Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 2
306 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sem sprengingin varð. Brotin voru alla vega klest og beygluð eins og járnið hefði bráðnað. Á fjör- unni gekk jeg ofan að sprengju- staðnum. Þarna er stórgrýtisurð, og þar hafði myndast gígur, sem var 10 m. í þvermál og 2 m. á dýpt. Steinn, fleiri tonn að þyngd, sem hafði staðið rjett hjá gígn- um, hafði molast sundur. Annar minni var alveg horfinn. Þegar jeg stóð þarna í gígsbarminum og var að skoða verksummerkin, kvað við annar hvellur, engu minni en sá fyrri, og þegar jeg leit upp, sá jeg mökkinn bera yfir fjöllin. Þetta var duflið, sem mestri eyðileggingunni olli í Bakkagerði og hefur hjer frásögn Guðnýjar Pjetursdóttur, húsfreyju á Bakka- gerði. Kl. 9 um morguninn rak dufl upp undir bakkana norðan megin fjarðarins, rjett utan við þorpið. Síðan barst það inn með landinu og var nokkra stund að ramba á skerjunum úti fyrir lendingunni. Búð kaupfjelagsins stendur þar næst sjónum. Þar hefðu áreiðan- lega orðið miklar skemdir, ef duflið hefði sprungið þarna, og sjálfsagt ekki allir sagt frá tíð- indum, því allir hjeldu áfram vinnu sinni. Fólk var yfirleitt ekkert hrætt, því enginn gerði sjer grein fyrir hættunni. Þegar duflið losnaði af skerinu, þá barst það inn með fjörunni, lengra inn í þorpið, og inn undir svonefndan Sauðabana. Það er klettaskora, og slútir kletturinn fram yfir. Flest af húsunum þarna standa á sjávarbakkanum. Áður en dufl- ið kom þangað fram, var fólkið byrjað að flytja úr húsunum, sem hæst voru. Flestir fóru í barna- skólann, sem er nýtt steinhús nokkuð frá sjónum, aðrir ofar eða Uppi á bygðinni, 7 mínútna Aðeins einn maður var eftir í húsunum, sem næst stóðu, Ágúst Ólafsson að nafni. Hann kvaðst ekki myndu flýja hús sín. Sím- stjórinn var einnig í símstöðinni, en það hús er nokkru fjær. Kl. 15 mínútur yfir 7, um hálf tíma eftir að þeir síðustu voru komnir úr húsunum, heyrðist eins og þungur niður. Þetta var eins og brot úr augnabliki, svo reið sprengingin af. Það er vart hægt að lýsa hvellinum. Hann var svo þungur og dimmur, líkast því, sem fjöllin væru að koma yfir þorpið. Um leið og sprengingin varð, rigndi grjóti og sprengjubrotum yfir bygðina. Loftið fyltist eld- glæringum, og það sýndist gneista af húsaþökunum. Reykjarmökk- inn bar yfir fjöllin. Um 50 metra frá skólanum stóðu tveir menn, og hentust þeir báðir til jarðar. Uppi á Bygðinni, 7 mínútna gang frá sprengingarstaðnum, var maður á ferð. Hann segir svo frá, að það hafi verið eins og hann hafi fengið þungt högg á hnakk- ann og hafi hann stungið við, Símstjórinn var að tala við Njarðvík, þegar psköpin dundu yfir, og var hann að panta Bóas Eydal, til þess að eyðileggja dufl- ið, því að hann hefir það verk með höndum fyrir Austurlandi. Stúlkan, sem var við símann í Njarðvík, heyrði hvellinn og sagði, að sjer hefði ekki dottið annað í hug, en að Bakkagerði væri í rúst. Fólkið þusti út úr skólanum, þegar sprengingin varð, og marg- ir hrópuðu Gústi, nafn mannsins, sem eftir varð í húsinu. Það er af Ágúst að segja, að rjett áður en duflið sprakk, gekk hann fram á klettabrúnina og annar maður með honum, en sáu ekki neitt. Þeir hjeldu þá, að duflið hefði rekið burtu, en raun- ar var það inni undir klettinum, undir fótum þeirra. Maðurinn, sem með honum var, slapp aðeins upp í skólann, en Ágúst fór heim til sín. Til þess að eyða ekki tímanum til ónýtis, fór hann að þvo gólfið, og að því loknu fór hann fram með skolpfötuna og ætlaði að hella úr henni út. En er Jbann kemur fram á ganginn, þá kast- ast útidyrahurðin í fang honum, setur fötuna og Ágúst um, og fjell hann í öngvit. Þegar fólkið kom að, var Ágúst raknaður við og ómeiddur, og var talið, að fatan hefði bjargað hon- um, því að hurðin kom fyrst á hana. Lítið hafðist upp úr honum. Hann bara hló í sífellu og spýtti þess á milli ' svörtum, þykkum legi af mekki þeim, er sogast hafði ofan í hann. Ekki kvaðst hann þó mundi gista heima, er næsta dufl spryngi við nefið á sjer. Aðkoman að heimilunum var og óglæsileg. Mest skemdist þó slát- urhús kaupfjelagsins, steinhús, sem stendur á klapparbrúninni. Það sprakk á þrjá vegu, og þakið lyftist. Suðurhliðin var með öllu ónýt. Sterk járnslá, sem var fyrir útidyrahurðunum, kubbaðist sund- ur eins og viðartág. Úr næstu húsum fóru ekki að- eins rúður, heldur gluggar, dyra- umbúningar og hurðir. Þök lyft- ust og sperrur brotnuðu, fyrir ut- an það, að þökin eyðilögðust af grjótregni og sprengjubrotum. Þrjátíu til fjörutía punda steinar lágu á götunum. Æðarfuglinn lá rotaður í fjörunum og aðrir höfðu við loftþrýstinginn henst upp á land og vissu ekki viti sínu. Einn bliki hringsnerist uppi á götu og reyndi ekki að flýja, þó menn tækju hann. Hann var svo borinn ofan í fjöru. Sprengjubrot fundust um 2000 metra frá staðnum. Enginn mælti orð frá vörum, er við hjeldum heim úr skólanum. Hópurinn minti helst á líkfylgd. Menn bjuggust ekki við góðu, enda rættist það. Heima hjá mjer voru panel- þiljur brotnar og veggfóðrið hjekk í flygsum. Meðfram öllum gluggum var alt laust, einnig hafði þakið lyfst. Sum húsin höfðu alveg kastað sjer. Jeg hafði opnað alla glugga og hurðir áður en jeg fór, en úti- dyrahurðin hafði skelst í lás og opnast aftur, en þá fylgdu öll járnin hurðinni. Inn af forstof- unni eru tvö herbergi, með dyrum sem standast á. Við þrýstinginn hafði alt sópast saman I herbergj- unum, jafnvel rúmin voru á hvolfi. Þiljur og veggfóður var blásvart af efni innan úb duflinu, og það ætlaði ekki að nást af trjenu. Jeg hafði sett leirtauið niður í bala, en borðlöppin hafði þá átt erindi þangað og farið til botns. Fötin, brotin og húsgögnin lágu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.