Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Qupperneq 4
308 lesbOk morgunblaðsins i ÞOKU ÓFRIÐARINS Cyril Falls, höfundur þessarar greinar, er einn þektasti hernaðarsjerfræðingur Breta. Ritar hann að staðaldri greinar um ófriðinn fyrir hið þekta hreska vikublað „IUustrated Lon- don Neiws“, og flytur einnig erindi í breska útvarpið. f eftir- farandi grein ræðir hann um hulu þá, sem í raun og veru hvíl- ir yfir öllum aðgerðum hernaðaraðila í ófriði. Greinin birt- ist hjer örlítið stytt. Eftir CYRIL FfíLLS j) Orðatiltækið „þoka ófriðarins“ er eitthvert hið besta, sem fundið hefir verið, til þess að lýsa þeirri leynd, sem hylur vígstöðv- ar nútímans. Venjulega er það notað um vígvellina eingöngu, þó það geti eins oft átt við ásigkomu- lagið í heild hjá hernaðaraðilum, bæði hið hernaðarlega, stjórnmála- lega og siðferðislega ástand þjóð- anna á ófriðartímum. Það er ekki eytt eins miklum kröftum, viti og fjármunum í nokkra tegund hernaðarreksturs- ins eins og þá, að fá upplýsingar um hvað óvinirnir hafa fyrii’ stafni, en ekkert erfiði ber heldur eins lítinn árangur. Fregnirnar, sem að berast, eru svo sem ekk- ert smáræði, en flest af þeim er einskisnýtt rusl. Eftir að Ítalía kom í stríðið, skyldi maður hafa haldið, að ítalir hefðu haft sjev- stök skilyrði til þess að komast á snoðir um, hvað var að gerast í Egyptalandi, Kenya og Siidan. Þó hjelt hinn stóri og sæmilega vel útbúni ítalski her sjer í skefj- um, meðan vjer vorum að nurla saman liðsstyrk til þess að mæta honum. Ef ítalir hefðu vitað með vissu, hve aumlega smár sá her- styrkur var, sem vjer höfðum til að tefla fram á móti þeim, myndu þá jafnvel þeir hafa hikað, eins og þeir gerðu? í maí og júní árið 1917 voru æði alvarleg uppþot og mótþrói í franska hernum. Hundrað og tíu sinnum kom til alvarlegs mótþróa margra manna, og voru menn í fimtíu og fjórum herfylkjum, eða helming alls hersins, sekir um slíkt. Margir neituðu að ganga til bardaga, margir heltu óbóta- skömmum um stríðið yfir for- ingja sína, járnbrautarlestir voru skemdar, herlögreglumönnum og járnbrautastarfsmönnum mis- þyrmt. Þótt Petain hershöfðingi fengi bætt úr þessu með hæfi- legri blöndu af festu og tilláts- semi, varð hann samt að fresta sóknaraðgerðum, sem hann hafði undirbúið. ög þrátt fyrir alt þetta frjettu Þjóðverjar ekkert um þetta fyr en alllöngu síðar. Nokkru fyrr en þetta var, þetta sama ár, kom Ilenry Wilson hers- höfðingi frá Rússlandi og áleit þá, að herir Rússa væru í besta vígs- gengi, en í rauninni voru þeir komnir að hernaðarlegu hruni. Fleiri dæmi þessu lík mætti auð- veldlega telja. Þetta verðum vjer einnig að hafa í huga í dag, þegar vjer hugsum um ástandið eftir þriggja ára stríð og erum að velta fyrir okkur, hvernig ástandið sje í her- búðum óvinanna, — já, og vissu- lega í herbúðum Bandamanna vorra líka. Á liðnum tímum, eins og jeg hefi þegar sýnt fram á, hefir það ekki verið hinn óbreytti borgari einn, sem hefir enga útsýn haft vegna þoku ófriðarins, og þannig er það án efa enn í dag. í raun- inni eru álit þeirra manna, sem halda má, að viti nokkuð um þessi mál, afar misjöfn. Jeg ætla nú að hripa niður nokkrar af þeim spurningum, sem jeg hefi verið að spyrja sjálfan mig, og sem jeg er viss um, að mörgum öðrum eru ríkar í huga. Eru skoðanir evrópiskra banda- manna okkar, sem nú dveljast hjer, eins og t. d. Sikorski og Benes, um ástandið í Þýskalalidi nær sanni en skoðanir vorrá eigin stjórnmálamanna? (Ef svo er, þá getum vjer glaðst, því þeir eru vissulega bjartsýnni). Hve miklu nemur manntjón Þjóðverja í raua og veru? Hver er árangur smá- skæruhernaðarins, ekki aðeins í Rússlandi, heldur einnig á Balk- anskaga, sjerstaklega á samgöngu- leiðir Þjóðverja? Ljúga Þjóðverj- ar eins mildu um flugvjelatjón sitt í Rússlandi eins og þeir gerðu í orustunni um Bretland, eða hafa þeir annan mælikvarða þar? Hvernig er hugarástand þýsku þjóðarinnar yfirleitt? Hve lengi geta Rússar haldið áfram að berj- ast, ef þeir missa olíuna í Kákas- us? Ætli þjóðirnar í Kákasus berjist af sömu dirfsku og aðrir þjóðflokkar Rússlands hafa gert? Nú skal jeg játa, að mikið efni hefir safnast, sem getur gefið svar við þessum spurningum. Og auð- vitað er altaf hægt að svara spurningum á vissan hátt, en svör- in verða venjulegast meira og minna tvíræð. En ef vjer gætum svarað þeim öllum á þann veg, sem oss kemur best, þá væri held- ur ekki minsti vafi á því, að vjer myndum vinna stríðið. Og.sannast að segja er jeg að minsta kosti ekkert mjög svartsýnn á þessar spurningar yfirleitt. Þegar vjer lítum einu sinni enn aftur til fyrra stríðs, og staðreyndanna um það, sem nú eru öllum opnar, þá sjáum vjer, að það voru bjartsýnu mennirnir, sem svo mjög voru spottaðir þá, sem höfðu á rjettu að standa. Ef vjer að hinu leytinu eigunt að dæma eftir fyrra stríði, þá verðum vjer að gera oss ljóst, að Þjóðverjar geta staðist mjög mik- inn skort, manntjón og harðrjetti yfirleitt, ef þeir ekki bíða ósigra á vígvöllunum. í síðasta stríði náðu þeir sjer aftur og aftur eft- ir geipilegasta manntjón, hertu mittisólina og börðust áfram, en þegar her þeirra fór að fara hall- oka, var endirinn skamt undan. Jeg veit vel, að það er oft sagt, að nútíma Þjóðverjar sjeu ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.