Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Page 1
JiSlcrðttnMaðsÍtið 32. töíublað. Sunnudagur 27. september 1942. XVH. árgangur. u Ljósprentað kvæðakver ettir Bólu-Hjálmar Með vorinu máttu skrifa mig í Haga“. — Allir kannast við þessa setningu. Hún hefir innprentast þjóðinni vegna þess að þessi eru orðin í rithandarsýnishorni.á kvæða- bók Jóns Thoroddsen. Allir les- endur og unnendur kvæða hans hafa haft gaman af að fá hug- mynd um það, hvernig hann skrifaði. Fyrir nokkrum árum gaf Ejnar Munksgaard út lítið kver af Ijósprentuðum handritum eftir Jónas Hallgrímsson og Bjarna Thorarensen. Þar sjest það svart á hvítu hvernig þessir menn skrifuðu nokkur þeirra kvæða, sem þjóðin hefir dáðst að í heila öld og meira til. Það er eins og lesandinn fái að skygnast inn í vinnustofu skáld- anna, er þeir sjá handritin sjálf sagði Munksgaard útgefn andinn. Og nú er komin út ljósprent- un af einu kvæðakveri eft- ir Bólu Hjálmar. — Sagt er að Bólu Hjálmar hafi stundum sent kunningjum og vinum kvæðakverahandrit sín. Landsbókasafninu áskotnað- ist eitt af þessum kverum ný- lega. Lithoprent hefir nú gefið það út í heilu lagi, þar er hægt að sjá kverið í heild, í sömu stærð og frumkvæðið, raeð rit- hönd og frágangi Hjálmars á öllu saman, þar vantar ekki stafkrók. Kverið heitir „Fáeinir smá- kveðlingar“. Þar eru allmörg kvæði. Margt af þessu hefir, verið prentað. Sumt hafa út- gefendur kvæða hans ekki fund ið.. Sum kvæðin þarna eru öðru vísi en hin prentuðu. Lengsta kvæðið, er ekki hef- ir verið prentað áður er „Fagur er hann fjörður Eyja“. Upp- hafsvísuorðin voru orðin kunn annað ekki. Það kvæði er prent- að hjer í Lesbók á næstu síðu. Kvæðakver þetta var í eign Jóns Jónatanssonar bónda á Öngulstöðum. Hann er nú há- aldraður maður. Hann er sonur Jónatans Þorlákssonar að Þórð- arstöðum í Fnjóskadal. Jóna- tan var mikill fræðimaður og bókamaður. Hann átti mikið bóka og handritasafn. Hann dó skömmu eftir aldamót. — Landsbókasafnið fjekk hand- rit hans keypt. En fáein þeirra munu hafa lent til Jóns á öng- ulsstöðum. Finnur Sigmundsson magister fjekk handritið hjá Jóni handa safninu. Finnur segir, að hand- ritið sje ekki eldra en frá 1872. Þá var Hjálmar 76 ára, fæddur 1796. Alveg er það dásamlegt hve rithönd hans hefir verið vönduð og skýr, þrátt fyrir hinn háa aldur og vinnulúnu hendur. Það er blátt áfram gaman að því að athuga hina breytilegu listrænu stafagerð Hjálmars. Sennilega verður aldrei hægt að vita með vissu hver vinur Hjálmars hafi fengið kver þetta, sem vinargjöf. En vel má geta sjer þess til að kverið hafi verið sent Birni Jónssyni ritstjóra Norðanfara. Þeir voru vinir Hjálmar og hann. Það má ráða af brjefum frá honum til Björns, sem verið hafa í eigu Jóns á Öngulstöðum ásamt með handritinu. — Brjef þessi eru prentuð í „Norðlenskum þátt-, um“ er Finnur Sigmundsson gaf út fyrir nokkrum árum. — Þar segir Hjálmar frá kynnisför til Eyjafjarðar og svipar lýsing- in þar á komunni til Akureyrar, til lýsingarinnar í kvæði því, um Eyjafjörð, sem hjer er prentað. — En ekki er það nema ágiskun að Björn ritstjóri hafi verið eigandi kversins. En hvað um það. Eitt er víst, að margir munu hafa gaman af að kynnast handbragði Bólu Hjálmars með því að virða fyr- ir sjer þetta handrit hans. Og vel mætti koma út fleiri hand- rit fyrir almenningssjónir af kvæðum góðskálda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.