Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 1
hék 30. tölublað. J5llcr0MttWaJ&!ste# Sunnudagur 13. september 1942. XVII. árgangur. iimiii nr irti ii ti i M111! 1111 ii inii........ Árni Óla: 111 ii 11111 ii ii 11111 ii i ¦ i........iinilllllr Sjómannaheimili Siglufjarðar \ 7 íðs vegar um land, þar sem nú ¥ er lítil eða engin bygð, má með sjó fram sjá grænar tættur og mannvirki. Það eru leifar af ver unum, þar sem sjómenn söfnuðust forðum saman iir öllum áttum, og stunduðu iitræði um vertíðar. Nú ríkir. þarna víðast þöglin ein, en það fór heldur ófagurt orð aí' líferni vermanna hjer áður. Al- kunnugt er máltækið | „Allir eru ógiftir í verinu", en þar ríkti eigi aðeins lausung, heldur margskon- ar slark, óregla og ófriður. Eru enn á lofti sögur af framferði manna í ýmsum stöðum, svo sem undir Jökli og í Kambstúni í Suðursveit. Sjómönnum er hættara við því heldur en öðrum, að gefa lífinu lausan tauminn og mun ástæðuna að rekja'til sálarlífs þeirra, sem mótast af erfiði og lífsháska, og oft og tíðum illri aðbúð. En sjómenn eru ekki ver innrættir heldur en aðrir menn, nema síður sje. Þeir eru næmari heldur en aðrir menn fyrir öllum áhrifum, bæði vondum og góðum. Á fyrri öldum var ekki verið að hugsa um þetta, og vegna einstæðings- skapar og illrar aðbúðar, gætti hinna óhollu áhrifa mest í verun- um, og því fór sem fór. Nú eru verstöðvar íslands með öðrum hætti en áður voru þær. Þó eiga þær það sammerkt SjómannaheimiliS. við gömlu verin, að það er alls staðar hægara fyrir sjómenn að verða fyrir óhollum áhrifum, held ur en góðum áhrifum. Þeir eru enn víðast hvar einstæðingar, sem ört geð og freistingar leiða út í að gera „hið vonda, sem þeir vilja ekki". Þeir eiga ekki hvíldarstað og ekki heimili, þegar þeir koma þreyttir á sál og líkama úr sjó- volki. Frístundir þeirra verða þeim vandræðatímar, sem þeir vita ekki hvað þeir eiga við að gera, og leiðast þeir þá oft út í það, er þeir mundu sjálfir síst kjósa. — Þessir menn, isem þjjóðfjelagið á svo mikið að þakka, eru eins og útlagar i sínu eigin föðurlandi, vegna þess að þjóðfjelagið segir sem svo við þá i „Sjái hver um sig — jeg sje um mig". Hugul- semi í garð þessara manna meðan þeir eru í verinu, gætir ekki hjá hinu opinbera og víst ekki nema að litlu leyti hjá vinnuveitendum. — Það hefir skort hinn næma skiln- ing, sem sýnir oss að sjómennirnir eru ekki vinnuvjelar heldur menn, með mannlegum tilhneygingum og tilfinningum. Menn, sem geta tek- ið undir þessa sjá.fslýsingu: Jeg er eins og veröld vill velta, kátur, hljóður, þegar við mig er hún ill ekki' er jeg heldur góður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.