Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1942, Blaðsíða 8
304 LESBÓK MOltGTJNBLAÐSXNS Þegar mættust vetur og vor Framhald af bls. 298. Þegar jeg hitti svo Maurice Maeterlinek, virti jeg hann ekki fyrir mjer og hugsaði um, að þetta væri maðurinn, sem samið hefði „Bláfuglinn". Enn var jeg barn að aldri, og í huga mjer voru eng- in tengsl milli þessa manns og uppáhaldssögu minnar. Jeg stóð grafkyrr fyrir framan hann og einblíndi á hann í einskærri hrifn- ingu, — blátt áfram af því, hvemig hann kom mjer fyrir sjón ir, — blátt áfram vegna þess, sem laukst upp fyrir mjer við að horfa á hann. Þenna fyrsta fund okkar man jeg jafnljóst og hann hefði verið í gær hjer í Ameríku, enda þótt 20 ár sjeu liðin og það væri margar þúsundir mílna hjeðan. Jeg hitti hann einungis af hendingu, er hann.var í heimsókn á heimili vinar síns. Það er eins og slíkt bendi til, að hið merkileg- asta í lífi manna verði altaf af tilviljun. Allir menn, sem vita, hve krakk- ar standa og góna á það, sem vek- ur athygli þeirra, munu geta skil- ið, hversu jeg góndi í þetta skifti. Óskelfd og ófeimin starði jeg á aðkomumanninn og athugaði ekki, að hæverska mín var orðin fyrir neðan allar hellur. Mjer virtist hann ekki einungis frábært glæsi- menni. Það var miklu meira en svo væri. Hann sat á stólbrík því nær eins og illa upp alinn strákur og reykti úr pípu. Gegnum þykku reykjarmekkina greindi jeg eink- um hláturmildi úr svip hans, en svipurinn var auk þess hæðnis- legur eða spyrjandi. Á höfði hans hefði getað verið hjálmur úr blik- andi silfri, — hár hans var svo drifhvítt. Börn, — og í rauninni allir menn, — ætla, að hvítt hár á rosknum mönnum stafi af því, að þeir sjeu orðnir gráhærðir. En mjer virtist hann ekki gamall. Nei, hann virtist afar unglegur, að sumu leyti jafn ungur og jeg var sjálf. Ef til vill ollu því ával- ar kinnar hans, er voru sem rauð- ustu epli, og glettnisdrættirnir skemtilegu, um vottaði fyrir við munnvikin. En fyrst og fremst gerðu augun hann unglegan. Hann starði jafnfast og hrein- skilnislega á mig sem jeg á hann. Og jeg gat ekki af honum litið. Augu hans virtust takmarkalaus eins og sjóndeildarhringur far- mannsins. Þau virtust rúma allan himin og haf. Hann var bláeygur, augun blá eins og Fuglinn, sem þaðan hafði komið, og þó virtist mjer þau skifta litum í sífellu: verða dimmblá stundum, en stund- um dökkgræn og stundum með tunglskinsbláma. Hann var feiki- lega vel eygður. Úr augum hans skein mesti þroski fullorðins manns, og þó leyndi sjer ekki bernskan; bros hennar og hrein- leiki, trúnaður og draumar. Þegar jeg horfðist í augu við hann, sá jeg, að óeinlægni nje fals var ekki til í fari hans. Þá er jeg nú enn starði og starði á hann, benti hann á mig með fingrinum og mælti: „Einn góðan veðurdag mun þessi litla telpa gera einhveru að mesta gæfu manni“. Þetta voru fyrstu orðin, sem jeg heyrði Maurice Materlinck mæla. Hann vissi þá ekki sjálfur, að eimnitt þenna dag skráði hann nafn sitt í bók forlaganna ásamt barni, sem fætt var 40 árum síðar en hann. Þegar jeg eltist og nálgaðist giftingaraldur, skoðaði jeg það sem staðreynd, að örlög okkar væru ofin saman og við yrðum förunautar í lífinu. Jeg hugsaði aldrei um hann eem stórskáldið, er var heiðraður hvarvetna, þar sem bækur voru lesnar, skáldið, sem bera ætti mikla lotningu fyrir. Jeg hugsaði um hann einungis eins og hann kom mjer fyrir sjón- ir í fyrstu, — einhvern mann, er var svo kynlega eygður og vel, að úr augum hans varð lesið það, sem eins vel hefði getað birst fegurst í draumi, — einhvern mann, sem ávalt myndi verða ungur. Það var maður, sem verið gat alt í senn: vinur og kennari, fjelagi og elsk- hugi. Af því, sem jeg hef innt frá hjer að framan, mun lesandinn geta skilið, að ekki sakaði mikið, þótt j«g væri 40 árum yn«ri «n hann. Jeg hugsaði aldrei um það, datt ekki í hug að velta því fyrir mjer. Ekki var heldur nein ástæða til þess. Að mínu áliti eru nefnilega til menn, sem eru gamlir allt frá fæðingu. Menn geta hitt fyrir tvítugar konur og karla, sem eru gamalmenni, og til eru jafnvel manneskjur um tekt, sem eru líkt og að kikna undir áhyggjum alls heimsins. Fólk þetta hefir týnt hlátrinum, — hafi það þá nokkru sinni getað hlegið, — og engin leið er að ímynda sjer að það hafi eitt sinn verið börn. Hinsvegar eru til menn, — máske fáir að vísu —, sem alla æfi halda óskertri undrun bernskunnar og töfrum. — Slíkir menn geta aldrei orðið gamlir. Ef þú ert samvistum við þá, öðlastu brot af leyndardómi æsku þeirra og auðnu. Þá hefi jeg ekki miklu við að bæta, annað leyndarmál er ekki við hjúskapargæfu mína. En kom- ist hefi jeg á þá skoðun, síðan er jeg giftist, að hverri konu sje ætl- að að unna einu sinni, unna af al- hug aðeins einu sinni. Ástargæfu mína fann jeg án leitar og án þess að verða vonsvikin. Jeg fann hana, meðan jeg var enn barn að aldri. Á listabraut minni hef jeg leik- ið í öllum sjónleikum Maurice Maeterlincks. En þá er jeg átti að segja orðin: „Jeg elska þig“, hugs- aði jeg aldrei um leikarann, sem stóð rjett hjá mjer, heldur mann- inn, sem skrifaði orðin, er jeg skyldi mæla fram. í tuttugu ár hefir hvert andar- tak, sem liðið hefir, aukið farsæld okkar beggja, í tuttugu ár hefi jeg bergt af óendanlegri gæfu ást arinnar. Hver er svo dýrmætasta endur- minning mín frá þessu árabili? Hún er ef til vill þetta: Eitt sinn var jeg mjög veik, já, var í dauð- anum að kalla. Þá laut hann yfir mig og sagði þýðlega: „Jeg hjelt eitt sinn, að ef jeg misti þig, þá myndi jeg farga mjer, svo að ekki skildi með okkur. Nú veit jeg, að slíkt tæki jeg ekki til bragðs. Ef þú andast, mun jeg ekki farga mjer, heldur ganga í klaustur". Þýtt úr tímaritinu „Liberty". Einar Guðmundsaon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.