Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 2
2Í4 LESBÓK MORGUNBLAÐSIlSfS og hafði regnhlíf sína yfir sjer, en hún var svo lítil, að hún nægði varla til að skýla nefinu á náung- anum. En þarna sat hann og var orðinn hundblautur. Kunningjar hans sögðu, að hann væri ekkert skrítinn, en hann hag- aði sjer bara svona til þess að fara í taugarnar á De Mille. ★ Eitt einkenni De Mille er, að í kvikmyndum þeim, sem hann stjórnar vill hann ekki hafa neitt svikið. Alt verður að vera, en ekki að eins að virðast. Einu sinni sat hann og Sam Wood, sem þá var aðstoðarkvik- myndastjóri hans, en er nú orðinn heimsfrægur kvikmyndastjóri, sem stjórnað hefir óviðjafnanlegum myndum, eins og t. d. „Verið þjer sælir, hr. Chips“ og „Kitty Foyle“. Alt í einu sagði De Mille: „Heyrðu mig nú, Wood minn góður. Við þurfum að útvega okkur hlje- barða fyrir næsta þátt á morgun. „Já“, sagði Wood, „jeg er búinn að sjá mjer út einn vel stoppað- an“. „Hvað heyri jeg? Ertu geggi- aður maður? Stoppaðan hljebarða í mynd, sem jeg stjórna?“ æpti De Mille stórhneykslaður. Honum fanst það vera jafnmikil fjarstæða og að ætla að fara að kæfa móður sína eða svívirða þjóðfánann. „Nei, lagsmaður. Þú gjörir svo vel að fara og ná í bráðólman hljebarða, fallegan og í broddi lífsins“. — Aumingja Wood þ’orði ekki annað en að hlýða. En svo horfði til stórvandræða. Þegar Wood var búinn að ná í hlje barðann, þá afsagði Thomas Meig- han, sem ljek í þessari mynd að fara út úr herbergi sínu, meðan skepnan væri á kvikmyndastöð- inni. En Wood bjargaði öllu við. Hann hljóp út í lyfjabúð, sem var hinum megin við götuna og keypti kloroform. Svo var veslings dýrið svæft og nú þorði Meighan að fara út úr herbergi sínu, en þó með hálfum huga. Af því að De Mille vill hafa alt ósvikið og verulegt í myndum sín- um, hefir hann eytt svo miklu fje, að Paramount fjelagið, sem hann starfar hjá hefir oft verið í dauð- ans angist. Hann heimtar, að föt leikend- anna sjeu úr fínasta efni, sem hægt er að fá, þótt það sjáist alls ekki á myndinni, hvort leikandinn sje í fötum úr góðu eða ljelegu efni. Hann vill, að blóm, sem kærastinn gefur kærustunni sinni sjeu þau dýrustu og fallegustu, sem hægt er að fá, enda þótt gerviblóm myndu gera alveg sama gagn. Og svona mætti lengi telja. De Mille segir sem svo; Leik- andinn leggur sig miklu betur fram, ef hann er ekki klæddur í einhverjar ódýrar druslur. Og hvernig á leikkonan að geta bros- að' yndislega um leið og kærastinn færir henni nokkur tuskublóm? De Mille virðist hafa á rjettu að standa, því að svo mikið er víst, að kvikmyndir þær, sem hann hef- ir stjórnað, hafa fært Paramount fjelaginu vænan skilding. ★ De Mille er oft utan við sig. Eitt sinn var hann að horfa á kvikmynd, sem nýbúið var að taka. Hjá honum sat samverka- maður hans, Rosson. Þegar komið var aftur í miðja myndina stökk De Mille á fætur og æpti: Bölvuð hörmung er að sjá þessa mynd. Jeg skammast mín fyrir þig, Rosson. Sonarsonur minn, sem er 5 ára, hefði getað tekið þessa mynd betur. Rosson svaraði: „Mjer þykir það mjög leitt, vinur minn, en jeg tók alls ekki þessa mynd, heldur þú sjálfur". De Mille varð æfur og. bar á móti þessu, en svo var myndatökumaðurinn kallaður til vitnis og hann var á sama máli og Rosson. ★ Cecil B. Mille á einkennilega sögu að baki sjer. Það var ein- skær tilviljun, að hann fór að fást við kvikmyndir. Einu sinni voru tveir menn. Annar þeirra hjet Samuel Gbld- wyn. Hann var braskari, sem lifði á því að kaupa hanska í París á fimtíu cent parið og selja þá aft- ur í New York á þrjá dollara og fimtíu cent parið. Hinn hjet Jesse L. Lasky og vaf mágur Goldwyns. Hann var forstjóri lítils leikhúss. 1912 voru sett lög um innflutn- ing, sem ollu því, að Goldwyn varð að hætta þessu starfi sínu. Lasky fór á hausinn um sömu mundir. Þessum tveim mönnum kom saman um að stofna kvikmynda- fjelag. Þeir sáu, að kvikmyndafje- lög græddu óhemju fje. En nú vantaði þá duglegan kvik myndastjóra. Lasky hafði sjeð fit mann, sem hann áleit mjög vel til starfsins fallinn. Maðurinn var William C. De Mille. Þeir fóru nú til þessa manns og buðu honum kvikmyndastjóra- stöðuna, en hann afþakkaði boð- ið heldur en ekki kuldalega. Þeg- ar Goldwyn og Lasky vorú búnir að setja á sig hattana og voru í þann veginn að fara, kom móðir Williams og spurði, hvort ekki væri athugandi, að yngri bróðir- inn, Cecil B. De Mille, fengi stöð- una í staðinn fyrir William. Eftir dálítið þóf fjellust þeir fjelagar á það. Cecil var þá 31 árs. ★ Daginn eftir hittust þeir allir þrír. Þeim leist báðum ágætlega á Cecil. Nú var alt tilbiiið. 20.000 doll- ara þurfti að Ibggja í stofnsjóð fjelagsins. Hver þeirra lagði 5.000 dollara. Þá voru 15.000 komnir, en 5.000 voru enn eftir. Nú var um að gera að finna-einhvern víðsýnan mann. William C. De Mille varð fyrst- ur manna fyrir valinu. En hann tók því fjarri, kvaðst verða eiga einhverja aura til þess að kosta heimför Cecils, er fjelagið væri komið á hausinn. Því næst sneru þeir sjer til Dustin Farnum, sem þá var fræg- ur leikari og buðu honum þennan 5.000 dollara hlut í fjelaginu. Farnum vildi ekki heyra það nefnt, en bauðst hinsvegar til að vinna fyrir þá, ef hann fengi 250 dollara á viku í kaup. Aumingja Farnum hagaði sjer heimskulega. Ef hann hefði þegið boðið, þá myndi hann á næstu 10 árum hafa grætt 15.000.000 dollara. Nú var ekki um annað að gera fyrir þá fjelagana en að hefjast handa, enda þótt þá skorti enn þessa 5.000 dollara. Þeir fóru til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.