Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 4
300 LKSBÓK MORGUNBLAÐSINS Snorri Sigfússon: TORFAHÚSIÐ ÁFLATEYRI C' ramarlega á Flateyjartanga ^ stendur hið svonefnda Torfa- hús. Það er stórhýsi á gamla vísu, sterklega byggt og ærið gamalt. Við hús þetta eru bundnar minn- ingar um eitt hið glæsilegasta heimili á Vestfjörðum um iangt skeið. Það var heimili þeirra Torfa Halldórssonar skipstjóra og kaup- manns og konu hans, Maríu Oss- urardóttir, sem bjuggu þar stór- búi við mikla risnu og mikið fjöl- menni síðustu áratugi 19. aldar og fram um aldamót. Torfi og María voru hin mestu merkishjón og vel ættuð. Hefir hans verið að nokkru getið á síð- astliðnu ári, sem hins fyrsta kenn- ara í siglingafræðum hjerlendra manna og brautryðjanda á því sviði. — Er sá þáttur í æfistarfi Torfa Halldórssonar hinn merk- asti, enda efldur af framsóknar- þrá Jóns forseta, er jafnan hvatti unga og efnilega menn til dáða, og þá einkum Vestfirðinga, er hann mun ætíð hafa haft mest samband við. Áttu og hinír stór- merku Kollabúðafundir sinn mik- ilsverða þátt í að ýta undir ýms- ar nýjungar til menningar og framsóknar, enda stóðu fundirn- ir og forráðamenn þeirra jafnan í nánu sambandi við Jón Sigurðs- son forseta. Mun og andi hans hafa þar tíðast svifið yfir vötnum og gætt margra hugmyndina og óskina lífi og sál. Svo mun það hafa verið með hugmyndina að hinni fyrstu innlendu siglinga- fræðslu og hver hefja skyldi það starf, og sýnir það álit hinna mætustu manna á T. H. Honum er líka svo lýst, að hann hafi ver- ið í „hvarvetna búinn“, prýðilega greindur, vel skapi farinn, hvers- dagslega gæfur en fastur fyrir og öruggur og enginn veifiskati. Og þótt höfundur þessara lína sæiy Torfi Halldórsson. aldrei Torfa Halldórsson nema í huganum, eftir lýsingu samtíma- manna, nákunnugra, er hann þess fullviss, að lýsingin er rjett og, að hann hefir verið valmenni, vin- sæil og vel metinn. En jeg var svo lánsamur að fá að sjá hina öldruðu ekkju T. H. „frú Maríu“, eins og hún var ætíð nefnd þar vestra. Hún var enn á lífi 1912, er jeg kom til Flateyrar, háöldruð, d. 1915. Ekki minnist jeg þess að hafa sjeð gáfulegri, og gjörfulegri konu en frú Maríu, á hennar aldri. Og að sitja hjá henni og tala við hana um „dag- inn og veginn", og ekki síður um andlega mennt og mál, var ógleym anlegt. Hún var svo andlega sterk, svo víðfaðma og stórbrotin í hugs un, að lítinn karl, ung^p og ó- reyndan, sundlaði. Jeg man enn og mun aldrei gleyma hvað mjer kom snögglega í hug, er jeg í fyrsta sinni sá frú Maríu. Hún sat upp við herðadýnu í rekkju sinni. gamalli stórmyndalegri sparlaks- rekkju, og var að sýna mjer fram á verkefnin glæsilegu, sem lægju fyrir unga fólkinu til úrlausnar. Jeg hafði þá fyrir nokkrum ár- María össursdóttir. um (1908) setið undir einni af ræðum Björnstjerne Björnsons, eggjunar- og hvatningaræðu, og fundist eldur áhugans og skáld- legra tilþrifa sindra af persónu- leika hins aldraða stórmennis. Og þótt jeg vitanlega beri þetta ekki að öllu saman, þá greip mig skyndilega sú hugsun, hve svip- mót þessara tveggja öldruðu and- lita var líkt, hið gráa og mikla hár, hið háa enni, tígulega nef, hvössu brýr og sterklegu andlits- drættir. Allt þetta fanst mjer svo undarlega svipað, þótt konan væri að vísu smágerðari og svipþýðari, en karlinn, að jeg get ekki gleymt því. Og hánorræn voru þau bæði, víkingaættar, stórgerð og stór- brotin hvert á sína vísu, Því að, þótt frú María væri ekki skáld á sama hátt og Björnson, þá sá hún furðulegar sýnir skáldlegra hillinga, er mannsvit og máttur, myndu gera að veruleika. Það var ekki slorlegur mannheimur er þá blasti við, a. m. k. nokkuð öðru- vísi en sá, er blasir við okkur í dag. En hún reiknaði heldur ekki með augnablikum einnar manns- æfi, heldur kynslóðum, öldum, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.