Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1942, Blaðsíða 4
292 LKSBÓK MORGUNBLAÐSINS Bókasafnið og símstöðin. ur hús hafi risið þar upp, mun flestum ókunnugum, er þangað koma, finnast húsaSkipan og heild- arsvipur bygðarinnar vera í fullu ósamræmi við hina glæsilegu ræktun og umhverfið. Er glögt gests augað, og sjer vaukanta þar sem vaninn blndar heimamenn fyrir þeim. Þó má telja HúSvíkingum það til hróss, að þar eru margar op- inberar byggingar, er sæma mundu stærri stað. Þar er tignarleg og fögur kirkja, og finst eigi önnur slík í neinu kauptúni hjer á landi. Þar er veglegur barnaskóli, sjúkra hús, samkomuhús og bókhlaða. Við dyr bókhlöðunnar eru eirsteyptar rismyndir af þeim Benedikt Jóns- syni á Auðnum og Pjetri Jóns- syni á Gautlöndum, sín hvorum megin, því að þeir voru sterkustu stoðir safnsins á meðan þeirra naut við. Þessi hús, sem nú voru talin, standa dreifð um þorpið. Barna- skólinn stendur í túni upp af miðju þorpinu, þar sem hjet Borg- arhóll og var einu sinni sýslu- mannssetur. Samkomuhúsið stend- ur norðan við Búðarána neðar- lega. Kirkjan er á miðju „pláss- inu“ og gnæfir yfir alla bygðina. Bókasafnið er þar nokkru norðar við sömu götu, en spítalinn er uppi í brekku, skamt fyrir sunn- an gamla prestsetrið, sem var á heimajörðinni Húsavík. Nú er þar ekki prestsetur lengur, og kirkj- an, sem stóð rjett norðan við bæ- inn, er horfin. Hún var flutt nið- ur á bakkann, þegar nýa kirkjan var reist, og er nú íbúðarhús. Kirkjugarðurinn gamli er einnig aflagður nú, og nýr kirkjugarður kominn úti á Höfða. C' erðamenn, sem koina tiFIIúsa- * víkur og hafa þar einhverja viðdvöl, ætti ekki að láta undir höfuð leggjast að ganga á Húsa- víkurfjall, ef gott er veður. Þótt fjallið sýnist hátt og bratt, er þar auðvelt uppgöngu. Best verður að fara upp brekkurnar frá gamla prestsetrinu. Fyrir ofan þær er komið í dal nokkurn, sem gengur suður að fjallinu og svo er farið upp brekku rjett norðan við fjallið og gengið upp fjallsöxlina að norðan. Er þar fært hverjurn manni, þótt ekki sje brattgengur. Á hábrún fjallsins má neðan úr kauptúninu sjá vörður tvær eða þrjár. Sú, sem enn er lægst í loft- inu, á fyrir sjer að verða stærst, og á að heita Skólavarða. Hefir skólafólk byrjað fyrir nokkuru að hlaða hana, og á hún að verða mikil um sig og há og vel hlað- in. Þaðan er ágætt útsýni niður yfir þorpið, og þar fær maður best yfirlit yfir hina miklu ný- rækt. Af fjallinu er og afar víð- sýnt í allar áttir. Tjörnesið blas- ir þar við og fjallgarðurinn milli þess og Kelduhverfis. Þá sjer vestur um Aðaldal og Reykja- hverfi, þar sem hinir miklu hverar eru. En sá, sem kominn er upp á fjallið ætti að ganga syðst á það og horfa niður í Botnsvatn. Það borgar sig. Vilji menn skoða nágrenni Húsavíkur betur, og fara út af al- faraleið, en þó bílvegu, þá er unt tvær leiðir að ræða. Onnur liggur út á Tjörnes. Er nú hægt að kom- ast í bíl út að Hallbjarnarstöðum og skoða hinn fræga Hallbjarnar- staðakamb. Þá er og hægt að ganga niður að sjónum fyrir vest- an Skeifá, um Hringvershvylft, grasi gróna dæld í sjávarbakk- ann, og skoða Skeifárfossinn, sem er mjög einkennilegur, og enn fremur kolanámurnar þar í bökk- unum. Hin leiðin er fram í Reykja- hverfi, og er þá farið að Hvera- völlum. Þar er Uxahver, sem sagt er frá í hverri landafræði. En þar eru líka tveir aðrir stórir hverar, Syðstihver og Ystihver. Er sá síð- ast taldi þeirra lang mestur og merkilegastur. Hefir hann hlaðið háa gosskál með bröttum börm- um, er mjög vatnsmikill og sí- sjóðandi og gjósandi. En ekki gýs hann hátt; má þó með sáim fá allgóð gos úr honum. Hjá hverum þessum eru mikil gróðurhús og kartöflurækt í upp- hituðum görðum mjög mikil. Þarna er yfirbygð sundlaug og gufubað. Þarna er snoturt íbúðar- hús og skóli, hvort tveggja hitað með jarðhita. En þrátt fyrir þessa notkun jarðhitans, er þarna nógur hiti og nóg vatn afgangs. Gæti Húsavík eflaust fengið þaðan heitt vatn til hitaveitu handa sjer, ef svo ólík- lega skyldi fara, að ekki næðist í nóg heitt vatn í þorpinu sjálfu. Húsvíkingar hafa verið atorku menn, en sú kynslóð, sem nú er að alast þar upp, er þó lík- legri til enn meiri dáða. Það er í henni þróttur og fjör, sem ber vitni um heilbrigt líferni, heilsu- samlegt viðurværi og holt lofts- lag. Allir vinna — og það er auð- vitað ekki eins dæmi nú á tímum. En vinnugleði og áhugi er þar meiri en víða annars staðar. í sumar mátti í býti á morgnana sjá ungu stúlkurnar komnar niður á steinpallinn í fjörunni, og raða sjer upp við síldartrog. Þær voru að flaka síld, því að engin síld var söltuð nje brædd á Húsavík í sumar. Þegar leið undir kvöld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.