Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 279 Hádegisverðurinn Smdsaga eftir Somerset Maugham Jeg sá hana í leikhúsinu. Það var langt síðan jeg hafði sjeð hana, og jeg hefði eflaust ekki þekkt hana aftur, ef jeg hefði ekki heyrt mann, sem sat rjett hjá mjer nefna nafn hennar. — Hún ávarpaði mig glaðlega. „Nú er orðið langt síðan við hitt- umst. En hvað tíminn flýgur á- fram. Við höfum hvorugt okkar yngst með árunum. Manstu þegar við hittumst fyrst? Þú bauðst mjer til hádegisverðar“. Hvort jeg mundi! Það var fyrir tuttugu árum síð- an, meðan jeg bjó í París. Jeg bjó í lítilli íbúð í ódýru hverfi, og hafði rjett nóga peninga til þess að drága fram lfið. Ilún hafði lesið bók eftir mig og skrifað mér álit sitt á henni. Jeg svaraði brjefinu, og þakkaði henni fyrir. Skömmu seinna fjekk jeg annað brjef frá henni, þar sem hún sagði að hún ætti leið gegnum París, og hún vildi gjarnan fá tækifæri til þess að tala við mig. En tími hennar var takmarkaður, og eina frístundin hennar væri um hádegisbilið, næstkomandi fimtu- dag. Myndi jeg ekki vilja borða með henni hádegisverð á Foyot- hótelinu? Foyot var hótel, þar sem öld- ungadeildarmennirnir snæddu há- degisverðinn sinn. Jeg hafði alls ekki efni á því að bjóða henni þangað. En jeg var upp með mjer, og of ungur til þess að geta neit- að kvenmanni um nokkurn hlut. Jeg átti áttatíu franka — en þeir áttu líka að endast mjer út mánuðinn. Venjulegur hádegisverð ur myndi ekki kosta meira en fimmtán franka. Ef jeg þá drykki ekkert kaffi það sem eftir væri mánaðarins, myndi jeg geta lifað sæmilegu lífi. Jeg skrifaði henni aftur og sagði henni, að mjer væri sönn ánægja í því að hitta hana á Foyot, klukkan hálf eitt á fimtu- daginn. Hún var ekki eins ung og jeg hafði búist við, og útlit hennar var að vissu leyti eftirtektarvert — en ekki að sama skapi aðlað- andi. Satt að segja var hún kona á fertugs aldri (töfrandi aldvir að vísu — en þó hefir hann ekki svo mjög djúptæk áhrif á menn við fyrstu sýn). Mjer fanst hálfpart- inn að hún hefði meira af stórum jöfnum hvítum tönnum, en hún nauðsynlega myndi þurfa á að halda. Hún var málgefin, en þai eð aðal umræðuefni hennar var jeg sjálfur, hlustaði jeg með at- hygli á hana. Mjer brá, þegar jeg sá matseð- ilinn, því að verðið var svo miklu hærrá, en jeg hafði búist við. En hún huggaði mig — óafvitandi þó! „Jeg borða aldrei neinn hádeg- isverð“, sagði hún. „Segðu þetta ekki“, svaraði jeg gestrisinn. „Jeg borða aldrei nema einn rjett. Mjer finst nútíma kynslóð . borða alt of mikið. Mjer þætti gaman að vita, hvort þeir hafa nokkurn lax lijerna“. Jæja! Laxveiðitíminn var ekki kominn, og hann stóð ekki á mat- seðlinum, en jeg spurði þjóninn að því hvort hann væri til. Ó, já, þeir voru nýbíinir að fá einn, þann fyrsta á árinu." Jeg bað um hann handa gesti mínum. Yeitingaþjónninn spurði hana hvort hún vildi ekki fá eitthvað meðan verið væri að sjóða laxinn. „Nei“, svaraði hún. „Jeg borða aldrei nema eina tegund, nema ef þér ættuð dálítið af styrjuhrogn- um. Jeg hefði ekkert á móti styrju hrognum“. Jeg varð gagntekinn af skelf- ingu. Jeg vissi nógu vel, að jeg hafði ekki efni á því að kaupa styrjuhrogn — en jeg gat auðvit- að ekki skýrt henni frá því. Jeg bað veitingamanninn fyrir alla muni að koma með styrjuhrogn. Handa sjálfum mjer valdi jeg ódýrasta rjettinn á matseðlinum — nautasteik. „Jeg held, að þú gerir rangt í því að borða kjöt“, sagði hún. „Jeg skil ekki, hvernig þú hefir hugsað þjer að geta unnið eftir að þú hefir troðið í þig eins tormeltri fæðu og nautasteik. Jeg lief óbeit á því að borða of mikið“. Næsta vandamálið var drykkur- inn með matnum. „Jeg drekk aldrei neitt með há- degisverðinum“, sagði hún. „Ekki jeg heldur!“ svaraði jeg ljettur á brúnina. „Nema hvítvín" hjelt hún áfram, eins og ekkert hefði 1 skorist. „Frönsku hvítvínin eru sVo ljett. Þau eru meltingunni hreint og beint nauðsynleg11. „Hvaða tegund viltu?“ spurði jeg — gestrisinn að vísu — en ef til vill dálítið þungur á brúnina. Hún brosti blítt til mín. „Læknirinn minn bannar mjer öll vín nema kampavíu". Jeg býst við að jeg liafi föln- að. Jeg bað um hálfa flösku. Um leið ympraði jeg á því við hana, að læknirinn minn hefði ráðið mjer eindregið frá því að drekka kampa vín, „Hvað ætlarðu þá að drekka?“ spurði hún. „Vatn“. Hiin át laxinn og hún át styrju- hrognin. Hún talaði án afláts um listir, bókmenntir og hljómlist. En jeg braut heilann um það hvað reikningurinn myndi verða hár. Þegar nautasteikin mín var kom- in á borðið tók hún mig alvar- lega til bæna. „Jeg sje að þú leggur það í vana þinn að borða tormeltan hádegis- verð. Það er eflaust miskilningur. Hvers vegna ferðu ekki að mínum ráðum og borðar aðeins einn rjett. Jeg er viss um að þjer líður miklu betur á eftir“. „Jeg ætla aðeins að borða einn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.