Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 2
282 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lesstofa. Siglufjörður er nú stærsta ver- stöð þessa lands. Á hverju sumri eru þar mörg hundruð eða þúsundir aðkomufólks, aðallega sjómenn. Af lífinu á Siglufirði fara ófagrar sögur, eins og af líf- inu í gömlu verstöðunum. Og þótt þær sje margar ýktar og ósann- ar, þá er það á allra vitorði, sem nokkuð til þekkja, að öfugstreymi hefir verið í lífinu þar, vegna þess að aðkomufólkið og þá sjer- staklega sjómennirnir, höfðu ekki að öðru að hverfa í tómstundum en því, sem glapti þá til þess að láta sem mest af höndum af því fje, sem þeir unnu sjer inn með lífshættu og súrum sveita. Nú er þó orðin breyting á þessu síðan „Sjómanna- og Gestaheimili Siglufjarðar“ tók til starfa. Er það svo þörf og merkileg stofnun, að hún á það skilið að verða alþjóð kunn. T1 eimili þetta stofnaði Góð- templarastúkan „Pramsókn“ nr. 187, og tók það til starfa 23. júlí 1939, og hefir nú starfað í fjögur sumur. Keypti stúkan til þess samkomuhús kvenfjelagsins „Von“ og hefir síðan stækkað það mikið. í skýrslu, sem gefin hefir verið út um starfsemi heimilisins, er til- gangi þess þannig lýst: „Tilgangurinn með stofnun Sjó mannaheimilisins er fyrst og fremst sá, að sjómenn og verka- fólk, sem hjer dvelur yfir síldveiði tímann, geti átt þar athvarf í frí- stundum sínum og komið þangað sjer til gagns og ánægju, og not- ið þar aðstoðar og leiðbeiningar, sem það kann að þurfa“. Hvernig hefir svo þetta tekist? Þannig, að það hefir orðið stjórn' endum fyrirtækisins til sóma og mikillar ánægju, sjómönnúm til ómetanlegs gagns og gleði, og þjóðfjelaginu hefir það reynst hin þarfasta stofnun. Er þetta viður- kent af öllum, sem til þekkja, og má best sjá það á því, að heimilið er styrkt bæði af ríki og Siglu- fjarðarkaupstað, en sjómenn og út útgerðarmenn senda því gjafir að lokinni hverri vertíð sem þakklæt isvott. Auk þess hefir Stórstúka íslands styrkt það fjárhagslega á hverju ári. Vinsældir heimilisins hafa farið vaxandi með ári hverju, og hróður þess aukist. Má þar til dæmis nefna að Jóhann Þ. Jóseps- son alþingismaður bar ótilkvadd- ur fram tillögu um það í Síldar- útvegsnefnd í sumar, að nefndin veitti heimilinu 1000 króna styrk og var það samþykt með öllum at- kvæðum. —< Ljet Jóhann svo um mælt, er hann bar þessa tillögu fram, að hann hefði skoðað heimil- ið og væri þar öll umgengni og aðbúð sjómönnum og gestum til handa hin mesta fyrirmynd. — Jafnframt tók hann fram, að hann ætti ekki aðra ósk betri sjömönn- um til handa, en þá, að þeir lærðu að meta heimilið sem yert væri. Jóhann Þ. Jósefsson þekkir vel líf og kjör sjómanna og þessi um- mæli hans um heimilið,. og skiln- ingur á starfsemi þess, er meira virði heklur en hól margra annara. \ kunnugum mun nú þekja fróð legt að fá að heyra á hvern hátt heimilið starfar til þess að ná tilgangi sínum. Og upplýsingar um það gæti komið að gagni og orðið til leiðbeiningar fyrir þá, sem hug hefði á því að koma á fót samskonar heimilum í öðrum ver- stöðum hjer á landi. Skal nú stuttlega frá því skýrt: Starfsemi heimilisins Heimilið hefir starfað 2—3 mán- uði á hverju sumri og er opið á hverjum degi frá kl. 9 á morgn- ana til kl. 10*4 á kvöldin. Öllum, er fylgja settum reglum um hátt- prýði og siðsemi er frjáls aðgang- ur að heimilinu. Ilefir jafnan verið lögð rík áhersla á reglusemi og góða umgengni. Og það má segja íslenskri sjómannastjett til sóma, að það hefir verið auðvelt fyrir starfsfólk heimilisins að fylgja sett um reglum í því efni, því að und- antekningarlaust hafa sjómenn, sem koma á heimilið, sýnt prýði- lega umgengni, svo að vart verður á betra kosið. Hafa á hverju súmri 3—1000 gestir skráð nöfn sín í gestabók heimilisins, en auk þess komið þar fjöldi gesta, sem ekki skráði nöfn sín. Eru þetta menn úr öllum sýslum landsins. Lesstofa. Niðri í suðurenda húss ins er stór stofa, þar sem gestum er ætlað að sitja við lestur og skriftir. Er þar geymt bókasafn heimilisins, rúm 500 bindi, og þar liggja frammi flest blöð og tíma- rit, sem út eru gefin á landinu. Bókasafninu var í öndverðu komið upp með fjársöfnun meðal sjó- manna, en margir aðrir hafa gefið þangað bækur. Þær bækur, sem keyptar hafa verið, hafa verið valdar þannig, að þær gæti orðið bæði til fróðleiks og skémtunar. Flestar eru bækurnar á íslensku, en þó nokkrar á erlendum málum. Utgefendur blaða og tímarita hafa sýnt heimilinu þá velvild að senda því blöð sín og tímarit ókeypis, og hefir það haft mjög mikla þýð- ingu, og er vel þakkað. Brjefaskriftir. Fjöldi sjómanna kemur í heimilið til þess að skrifa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.