Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 2
290 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Samkomuhúsið. Barnaskólinn. tveir höfðar, Bakkahöfði og Hjeð- inshöfði, en út af þeim rís Lund- ey úr djúpi, lítil ummáls og sæ- brött með grænum kolli, ekki óá- þekk Geirshólma í Hvalfirði. Þar sem lengst sjer út með nesinu, gnæfir Sandhólakerlingin upp úr sjó, og er eins og hún hafi vaðið fram í sjóinn og standi þar á verði. Þar skamt fyrir innan er Hallbjarnarstaðakambur, sem frægur er fyrir-skeljalög þau, er þar finnast. Og þar fyrir innan eru kolanámurnar (Hringvers og Tungunámur) framan í sjávar- bakkanum. Pað eru ekki mörg kauptún hjer á landi, sem jafnast á við Húsavík um náttúrufegurð. Mannshöndin hefir hjálpað þar mikið til, því að túnrækt er meiri á Húsavík en í nokkru öðru kaup- túni. Er það fögur sjón á sumar- degi að horfa yfir hinar skrúð- grænu og víðfeðma gróðurlendur, sem skapaðar hafa verið úr mýr- um, móum og melum. Þarna hygg jeg vera hið stærsta samfelt tún, sem til er á landinu, að vísu í mörgum skákum og margra manna eign. Túnið nær ekki aðeins yfir alla kvosina, heldur yfir allan Höfðann, hátt upp í brekkur að austan og sunnan og alla leið fram undir Þorvaldsstaði.*) Er það svo •) Þorvaldsstaðir munu kendir við Þorvald Magnússon prests í Húsavík, d. 1743. Var hann talinn skáld gott og eftir hann eru 2 sálmar í sálmabókinni, og er hann að því leyti frægastur allra leikmanna á þeirri öld. víðlent, að ekki fer meira fyrir kaupstaðarhúsunum á því tiltölu- lega, heldur en fer fyrir bygg- ingum á sveitarbæ, þar sem vel er hýst og mörg fjárhús og gripa- hús í túni. Jeg hygg, að Reykja- vík mundi komast Tyrir innan endimarka hins ræktaða lands á Húsavík. Hvernig stendur nú á þessari miklu nýrækt? Það er saga að segja frá því. C' rá upphafi hafa Ilúsvíkingar *■ verið mestu sægarpar og sótt sjóinn af kappi, bæði vetur og sumar. A fiski lifðu þeir mest, eins og aðrir, sem í kauptúnum hafa búið. En á vorin, þegar engan fisk var að fá, reru þeir í sel. Var þá oft mikið um vöðusel í Flóan- um, og voru margir Húsvíkingar annálaðar selaskyttur. En jafn- framt sjósókninni stunduðu þeir ofurlítið landbiínað, höfðu kýr og kindur, og sumir jafnvel geitur. Allur var þó búskapurinn í frem- ur smáum stfl, og meir stundaður af nauðsyn en hinu, að hann væri arðsamur. Fiskimið eru góð í Flóanum og barst oft mikið að. Var gert að fiskinum niðri í fjöru og flatti málsfiskurinn lagður inn hjá kaupmanni. En slógi öllu var fleygt, dálkum og jafnvel haus- um. Var oft kös af þessu í fjör- unni og hinn mesti óþrifnaður að í sumarhitum úldnaði slógið niður og lagði pestina af því upp í þorpið. Það munu nú vera eitthvað um 20 ár síðan að Húsvíkingar sáu, að þessi sóðaskapur var þeim ekki samboðinn nje bygðarlagi þeirra. Þá voru sett ílát niður í fjöru og öllum boðið að fleygja öllu slógi í þau. Þessu hlýddu menn fúslega. Síðan var slógið hirt og til þess að gera eitthvað við það, var það notað til áburðar. Og nú brá svo við, að augu Hús- víkinga opnuðust fyrir því, að þarna í fjörunni höfðu þeir um áratugi og aldir átt gullnámu, sem engum hafði komið til hugar að hagnýta. Fiskslógið var gulls ígildi. Með því var hægt að breyta melum og óræktar móum í gras- gefin og fögur tún. Síðan hefir engum fiskúrgangi. verið fleygt á Húsavík. Allur hef- ir hann verið notaður til ræktun- ar. Og það er undirstaðan að hinni miklu túnrækt þar. Árið 1912 var Húsavík gerð að sjerstöku hreppsfjelagi; hafði áð- ur verið í Tjörneshreppk Er fróð- legt að bera saman búskapinn nú og þá, og sjá hverjar framfarir hafa orðið í sambandi við rækt- unina. Sá samanburður er þannig: 1912 1941 Nautgripir 39 138 Hestar 23 23 Sauðfje 984 1733 Töðufall (hestar) 1070 G795 Kartöflur (tn.) 71/2 844 Rófur (tn.) 9Vé 50 Þá athugasemd þarf að gera við nautgriparæktina og tölufall- ið, að kúahagar hafa altaf verið litiir og ljelegir á Húsavík. Og eftir því sem kúnum fjölgaði varð auðvitað æ þrengra fyrir dyrum. Og nú er svo komið, að margir láta kýr sínar ganga á ræktuðu landi, túni, alt sumarið, og þess vegna gefur töðufallið ekki rjetta hugmvnd um það, hvað ræktunin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.