Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Síða 1
^HftorgttnM&jfotiw 33. tölublað. Sunnudagur 4. október 1942. XVII. árgangur. Tundurduflasprenging- arnar í Borgarfirði eystra Eftir HALLDÓR PJETURSSON Qamalt máltæki segir, að það sje víðar guð en í Görðum. Eins mætti segja, að það hefði verið fleiri en einn sprengidagur árið sem leið. Öllum^eru í fersku minni tundurduflin í fyrravetur, en fæstir munu hafa gert sjer grein fyrir þeirri vá, sem stóð fyr- ir dyrum, þar sem þessir gestir voru að veltast í flæðarmálinu, rjett fram undan húsdyrunum. í Borgarfirði er gestrisni mik- il eins og vfða annarsstaðar á þessu landi, en þó er fjörðurinn sjálfur allra gestrisnastur. Ilann breiðir út faðminn móti öllu því, sem hafið rjettir honum, því að hann er ekki nema faðmur, og öllu skilar hann heim að bæjar- dyrum. Aftur á móti, í lengri fjörðunum, sprungu duflin út með og gerðu minni usla. Jeg ferðaðist til Borg- arfjarðar í sumar og þaðan til Fljótsdalshjeraðs. Á þeirri leið sjest til margra þessara vá- gesta. Auðvitað er nú búið að kroppa úr þeim augun, en eltki eru þeir gæfulegir, þar sem þeir liggja og stara á menn tómum tóftunum. Þeir minna á tröllin, sem dög- uðu uppi, eða draugana, sem voru kveðnir niður, enda eru þetta aft- urgöngur. Duflin eru af ótal gerðum. Sum eru hljóðnemadufl, sem geta sprungið af hljóði, og sumir full- yrða, að þau geti sprungið af fóta- taki. Önnur eru segulmögnuð. Mest var þó af þessari aigengu tegund. Svo þarf sjerstök tæki við hverja tegund, svo að óhætt sje að fást við þau. Jeg sá, hvar inni- haldinu úr einu hafði verið brent. Þar hafði sandurinn bráðnað og runnið saman, og sjónarvottar sögðu, að grjótið, sem kastað hefði verið á bálið, hefði bráðnað. Og ekki þótti holt hitans vegna að standa þar nærri. Hjer fer á eftir frásögn tveggja manna úr Borgarfirði, þar sem sprengingunum er lýst og verk- unum þeirra. Emil Jónsson, bóndi í Geitavík segir svo frá: Á laugardag fjTÍr páska sást dufl hjer úti á Víkinni, sem rak upp á fjörunni. Þarna við sjóinn eru um 30 m. háir bakkar. Á flóð- inu smámjakaðist duflið upp. Jeg átti rollur þarna íi fjörunni, en þorði ekki að sækja þær, en með hundinum tókst mjer að koma þeim upp. Rúmum klukkutíma seinna heyrðist ógurlegur hrestur, svo að öll hús Ijeku á reiðiskjálfi. Þetta var líkast snöggum jarðskjálfta- kipp. Hlutir duttu ofan af þilj- um og hillum og hurðir og dyra- umbúnaðir sprungu frá húsum. Mjer brá heldur en ekki í brún, þegar jeg kom í fjárhúsið, því að hríðargusan stóð alla leið inn í hlöðu. Fjeð stóð í einum hnappi inst í krónum. Veður var þannig, að það gekk á með jeljum og í jeljunum var svartabylur. Enginn maður eða skepna var úti, þegar sprengingin reið af, nema 11 ára gamall drengur, Sig- urður Pálsson að nafni. Hann var að renna sjer á skíðum í djúpu gili milli bæjanna. (í Geitavík er tvíbýli.) Við litum strax út um leið og sprengingin varð og sáum hvar Siggi stóð með útrjetta arma, en ekki fjell hann, og mun það stafa af því, að loftþrýstingurinn hafi verið minni niður í gilinu. Sprengjubrotum, en flestum smáum, hafði rignt alt í kringum hann. Mökkurinn var sVo mikill og svartur, að snjórinn varð svartur á 400—500 m. svæði und- an vindinum. í bakkanum rjett fyrir ofan duflið hafði snjórinn klökknað svo, að hann var eins og krap. Grjóti, smáu og stóru, hafði rignt. yfir túnið. Einn steinn, 25 kíló, hafði kastast upp fyrir bakkann, sem er um 30 m. hár, og 300 metra upp á túnið. Sprengjubrot fundust um 15 mínútna gang frá staðnum, þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.