Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1942, Blaðsíða 8
280 LESBÓK MORGUNBLAÐSlNtí rjett sagði jeg, þegar þjónninii kora aftur með matseðilinn. Hún bandaði honum einnig frá sjer. „Nei, nei! Jeg borða aldrei neinn hádegisverð. Aðeins einn munn- bita. Mig langar aldrei í meira. Jeg borða hádegisverð mestmegnis fyrir siðasakir. Mjer er ómögulegt að borða meira, nema þeir hefðu eitthvað til af risasperglum. Mjer myndi þykja leiðinlegt að yfirgefa París án þess að hafa bragðað þá. Hjartað í mjer færðist niður á við. Jeg hafði sjeð þá í búðar. gluggum, og vissi því, að þeir voru hræðilega dýrir. Það hafði oft komið vatn fram í munninn á mjer við það að horfa á þá. „Ungfrúna langaði til að vita hvort þér hefðuð til nokkra risa- spergla“, sagði jeg við veitinga- þjóninn. Jeg óskaði þess af öllu hjarta að hann svaraði þessu neitandi. En svo var því miður ekki. — Ánægjubros færðist yfir feitlagið munkslegt anlit hans. Hann full- vissaði mig um, að það væri nóg til af þeim, geysistórum og unaðs- lega meyrum. „Jeg er eiginlega alls ekki svöng en fyrst þú endilega vilt, þá hef jeg ekkert á móti nokkrum spergl- um“. Jeg pantaði sperglana. „Ætlar þú ekki að fá neina handa sjálfum þjer“? spurði liún. „Nei, jeg borða aldrei spergla“. „Jeg vissi að sumu fólki geðj- ast ekki að sperglum, en engu að síður eru þeir hollir. Jeg er viss um að þú gereyðileggur heilsu þína og vaxtarlag með öllu þessu kjötáti. Við biðum meðan verið var að sjóða sperglana. Jeg var gagntekinn af örvænt- ingu. Vandamálið var ekki leng- ur, hvað jeg mundi eiga mikla peninga, það sem eftir væri mán- aðarins, heldur hvort jeg ætti nóga peninga til þess að borga reikninginn. I>að myndi Vera nið- urlægjandi, ef mig t. d. vantaði 10 franka og sæi mig tilneyddan til þess að fá þá lánaða hjá henni. Jeg myndi aldrei geta fengið mig til þess. Að síðustu tók jeg þá ákvörðun, að ef reikningurinn yrði hærri en svo, að jeg gæti borgað hann, myndi jeg reka upp ógurlegt óp og segja að jeg hefði verið rænd- ur. Annars var eþki um annað að ræða en borga reikninginn með því sem jeg hafði og skilja eftir úrið mitt að veði, þangað til jeg gæti borgað afganginn. Sperglarnir voru bornir á borð. Þeir voru gríðar stórir og girnilegir. Ilmurinn af bræddu smjörinu kitlaði mig í nefið. Jeg horfði á bannsettan kvenmanninn kyngja græðgislega stórum munn- bitum af þeim. Jeg var öskureiður innbyrðis, en talaði þó kurteislega við hana um ástandið á Balkan- skaga. Loksins var hún búin með þá. „Kaffi?“ spurði jeg. „Jú takk, aðeins kaffi og rjóma- ís“, svaraði hún. Jeg var orðinn alveg kærulaus, svo að jeg bað um kaffi handa mjer, og kaffi og rjómaís handa henni. „Jeg skal segja þjer nokkuð“, sagði hún. „Það er álit mitt, að mönnum beri ætíð að standa upp frá borðum með það á tilfinning- unni, að þeir geti borðað meira“. „Ertu ennþá svöngf' spurði jeg dauflega. „Nei, nei, jeg er ekkert svöng, því að jeg borða aldrei neinn há- degisverð. Jeg drekk einn bolla af kaffi á morgnanna og síðan miðdegisverð, en aldrei nema einn rjett til hádegisverðar. Jeg var að hugsa um þig“. „Nú, þá fer jeg að skilja“, sagði jeg. Síðan skeði það hræðilegasta! Meðan við biðum eftir kaffinu kom veitingaþjónninn allur upp- ljómaður af ánægju með fulla körfu af risastórum ferskjum. Þær höfðu á sjer roða saklausrar stúlku, og litblæ ítalsks landslags. En uppskerutími ferskjanna var ekki kominn. Hamingjan mátti vita hvað þær kostuðu. En jeg komst brátt að raun um það, því að gestur minn tók eina, og snæddi hana með bestu lyst. „Sjáðu til“, sagði hún, „þú ert búinn að fylla á þjer magann af kjöti (þessi eina vesæla nautakjöts sneið!) og getur því ekki borð- að meira, en jeg? Jeg hef ekki nema rjett nartað í mat, svo að jeg hefi góða lyst á ferskju“. Reikningurinn kom, og jeg hafði rjett nóg til þess að borga hann og gefa dálítið þjórfje. Hún horfði stundarkorn á þrjá franka, sem jeg fjekk þjóninum, og jeg sá það á henni, að henni þótti jeg nískur. En þegar jeg gekk út úr veitingahúsinu, átti jeg heilan mánuð framundan mjer en ekki einn einasta eyri í vas- anum. „Farðu að ráðum mínum“, sagði hún, þegar við kvöddumst, „borð- aðu aldrei nema einn rjett til há- degisverðar“. „Jeg mun ganga ennþá lengra en það!“ sagði jeg. „Jeg ætla ekki heldur að borða neinn miðdegis- verð í dag. „Gárungi", kallaði hún glaðlega, um leið og hún stökk inn í leigu- vagn, „þú ert hreinasti gárungi!“ En stund hefndarinnar er kom- in. Jeg er að jafnaði ekki hefni- gjarn maður, en þegar hinir ó- dauðlegu guðir taka málið í sín- ar hendur og hefna fyrir smælingj ann, þá finst mjer afsakanlegt að horfa á það með ánægju. Nú vegur hún 210 pund. Rödd í símanum: Læknir, eruð það þjer? Konan mín fór úr kjálka liðnum. Gætuð þjer komið ein- hverntíma í næstu viku til að líta á hana? ★ — Jósep ! Jósep ! — Já, mamma. — Ertu að spýta í gullfiska- skálina? — Nei, mamma, en jeg er kom- inn ansi nálægt he'nni. ★ Flækingur: Jeg vildi að jeg ætti milljón krónur. Þá skyldi jeg kaupa mjer lystiskip og fara í ferðalag umhverfis jörðina. Annar flækingur: Mundir þú bjóða mjer með þjer? — Ertu vitlaus. Úr því þú ert svo latur að þú nennir ekki að óska þjer, þá getur þú verið verið heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.