið. TJm níu-leytið voru borð upp tekin og dansinn hófst. Húsa- kynni voru tvö herbergi, og lágt undir loft, en lítið herbergi á milli þeirra; þar sátu karlmenn við toddýdrykkju og þreyttu fast drykkjuna, en í næststærsta her- berginu sat kvenþjóðin við kaffi- drykkju og sagði slúðursögur — því að slúðursögur hafa einnig borist til þessa afkima. í stærsta herberginu var dansað; var það lýst með um 50 kertum. Dansaðir voru enskir sveitadansar, að því er þeir sögðu, en þar sem jeg fer sjaldan á dansleik, get jeg ekki ábyrgst, að þeir líkist neinum dansi, sem tíðkaðir eru hjer á landi (þ. e. Englandi). Menn hlupu fram og aftur, skeltu í lófa hver á öðrum; hitinn, sem af þessu stafaði, varð brátt sýnileg- ur á andlitum þeirra, sem þetta ljeku. Síðar var dansaður vals, þó að hljóðfæraslátturinn, úr tveim fiðlum og einni trumbu, væri ekki hagstæður þeim hreyf- ingum, og þar sem auk þess var mjög þröngt í stofunni, varð ekk- ert úr nema árekstrar. Þeir, sem ekki dönsuðu, fóru upp á loft, reyktu og spiluðu sinn eilífa lomber í vistarveru, sem senni- lega var aðeins lítið eitt heitari en í ofni, og þraukuðu þeir *til klukkan 5 um morguninn, en þá var samkomunni slitið. Hvorki þarna nje á neinum öðrum dans- leik sá jeg kvenmann, sem gekk daglega í innlendum biiningi. Klæðistreyjurnar, sem eru hnept- ar upp undir höku, og háa skupl- an er hvorttveggja svo viðamikið, að dans í þeim verður frekar erf- iði en skemtun. Meira. Bað að heilsa Hess! Eftirfarandi atburður skeði í Danmörku: Það var verið að sýna frjetta- kvikmynd, og þar sást Hitler vera að stíga inn í flugvjel. Þá heyrð- ist rödd meðal áhorfendanna: „Vertu blessaður og sæll — við biðjum að heilsa Hess!“ Kvikmyndin var stöðvuð þegar í stað, og þýskir eftirlitsmenn kröfðust þess, að maðurinn, sem hefði kallað, gæfi sig fram. En enginn vildi segja, hver það hefði verið. Eftir dálitla stund hófst kvikmyndin aftur, eftir að eftir- litsmennirnir höfðu beðið afsök- unar á þessari truflun. En um leið og ljósin voru slökt heyrðist aft- ur kallað: „Það er ekkert að fyr- irgefa!“ Þjóðverjarnir höfðu ekki upp á sökudólgnum. MiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmmiiiMiininitiitm | Dauið Áskelsson: TVÖ | SMÁKVÆÐI NÆTURÓÐUR. | Ilaust og lauffall, húm á jörðu. | heitur sunnanblær. I Moldarangan, ölduniður | yfir sveitum kyrð og friður. | Tungl á himni hlær | í skýjarofi. I Skamt er að óttu, 1 kvakar kyrlát lóa. | Visin stráin brotna, blakta, I blærinn syngur óð 1 í tjarnasefi — silfurstrengir I svífa, hljóma — álfadrengir | leika á þá sín ljóð. | Sefið hlustar — | svalar unnir 1 ómþýtt undir taka. | Meðal blessuð sólin sefur | - svífur tíminn fljótt. 1 En brátt mun rísa og rúms sjer biðja | hin rósfingraða morgungyðja | af vðrði víkur nótt. | I dagrenningu | dimmbláma vafin | titra fjöll í fjarska. ÁLFTASÖNGUR. | Glóey hylur græðisdjúp, I grundin klæðist rökkurhjúp. | Andblær sefi vaggar vært, 1 vatnið blikar silfurtært. | Einn eg löngum uni við I álftasöng um lágnættið. | Rökkrið andar undurþýtt, | áin niðar lágt og blítt. 1 Dottar már á dimmum ós, | daggarperlur væta rós. | Einn eg löngum uni við | álftasöng og næturfrið. tiiiiimiiimiiiiiiiiti«iiuimiiiiiitiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiimmmimimmmmmmmm|l,"lll,,llllll"",l,l"lll,lll,ll,l"lil ■""mmmimmimiiiimmiiininmiimmiiiniHm«wwitmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimiiuiiiiiiimiuuiiiMHHHHMuw»«»t«»MiMimm«m»»MiMnmiM»miimnMWMMmw»m».

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.