Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 6
278 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS er lokið, sje mjög vel gerðður. En af þýðingum er talin ágætust þýð- ing Jóns Þorlákssonar í bundnu máli á Paradísarmissi Miltons. — Þessi maður var prestur á Austurl. og þegar jeg segi, að landar hans töldu hann fátækan prest, má fá nokkra hugmynd um örbirgð hans. Prestakall hans veitti honum ekki nema 40 shillings í árstekjur, og jeg er hræddur um, að honum hafi ekki fjenast mikið á annan hátt. En í fátækt sinni orti hann ekki einungis mörg frumsamin kvæði, heldur nam ensku, til þess að verða fær um að leysa verkefni, sem hann hafði sett sjer. Auk Paradísarmissis þýddi hann Til- raun um manninn eftir Pope. Þeg- ar fjelagsskap einum í Lundúnum varð kunnugt um fátækt hans og snilli, var skotið saman 20 ster- lingspundum og send honum. En hjálpin kom um seinanj því að áður en þetta fje var komið, sem hefði getað aflað honum nokkurra þæginda í eliinni, var skáldið lagst í gröfina. ★ Meðal þeirra, sem jeg hitti í Keflavík, var nýi presturinn í Grindavík.*) Þessi ungi maður var nýkominn frá háskólanum í Kaupmannahöfn, og hafði hann skarað þar fram úr að gáfum og fengið mikið orð fyrir hæfileika sína. Menn munu vart trúa því, að margra ára iðjusemi og þraut- seigja var launuð með prestakalli, sem gefur af sjer um 50 shillings á ári í mesta lagi. Þó var hann ekki sjerstaklega óheppinn, því að margir eiga ekki kost á brauði eins og Grindavík, áratug eftir að þeir hafa öðlást rjettindi til prest- skapar, en þeir geta ekki komist í klerkastjett fyr en þeim hefur verið veitt eitthvert brauð. Yegna þessarar biðar verða margir stúdentar, sem hafa lokið námi á Bessastöðum, að leita sjer atvinnu við veraldlegan starfa, þangað til þeir fá brauð. Og þar sem þeir eru í sömu vandræðum og rangláti ráðsmaðurinn, kjósa þeir heldur að ganga í þjónustu kaupmanna en að fara í vinnu- mensku, og margir ráða sig til *) Geir Jónsson Baehmann. skrifstofustarfa um annatímann á sumrin, þegar fleiri manna er þörf; fáeinir fá verslunarstjóra-. stöðu. Menn geta gert sjer í hug- arlund, að búðarloka er ekki heppi legasti maðurinn að fá sem prest. og þetta finna margir, en þörfin knýr flesta, sem geta ekki dvalist heima hjá sjer, til þess að sæta þessháttar atvinnu. Illutskipti þeirra, sem svo eru efnum búnir, að þeir geta haldið áfram námi í Danmörku, er ekki miklu betra. Fje það, sem þeir fá frá foreldrum sínum, nægir sjald- an til þess að halda þeim uppi í Kaupmannahöfn, án þess að þeir fái einhverja viðbót annarstaðar. Hluti af háskólanum, sem nefnd- ur er Regensen (Garður), er ætl- aður íslenskum stúdentum, og fær ákveðinn fjöldi þeirra þar her- bergi, tveir saman um eitt, og styrlr, sem nemur silfurrríkisdal á viku og eldivið. Þarna lesa þessi fátæku ungmenni af óþrotlegri elju, og þegar þeir fara frá há- skólanum, eftir að tognað hefur úr námstímanum við það að veita öðrum kenslu, vantar nöfn þeirra sjaldan á skrána um þá, sem út- skrifaðir eru með lofi. Skoti nokkur skrifaði ritstjóra tímarits og skýrði honum frá því, að ef hann hætti ekki að prenta Skotasögur í blaðinu þá myndi hann hætta að fá blaðið lánað til lesturs. ★ Sögupróf stóð yfir í mentaskóla nokkrum. Kennarinn kallaði á þann, sem næstur honum stóð og byrjaði að yfirheyra hann. — Hvenær var frelsisskráin mikla undirrituð? Ekkert svar. — Hvenær dó Hinrik VIII.? Ekkert svar. — Hvar voruð þjer á föstudags- kvöld? — Jeg sat að drykkju með nokkrum fjelögum mínum. — Hvernig dettur yður í hug að. þjer getið náð prófi hjer ef þjer liggið í óreglu. — Mjer hefir aldrei komið það til hugar. Jeg kom til að gera við rafmagnsleiðslur hjer í skólanum. Cecil B. De Mille Framh. af bls. 275. varð nú milli De Mille’s og Para- mount. Loksins gekk De Mille úr fjelaginu og starfrækti sitt eigið kvikmyndafjelag í 7 ár. A því tímabili tók hann þá mynd, sem honum fannst mest um vert allra sinna mynda, en það var „Konungur konunganna“. Sú kvik mynd er byggð yfir líf Krists. H. B. Warner ljek hlutverk Krists í þessari mynd. Ilann átti ekki sjö dagana sæla mánuðina áður en byrjað var að taka mynd- ina. Hann mátti ekki stunda næt- urklúbbana, ekki reykja, ekki drekka og ekki fara í boð, meðan hanu var að setja sig inn hlutverk sitt. En mest var Warner hissa á því, hvernig De Mille gat bölvað leik hans án þess að glata lotningu sinni fyrir frelsaranum. ★ De Mille var 48 ára gamall, þegar talmyndir komu til sög- unnar. Þá fór nú að hlakka í ó- vinum hans. Þeir hjeldu að tal- myndirnar myndu ríða honum að fullu. Síðan eru nú liðin 13 ár, en enn hefir þessum óvinum De Mille’s ekki orðið að ósk sinni. Ein nýj- asta mynd De Milles, „Reap the Wild Wind“ var sýnd í fimm vik- ur samfleytt í Radio City Music Ilall í New Ýork. ★ De Mille hefir nú hærri laun en nokkur annar kvikmyndastjóri í heiminum. En liann sjer líka um skemtiskrá, sem útvarpað er frá „Lux“ útvarpsstöðinni á hverju mánudagskvöldi, og hefir hærri laun og er vinsælli en nokkur mað- ur annar, sem í útvarp skemmtir. De Mille hefir mikið yndi af jurtum og dýfum og sýnir þeim meiri nærgætni en mönnunum. Það var því ekki að furða, að leikkonan fræga, Paulette God- dard skyldi segja rjett áður en hún átti að byrja að leika í mynd, sem Mille stjórnaði: „Jeg vildi óska þess, að jeg væri eiturnaðra, því að þá myndi De Mille vera svolítil betri vil mig“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.