Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 275 Edwin Milton Royle, frægs rit- höfundar, og buðu honum 10.000 dollara, ef hann vildi veita fje- laginu þeirra einkaleyfi til að gera kvikmynd eftir frægri skáldsögu eftir hann, „The Squaw Man“. Höfundurinn var ekki beinlínis hrifinn af þessu tilboði. En þeir hjengu yfir honum í 5 klukku- stundir, og þá loksins ljet mann- garmurinn hugfallast. Cecil ákvað að taka myndina í Flagstaff. Hann var himinlifandi kvaðst ekki vilja selja sinn hlut í fjelaginu, þótt milljón dollarar væru í boði. ★ Það var rigning daginn, sem De Mille kom til Flagstaff, og allt um hverfið var svo óaðlaðandi, að hann ákvað að halda áfram til Los Angeles. Þegar þangað var komið, fór hann að svipast um eftir húsnæði fyrir kvikmyndastöð. Fyrir val- inu vaíð hlaða í útborg frá Los Angeles, sem hlotið hefir nafnið Hollywood. Hlaðan var leigð fyrir 25 doll- ara á mánuði. En það varð að samkomulagi milli eiganda hlöð- unnar og fjelagsins, að eigandinn skyldi fá að nota helminginn af hlöðunni fyrir hesta sína. Þegar eigandinn var að þvo liestum sín- um, rann vatnið inn í klefann til De Mille, svo að hann varð að stinga löppunum niður í pappírs- körfu til þess að fá ekki lungna- bólgu. Búningsherbergi leikendanna voru gripahús. ★ Fjelagið var í fjárþröng. De Mille varð að vera fljótur að taka myndina. Hann fullgerði hana á 28 dögum. En þá sá hann, að götin á filmujöðrunum voru öfug, svo að ekki var hægt að sýna myndina í neinni sýningar- vjel í allri Ameríku. Hjer höfðu einhverjir skémdar- vargar verið að verki. En þeim várð ekki kápan úr því klæðinu. Daginn, sem De Mille byrjaði að taka myndina hrendi einn leikar- anna gat á filmuna með vindlingi. De Mille hrökk í kút. Hvað myndi verða um fjelagið, ef eldur kæmi nú upp í hlöðunni? Hanu gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Upp frá þessum degi tók hann myndina altaf í tveim eintökum og tók annað þeirra heim með sjer á hverju kvöldi. Þess vegna varð skemdarvörgunum ekki að ætlun sinni. Fjelagið græddi 225 þús. dollara . á þessari mynd. Þremenningarnir voru himinlifandi og unnu eins og vitlausir menn. Á næstu tveim árum voru 8 afbragðsmyndir tekn- ar á vegum fjelagsins. Þegar De Mille var að taka kvik myndina „The Warrens of Virgin- ia“, þá fjekk hann þá hugmynd að hreyta lýsingunni á andlitum leikendanna, þegár myndirnar voru teknar mjög nálægt. Aður hafði tíðkast að hafa myndirnar mjög bjartar, en De Mille tók upp þá aðferð að láta skugga falla á andlitin. De Mille var mjög ánægður með þessa nýjung. En þegar myndin var sýnd kaupendum í fyrsta skifti, þá símaði Goldwyn ösku- vondur til Mille og sagði: „Ur því að kaupendurnir fá ekki að sjá nema helminginn af andlitum leiltendanna, þá vilja þeir heldur ekki greiða nema hálfvirði fyrir my»dirnar“. En De Mille ljet ekki að sjer hæða. Hann svaraði um hæl: „Það er ekki mín sök, þótt þú og hinir hálfvitarnir þekkið ekki Rem- brandt og verk hans. Þið ættuð að lesa góða bók um það efni. Svo skulum við sjá, hvað ykkur finst um þessa nýbreytni mína, sem þið nú fordæmið“. Tveim klukkustundum síðar fjek De Mille símskeyti: „Það er dálítið til í því, sem þú segir. Þeir skulu fá að borga tvöfalt verð fyrir myndina. 'Goldwyn“. Og það fór svo. ★ En gagnrýnendur voru harðari hneta að brjóta en kaupendurn- ir. Þeir sögðust láta sjer á sama standa hvort Ijósin í myndum De Milles væru eins og ljósin í mál- verkum Rembrandts. Þ^,u væru ljót og andstyggileg. Auk þess úthúðuðu þeir honum á alla lund. Meðal annars sögðu þeir, að und- irbúningi mynda De Milles væri ábótavant og myndirnar væru teknar í of miklum flýti, En De Mille svaraði þeim ásök- unnm á viðeigandi hátt: Hann lýsti því yfir, að hann ætlaði að taka tvær myndir í einu. Frá kl. 9—16 ætlaði hann að vinna að annari, en frá 20—2 að hinni. — Hanu lauk við að taka báðar þessar myndir á minna en einum mánuði. Gagnrýnendur fóru hroðalegum orðum um þessar myndir, en að- sókn að þeim varð meiri en nokk- urn tíma hafði þekkst áður. Auk þess komu fram í myndum þess- um fjórir leikendur, sem náðu heimsfrægð fyrir leik sinn þar. ★ En De Mille hugsaði um fleira en leiklistina og kvikmyndatök- urnar. Þegar Bandaríkin urðu virkir ófriðaraðilar í fyrri heims- styrjöldinni, tók hann að sjer ýmiskonar störf á þágu föðurlands ins. Hann varð yfirmaður 51. deild ar landvarnaliðsins í Kaliforníu, og liann lærði að fljúga. Hann bauð eitt sinn Goldwyn að fljúga með sjer til San Diego. Á miðri leið sagði hann Goldwyn garminum frá því, að þetta væri í fyrsta skipti, ^em hann flygi án þess að flugmaður væri með. Gold wyn var örlítið gráhærðari eftir þessa för en fyrir hana. ★ Kvikmyndir, sem gerðar voru með hliðsjón af atburðum, sem sagt er frá í Biblíunni, áttu litlum vinsældum að fagna. — Mönnum fannst kvikmyndir ekki eiga að vera keppinautar við kirkjurnar. Þeir vildu fá skemmtun, en ekki prjedikanir. En De Mille var á öðru máli. Hann sagði: „Ekkert hefir haft meiri áhrif á mig en málverk af Mo^e, sem jeg sá í Metropolit- safninu í New York, þegar jeg var drengur. Enn þann dag í dag man jeg eftir augum hans og skeggi. Þetta er mjer nóg. Það, sem hefir áhrif á mig, hlýtur líka að hrífa almenning í Bandaríkj- unum“. De Mille vildi gera slíka mynd. En Paramount-fjelagið tók því fjarri. Ýmiskonar ágreiningur Framh. á bls. 278.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.