Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGfUNBLAÐSINS 291 Gamla prestsetrið Húsavík. Spítalinn. er mikil, þar sem mikið af túnun- um fer til jbeitar. Húsvíkingar eru framfara- menn um fleira en rœktun lands. Fyrir mörgum árum komu þeir sjer upp rafmagnsstöð. Yai- vatnsafl úr Búðaránni tekið til þess, og stöðin bygð framan í sjávarbakkanuin. Nú er hún orð- in alt of lítil, og eru menn því að hugsa um að fá rafmagn frá Lax- árvirkjuninni, er nœgi til alls. Eru samningar um þetta á döfinni milli þeirra og Akureyringa. En sumir líta svo á, að hægt sje að ná miklu meira afli úr Búðaránni, og því beri að stækka stöðina, sem fyrir er, og muni það reynast nóg, því að hægt sje að ná í jarðhita til þess að hita upp hvert hús í þorpinu. Undir Höfð- anum, bæði að sunnan og norðan, koma fram í fjörunni heitar upp- sprettur, og mun vatnið vera um 30 stiga heitt, þar sein það er heitast. Þetta eru aðeins seitluv. En nú á að fara að bora eftir heitu Aratni, og það er næsta merki legt ef ekki tekst að ná í það. Er því ekki víst að þess verði langt að bíða, að hitaveita verði kom- in á Húsavík. Ilún verður að vísu dýr, og veldur þar aðallega hvað bygðin er strjál. Þegar rætt er um framkvæmd- ir, má ekki gleyma hafnarbótun- um. ess er enn minst með nokkru stolti norður þar, að land- könnuðurinn Garðar Svavarsson, sem fyrstur manna komst að því að ísland var eyland, hafði vetur- setu á Húsavík áður en land tók að byggjast. „Væri ei Garðar lagstur lík litist honum Húsavík höfn sem fyr — — — kvað Ari skáld Jochumsson um aldamótin. En þá var þó af litlu að gorta um höfnina í Húsavílc. Hún var enn opin. fyrir sunnan, suðvestan og vestanátt og kviku leiddi þar einnig inn af norð- vestri. Siglingamerki voru engin. }í „Den islandske Lods“ frá þeim tíma segir svo um innsiglinguna á höfnina, að þar eigi að sigla djúpt fram hjá Höfðanum þang- að til stórt, hvítt hús á bakkan- um (það var íbúðarhús verslun- arstjóra Örum & Wulffs) beri í skarð í fjallsbrúninni, og þá að sigla inn á höfnina beina stefnu og láta þessi mið bera saman. Má nærri geta, hve gott hefir verið í náttmyrkri eða þoku að fara eftir þessu. Þá var aðeins ein bátabryggja í fjörunni og upp af henni stigi með 40 þrepum upp á bakkann. Til hliðar við stigann var ofiir- lítil járnbraut upp bakkann, og eftir henni voru dregnir vagnar með þungavöru, og til þess notuð handsníiin vinda uppi á bakkanum Eru enn eftir brot úr þeim út- búnaði, en langt er síðan að hann var notaður, því að bílvegir eru nú komnir upp bakkann. Fyrir nokkurum árum var ráð- ist í hafnarbætur á Húsavík og bygð síldarverksmiðja. Var þá steinsteyptur gríðarmikill pallur í fjörunni og með skjólvegg fyrir framan gegn brimi. Syðst á þess- um palli stendur síldarverksmiðj- an, en þar framundan var gerð gríðarlöng steinsteypt bryggja, og geta hafskip legið við hana. Bryggja þessi veitir hafnarkrik- anum skjól og er nú bátalægi þar miklu öruggara heldur en áður var. En meiri framkvæmdir eru á uppsiglingu. Nú er í ráði að reisa nýa síld- arverksmiðju á Húsavík, og er henni ætlaður staður úti á Höfð- anum, norðan við víkina. En til þess að hægt sje að starfrækja þá verksmiðju, þarf að gera nýan hafnargarð og hafskipabryggju fram af Höfðanum vestast, hjá skeri því, er Baka nefnist. Stefnir sá garður í suður, og myndar horn við bryggjuna, sem fyrir er, og inni í krikanum milli þeirra verð= ur þá ein með bestu höfnum á iandinu. Hafnargarður þessi og bryggjur verða mikið mannvirki, því að garðinum er ætlað að ná svo langt út, að 60 metrar af honum verði á 6 metra dýpi eða meira. Var áætlað fyrir nokkuru að hann mundi kosta 3 miljónir króna og gert ráð fyrir að hreppurinn legði til 2/3 kostnaðar, en ríkið 1/3. Síðan hefir alt hækkað í verði, og mun garðurinn eflaust verða mik- ið dýrari, ef hann er bygður nú. Húsvíkingum er mjög í mun að fá hina nýu síldarverksmiðju, en hún verður ekki bygð fyr en garð- urinn er kominn. Bygðin á Húsavík er vart sam- boðin jafn fögru umhverfi og þar er. Húsin eru yfirleitt smekklaus og fremur illa við hald- ið. Er þar mikill ljóður á ráði Húsvíkinga og mesta furða hvað jafn framtakssamir menn virðast hafa hugsað lítið um fegrun kaup- staðarins. Því að þótt mörg snot-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.