Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 287 frá við ylinn af hörnndinu, en fraus að utan, svo að þykk klaka- húð lagðist á andlit þeirra. Þeir voru líka orðnir þreyttir mjög, þegar þeir töldu sig komna út fyrir snjóflóðasvæðið. Þar sett- ust þeir niður, undir stóran stein, til að hvíla sig og til þess að hreinsa klakahúðina frá vitum sjer. En því var nú ver, að þeir voru ekki komnir" út fyrir snjó- flóðasvæðið. — Meðan þeir sátu þarna, skall yfir þá mikil og þung snjóskriða. í annað sinn á skömm- um tíma runnu þeir með flóðinu á sjó út og færðust í kaf. Bar nú báða lengra út en í hið fyrra skiftið, og vissi hvorugur gjörla, hvernig þeir komust aftur til lands. Líklegt er, að þeir hafi flotið betur, sökum þess að fötin voru stokkfreðin, og brimið því átt hægara með að skola þeim á land. En þegar þeir fundust aftur í fjörunni, kom í ljós, að nú höfðu báðir mist af sjer byssurnar, sem voru þó spentar fastar á þá, með leðurólum. Þorlákur hafði auk þess mist skinnhúfuna, skóna a£ fótum sjer og vetlingana af hönd- unum. Áfram iirðu þeir samt að halda, því að kyrseta var sama og dauði, úr því sem nú var komið. Ilægt og sígandi brutust þeir enn áfram á móti bvlnum. Síðast urðu þeir að skríða við og við. Klukkan að ganga sex um kvöldið náðu þeir innstu verbúð- inni í Höfpunum. Höfðu þeir þá verið rúmar fimm klukkustundir að berjast við að komast þá leið, sem er tæpur klukkustundar gang ur fram og til baka í góðu færi. Vermennirnir höfðu skotið loku fyrir hurðina að innan. Þeim fanst ekki fært út fyrir dyr, sem heldur ekki var. Þeir bræður reyndu nú að knýja dyra. Kom þá einhver fram, skaut loku frá og opnaði lítið eitt. Varð honum bilt við og skelti aftur hurðinni. Geklc þá fram annar af vermönnum, lauk sá upp og kippti þeim bræðrum inn fyrir. Síðan lokaði hann skjót lega, því að kaldan gust lagði um alla búðina, meðan opið var. Ver- manni þeim, er fyrr hafði til dyra gengið, var nokkur vorkunn, þótt honum sýndust þar ófreskjur ein- ar úti fyrir, en eigi mennskir menn. Báðir voru þeir bræður nú hin- ir ferlegustu ásýndum, fannbarnir frá hvirfli til ilja, með klakahúð yfir alt andlitið og fötin öll stokk- frosin. Og á Þorláki, sem var ber- höfðaður, náði klakahettan frá hvirfli og sljett á axlir niður. Vermennirnir veittu þeim bræðr um alla aðhlynningu, sem hægt var að láta í tje. Innan stundar voru þeir háttaðir ofan í rúm og falln- ir í fastan svefn. Þreyttur líkam- inn krafðist hvíldar. — Fast og draumlaust sváfu þeir alla nótt- ina, en í birtingu morguninn eft- ir vöknuðu þeir og gáðu til veðurs. Var þá hríðinni ljett og veðrinu slotað. Himininn var heiðskír, en brim var enn mikið. Klæddust þeir bræður nú í flýti. Vermennirnir vöknuðu og báðu þá hvílast leng- ur, en þeim hjeldu engin bönd. Nú var háf jara, og þeir vildu kom ast sem allra fyrst á staðinn, þar sem síðara snjóflóðið tók þá út, daginn áður. Þeir ætluðu að leita að byssunum, því að þær voru langdýrustu gripirnir sem þeir áttu til í eigu sinni. Þeir þökkuðu því vermönnunum veittan greiða og lögðu síðan á stað inn með hlíðinni. Þegar þeir komu þar að, sem snjóskriðan hafði fallið fram, gengu þeir á fremstu flúðir og svipuðust um. Eftir alllanga leit tókst þeim að finna báðar byssurnar. Þær voru óbrotnar, en þurfa myndu þær ærlega hreinsun og smurn- ingu, að hægt yrði að skjóta úr þeim næst. En bræðurnir höfðu engar áhyggjur út af því. Þeir kunnu jafn vel að hirða verkfæri sín og að nota þau í veiðiferðum. Glaðir í skapi slöngvuðu þeir sjóblautum tvíhleypunum um öxl og gengu IjettStígir inn Súða- víkurhlíð. Ekkert varð þeim meint af svaðilförinni daginn áður. — Eftir nokkra daga voru þeir aft- ur farnir að liggja úti um nætur, fyrir tófum. Þetta voru hraustir veiðimenn. Þorlákur Guðmundsson sagði mjer þessa sögu sjálfur, seint í ágúst 1942, þá var hann að verða 65 ára. Og enn þá fer hann í svona útilegur um kaldar og dimm ar vetrarnætur, ef hann hefir einhverja von um að fá tófu í skotfæri. P AP E Y Framh. af bls. 285. skyldu, en þann veg leist mjer á hana að með jafnmiklum rjetti mætti halda því fram að þar gætu 3—5 fjölskyldur lifað ágætu lífi, ef aukin væri ræktunin og væri þó mikið beitiland. Við skulun^vona að þar megi bygð haldast lengi enn, á þessum friðsæla fagra stað, sem er ef til vill sá bletturinn sem einna fyrstur hefir verið í bygð á landi hjer. Mjer þótti mikitS vænt um að fá að koma í eyna á meðan Gí§li bóndi var þar og hans heim- ili og mjer virðist hann bera ald- urinn svo vel að vænta má að hann endist nokkuð enn þótt aldraður sje. Og meðan hann er þar er Papey höfuðból og höfðingjasetur. Föstudagskvöldið 7. ágúst kom svo afkomandi Hjörleifs sterka með „trilluna“ að sækja okkur. Kvöddum við húsráðendur með þökk í huga fyrir ágætar viðtökur og góða daga! Ylgja var heldur meiri í sjó en þegar við komum og þokan var þjett og grá. Við fór- um milli eyjarinnar og hólmanna, fuglinu gargaði í eyru okkar og við nutum enn fegurðar eyjarinn- ar Qokkra stund. Svo sáum við ekkert annað en þokuna. Veður var orðið heldur hráslagalegt. — Innan skamms sáum við Skor- beinssker til hægri handar, við vorum þá á rjettri leið, í Skor- leinsál. Svo fór að sjást til skerja og grænna hólma út af Djúpavogi, * en þangað komum við eftir rúm- lega klukkustundar ferð frá eyju Papanna írsku. Þá var að byrja^ að rigna. „Hann“ var genginn í ótíð þá sem stendur yfir enn. Skoti nokkur kom í banka og bað um að fá að tala við yfir- bankastjórann. — Iiafið þjer nafnspjald, herra minn? spurði afgreiðslumaðurinn. — Já,v svaraði Skotinn, en eruð þjer hreinn um hendurnar? Jeg þarf að fá nafnspjaldið mitt aft- ur, skal jeg segja yður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.