Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 307 svo þarna í innilegum faðmlögum, líkt og þau hefðu sofnað út frá drykkjuæði. í búrinu var fata með 100 hænu eggjum og í hillunum sulta, saft, krydd og annað matarkyns, að ó- gleymdri lýsisflösku. Þetta var alt saman í einni deiglu á gólfinu, og hefir þar sjálfsagt verið um að ræða eina kjarnmestu kraft- súpu, sem sögur fara af, enda þótt hún sýndist ekki beint girnileg til snæðings. Kötturinn sat í stiga, sem ligg- ur upp á loft, í einu ólögulegu hnipri og rófan sýndist svo stutt, að jeg hjelt, að það hefði höggv- ist af henni. Þegar hann sá mig, rak hann upp ámátlegt vein. Eins og áður er getið kom hræðsla fólks ekki fram fyr en þetta var alt afstaðið, en þá urðu sumir eins og utan við sig. Ein kona lagði tvisvar af stað til þess að mjólka kúna. og í hvort tveggja skiftið með öskufötu í hendinni. Hefði duflið ekki sprungið undir klettinum, þá hefðu næstu hús farið í rúst. Talið var, að um 400 rúður hefðu farið. Næstu 8 daga var öskubylur og fólkið varð að hafast við í skól- anum. Bæði var það, að húsin voru ekki íbúðarfær, enda vofði sama hættan yfir. Það sást ekki út á sjóinn nema stund og stund, þeg- ar bjartast var á daginn. Verðir voru að sönnu hafðir út með ströndinni, en í byl og náttmyrkri var ekki slíku að treysta. Þessa daga sprakk líka dufl í firðinum og eitt hús yst í bygð- inni stórskemdist. Fólkið hafði þá ekki sofið í þessu húsi nokkrar nætur, en þessa nótt ætlaði fólk- ið að vera heima, því að veður var skárra og ekkert sást hættu- legt. En um kvöldið bókstaflega rekur eldri sonur hjónanna fólk- ið út og segir, að þar verði eng- inn maður þá nótt. Hefði hann ekki fengið því framgengt, er lík- legt, að slys hefðu hlotist af. Ekki var hægt að merkja, að þetta væri fyrir hræðslu sakir hjá piltinum. Hann sagði bara, að þetta hefði lagst í sig. Halldór Pjetursson. vvWvvvvvvvvvvvvvwvvvvvvvv^^ * i i t i y l i t t t t t t t t t 1 t t t t t i t t t t t t t t t 1 t t t t t t t t t t t t 1 t t t t t t t 1 t t t t 1 t t t t I t 1 1 t t t t 1 t t t i t t t t 1 rc^t'n^ 6 œz á- Um Dali skein ágústsól hádegisheit er heyrðum vjer andlátsfregn þína. Þá var eins og dimdi í sjerhverri sveit, þótt sól hjeldi áfram að skína, — sem húmrökkur fjelli um foldu og sæ, er frjettist til gestsins með ljáinn; það var eins og Dalirnir breyttu um blæ, þegar Bjarni var sigraður — dáinn. Sem stofninn á berangri sterkur og hár, hann stóð af sjer hörðustu bylji. Jafn-stoltur og hreinn eftir áttatíu ár var öldungsins kjarkur og vilji. Hann bognaði aldrei, hann bljes ekki í kaun, hann bað ekki afláts nje vægðar, þótt örlögin færðu 'honum raun eftir raun og reyndu að beygja 'ann til þægðar. Og margur var gesturinn, öll þessi ár, sem einhverjum vanda var gripinn og kom heim að Asgarði fölur og fár, en fór þaðan glaðari á svipinn, því altaf var húsbóndans höfðingjalund jafn-heilsteypt — og spurði ekki að launum, og enginn var skjótari á örlagastund að aðstoða vin sinn í raunum. Til sjávar og sveita, í borg og í bygð var bóndans í Asgarði getið — hans alkunna gestrisni, einurð og trygð og ævistarf þakkað og metið. Þótt ókunnum virtist ei allskostar blítt hans ávarp við ríkan og snauðan, var drenglundin fölskvalaus, handtakið hlýtt — og hjartað var gull fram í dauðann. Nú syrgir þig hjerað þitt, sveit þín og land, en sárast þó ástvinafjöldinn. Og Hvammsfjarðaröldurnar hrynja við sand með harmþrungnum ómi á kvöldin. Það húmar og kólnar um heiðar og sæ og hljótt niðar lindin og áin — og von er að Dalirnir breyti um blæ, þegar Bjarni í Asgarði er dáinn, Ý . JÓN FRÁ LJARSKÓGUM. X %

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.