Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Blaðsíða 6
310 LKSBÓK MORGUNBLAÐSINS Dr. HELGI PJETURSS: Merkilegur skiiningur og merkileg ur rithöiundur i. OAMAN er að því, sem er verulega vel gert, varð mjer að orði, er jeg hafði, í sept- emberhefti „Samtíðarinnar", lesið grein um skilning á draumum, eftir Þorstein Jónsson á Úlfss.töð- um. En þessi grein Þorsteins er, ýkjalaust sagt, afbragðs vel gerð. Hann hefir lesið það sem jeg hefi skrifað um eðli drauma, einmitt einsog á að lesa það, ásett sjer að reyna að komast að því af eigin athugun, hvort það sem jeg segi um þetta efni sje rjett. Og hon- um hefir tekist það. Hann getur jafnvel skýrt frá nýum athugun- um sem varpa því ljósi á eðli draumvitundarinnar, að ekki vérð ur um vilst. Jeg var að lesa áð- an — í hinni miklu alfræðibók Encydopædia Britannica, sem nokkrir vinir mínir voru svo göf- uglyndir að gefa mjer á sjötugs- afmæli mínu — kaflann um drauma. Hann er ritaður af nafn- kunnum vísindamanni, vel, einsog við er að búast og af miklum lærdómi, jafnvel þó að ekki sje alveg rjett skýrt frá hinni frægu draumabók Artemidors, því að hún heitir ekki Oneirokritika eins og í E. Br. stendur, heldur Oneirokritikon. Er í kafla þessuni skýrt vel frá skoðunum þeim á eðli draumlífsins, sem fram hafa komið, og nú eru ráðandi, en þess þó að vísu að engu getið, sem jeg hefi þar til málanna lagt, og kem- ur slíkt engum á óvart, sem nokk- uð er kunnugur sögu vísindanna. Því að það er óhætt að segja, að það er ekki fyr en með mínum at- hugunum, sem komist er á vís- indaleiðina á þessu sviði náttúru- fræðinnar, og síst að nokkur grunur hafi verið til um það, hversu þýðingarmikil þekking á éinmitt þessu sviði getur orðið fyrir framfarir mannkyns sem er á glötunarvegi. Minnir þetta nokkuð á það, hversu hinum stór- kostlegu uppgötvunum Bernardis á eðli sumra jarðmyndana var í fyrstu tekið — en fæstir lesenda minna munu kannast við nafn Bernardis, þó að hann væri raun- ar einn af gáfuðustu vísindamönn- um 19. aldarinnar. II. Þorsteinn Jónsson ritar grein sína vegna þess að honum hefir blöskrað hinn algerði skilnings- skortur gagnvart rannsóknum mínum, sem góðskáldið Guðmund- ur Friðjónsson hafði látið í ljós í þessu sama tímariti. G. Pr. grun- ar ekki að jeg hefi í því sem jeg hefi ritað um eðli drauma, sagt frá athugunum og ályktunum, sem ekki verða með rjettu vefengdar, og má vel minnast þess, að um er að ræða það sem verið hefir viðfangsefni mitt í rúm 40 ár. Á því getur ekki verið minsti vafi, að samband við íbúa stjarnanna kemur til greina í draumlífi voru. Ef mig t. d. dreymir að jeg sjái 3 tungl á lofti, eða að sólin sje 4—5 sinnum stærri en mjer hefir hún nokkurntíma virst í vöku, þá verður það auðskilið ef vjer vit- um af svefnsambandi voru við íbúa annar jarðstjarna í alheimi, en er að öðrum kosti óskiljanlegt. Skilningurinn á eðli drauma er svo afar þýðingarmikill af því að hann bendir svo skýrt til þess sem verða á og verða þarf, og er oss sú hjálp sem dugar til að koma auga á hið stórkostlega takmark sem er samband og fullkomin sam- hæfing og samstilling lífsins í al- heimi. En þar sem þeim skilningi er ekki náð, er verið á glötunar- vegi, eða á helvegi, einsog einn- ig mætti komast að orði, og einkar viðeigandi virðist í þessu svartasta jeli mannkynssögunnar sem nú stendur yfir. Er það býsna eftirtektarvert, að þó að bjartara og bjartara sje milli jelj- anna, þá verða fyrir því mann- kyni, sem ekki hefir lært að rata á lífsins leið, jelin sífelt svartari, uns kulnar út með öllu sá lífs- neisti, sem leitast var við að glæða á þeirri jorð, svo að nægilegt sam- band gæti náðst við hið mikla líf- fjelag alheimsins, þar sem dauð- inn hefir sigraður verið og alt sem til dauða dregur. III. Þorsteinn Jónsson er fáliðaður, einsog því miður svo margir ís- lenskir bændur, og tóm til and- legrar iðju vandfengið, og er því mesta furða, að honum skuli þó hafa tekist að sýna hversu frá- bærum hæfileikum hann býr yfir til ritstarfa. Er það þjóðarskaði, ef oss auðnast ekki að styðja að því, að slíkur maður geti búið við þær ástæður, að hæfileikar hans fái betur notið sín. Enginn þeirra ungu íslensku rithöfunda, sem mjer er kunnugt um, ritar betra mál en Þorsteinn Jónsson. Er slíkt að rekja til ljósrar hugsunar. En hinsvegar hefir gott mál meiri þýðingu fyrir hugsunina en menn hafa gert sjer ljóst. Hefir mjer jafnvel verið að koma í hug, að það sje að verulegu leyti að rekja til þess, hversu nýu málin eru af • lagaðri og óskynsamlegri í eðli en gríska, latína og íslenska, að framfarir í heimspeki hafa verið svona lítilfjörlegar, miðað við hið stórkostlega upphaf, sem speking- arnir grísku höfðu eftirlátið seinni kynslóðum, og að það skuli vera hjer í fásinninu á íslandi, sem fyrst hefir þó auðnast að meta spekingana grísku til fulls, og sjá fram á hver er leiðin til að nú því marki, sem stefna verð- ur að eða farast ella, og einungis verður náð með samtökum alls mannkyns. 16.—17. sept.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.