Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 1
JföicrgMMblaðsine 31. tölublað. Sunnudagur 20. september 1942. XVTI. árgangur. ... m. r r Arni O/a: H ÚSAVÍ K HÚSAVÍK stendur austan megin Skjálfandaflóa, ekki langt frá botni hans. Er þar all- stór og sljett kvos .umgirt liæðum og hálsum á þrjá vegu, og í suð- austri gnæfir Húsavíkurfjall, hátt og litauðugt yfir bygðina. í fjall- inu eru skriður miklar, alt ofan frá brún víðast hvar, en milli þeirra teygist gróður upp eftir fjallshlíðinni og er tilsýndar eins og grænar greinar með laufskrúði á ljósgulum, rauðleitum og gráum grunni. 'Gæti hinar högu sauma- nunnur þorpsins fengið þar fagra fyrirmynd að litsaum eða flosi í dúka. Norðan við þorpið er Húsavíkur- höfði, hár nokkuð, og skagar fram í sjóinn, svo að sunnan við hann myndast víkin, sem þorpið dregur nafn af. Eru þarna alls staðar háir bakkar með sjónum, svo að þegar komið er á höfnina sýnist þorpið standa hátt. Bygð var óregluleg á Húsavík til skamms tíma, en það, sem nú byggist, alt skipulegra. Engar götur hafa nöfn, en hvert hús er nefnt sínu nafni og er það nægi- legt, þar sem hver maður þekkir hvert einasta hús og hvern ein- asta mann. Eftir endilöngu þorp- inu liggur ein gata, að vísu ekki bein, en í beinu framhaldi af þjóð- veginum frá Akureyri, og fram- hald hennar er vegurinn út á Tjörne*. Suðvestan undir Húsavíkur- fjalli er djúpt og fagurt vatn, sem Botnsvatn nefnist. Kemur úr því á, sem Búðará heitir og renn- ur í gegn um þorpið. Fyrir sunn- an ána kallaðist bygðin Stangar- bakki. Miðbik bæjarins var í venjulegu tali nefnt „plássið“ eða „Yerslunarplássið“. En norðan við það, þar sem Höfðinn byrjar, heit- ir Beinabakki. Bygð er ennfrem- ur upp með Búðaránni báðum megin og eins meðfram brekkun- um fyrir ofan kvosina, en þar á milli er alt ræktað. Húsavík er sviphýr staður yfir að líta. Á vel við hann lýsing skáldkonunnar Huldu: Hjer er frítt þótt skorti skóg og skjól sje lítt. Kvöldskin hlýtt við hafið nóg og hugrúm vítt» Útsýn úr sjálfu þorpinu er ekki mikil, en mjög fögur af Ilöfðan um. Sjer þar yfir allan flóann og inn í Aðaldal. í vestri gnæfa Víknafjöllin, há' og tignarleg, í bláum feldi með hvítum fanna- kniplingum, og speglast í sjónum. í þeirri speglan má líta grænan blett, sem er eins og fleki, er flýt- ur á hafinu. Það er Flatey. En í hafi rís Grímsey og gnæfir hátt þegar gott skygni og hyllingar eru. Til hægri sjest Tjörnesið út að Sandhólum. Skaga þar fram Síldarvinna á steinpallinum í fjörunni. Uppi á bakkanum gnæfir kirkjan hátt yfir bygðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.