Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 6
270 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ I í $ ♦ X v v Ý ? x x x f x x y Ólafur Jóh. Si^urðsson: *»*x*«:**k**XmXm> 3 | Tvær dúfur ! f f y X í fölum jurtagarði hinsta rósin mókir rótt og rökkurkyrðin svæfir blómsins hjarta. « Að dularfullu marki ein dúfa flýgur hljótt og dökkum fjöðrum vængir hennar skarta. Hjá fölum jurtagarði meðal laufsins brunna líns | jeg leita þess, sem enginn skyldi týna. | — Ein dúfa sveimar áttavilt um himin huga míns. 'j. en hennar vængir engilbjartir skína. ;i: •*• »:♦ og dvelja þar um veturinn. Kom sjer nú vel fyrir hana að eiga þar góða vini, sem Finsens-fjölskyld- an var. Næsta vor hjelt hún svo heimleiðis, en þessi vetrardvöl hennar varð að nokkru leyti orsök þess, að hún sigldi aftur, mörg- um árum síðar og ílentist í Dan- mörku. Annars átti Guðrún sáluga heima í Holti nærri óslitið frá því er fjölskyldan flutti frá Vest- mannaeyjum, fram til aldamóta. Var hún hjá foreldrum sínum, meðan þeirra naut við, og ijet sjer einkar ant um þau, er þau tóku að eldast og þreytast. Eftir dauða þeirra hjeldu nokkur syst- kinanna heimilinu uppi með sama myndarbrag og áður hafði ein- kent það, og eftir að Matthías sem var einkasonur gömlu hjón- anna, kvæntist og stofnaði sjer- stakt heimili, bjó Guðrún áfram í „gamla Holti“ með systrum sín- um, Pálínu og Sigríði, frá því er Sigríður kom úr Indlandsför sinni'og til þess er hún flutti al- farin til Hafnar. Hafði Guðrún á þeim árum sauma að atvinnu, einkum kjólasaum og leysti hún þau störf af hendi sem öll önnur, með frábærri vandvirkni og sam- viskusemi. Ein þeirra Holtssystra, María, var gift Einari Pálssyni bókhald- ara á Akureyri og áttu þau mörg börn. Árið 1887 tóku þau Holts- systkin til sín tvö börn þeirra Maríu og Einars. Voru þau bæði stálpuð og báru nöfn gömlu Holtshjónanna. Gengu þau þeim að öllu í foreldra stað og kostuðu Matthías til skólanáms og er hann nú góðkunnur læknir hjer í bæ. En systirin, Sólveig, giftist Bjarna Jónssyni cand. jur. frá Unnarholti, sem um langt skeið var bankastjóri á Akureyri. Er þar ekki á neinn hallað þó full- yrt sje, að Gtiðrún Matthíasdóttir hafi átt mestan og bestan þátt í þvj að annast uppeldi þeirra með kærleiksríkri umhyggju, festu og alúð. Guðrún sál. var óvenjulega hög og hagsýn í öllum störfum sínum, manna vandlátust að dagfari og málfari, bæði við sjálfa sig og aðra. Fór þó að öllu hóflega og með fylstu skynsemi. Mun hún bæði vegna þeirra mannkosta og annara hafa notið meira trausts og virðingar en alment er, enda mun enginn, sem af henni höfðu veruleg kynni, minnast hennar látinnar á annan veg. Hún gift- ist aldrei, en vann fyrir sjer alla tíð meðan kraftar leyfðu og átti síðan áhyggjulitla elli. Síðustu tvo áratugina bjó hún með Sigríði systur sinni, sem var einnig vel mentuð og hafði farið víða um lönd. Sigríður andaðist fyrir tæp- um tveimur árum. Hin allra síð- ustu ár dvöldu þær systur þó á heimili bróðurdóttur sinnar, frú Guðrúnar Matthíasdóttur frá Holti og manns hennar, Einars Samúelssonar stórkaupm. Önnuð- ust þau hjón hinar öldruðu systur með mikilli prýði, og því munu þau ekki hafa komið hingað til lands með Esju frá Petsamó, að þau vildu með engu móti skilja við þær Holtssystur, sem þá voru komnar fram á bakka grafarinn- ar. Enda þótt Guðrún Matthías- dóttir lifðLjmeginhluta æfinnar í Danmörku og ynni Dönum af heilum hug, þá var hún svo mik- ill íslendingur, að jeg undraðist það oft. Hún tók stundum all- óþyrmilega í okkur unglingana, sem heimsóttum hana, ef við slett- um dönsku, þegar við töluðum við hana og sagði okkur til synd- anna, ef henni fanst í einhverju ábótavant við hegðun okkar og framkomu. En alt var það gert af góðum hug og jafnan áttum við hauk í horni þar sem hún var, ef einhverrar aðstoðar þurfti við, og það kom ósjaldan fyrir. Þegar jeg lít um öxl og hugsa til þessarar öldruðu móðursystur minnar, þá finst mjer að hún hafi verið óvenju heilsteypt persóna og heyrt hefi jeg marga, sem henni voru óskyldir, halda sömu skoð- un fram. Hún var fríð kona, há og grönn, tíguleg í framkomu, og enda þótt hún yrði fyrir alvarlegu áfalli, fótbroti, á gamals aldri, gat ekkert beygt hana. Þegar jeg sá hana í síðasta sinn, 1937, var hún enn teinrjett, enda þótt ellimörk- in væru þá farin að gera vart við sig að öðru leyti, sem vonlegt var, þar sem hún var komin fast að níræðu. Guðrún Matthíasdóttir varð langlífust systkinanna frá Holti við Skólavörðustíg. Hún var á- gætur fulltrúi sinnar kynslóðar, og við ættingjamir og aðrir vin- ir hennar, sem nutum góðvildar hennar og gestrisni, minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Ragnar Ásgeirsson. Kona nokkur kom þjótandi inn á lögreglustöðina um daginn með miklum hamagangi og hóf frá- sögn á sorglegri sögu. — Augnablik, sagði lögreglu- þjónninn. — Þjer segið að skart- gripunum yðar hafi verið stolið meðan þjer voruð að borða? — ó, nei, nei, það var miklu alvarlegra, sagði hún kjökrandi. — Matnum mínum var stolið með- an jeg var að setja á mig skart- gripina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.