Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 311 Allir spilamenn kannast við það, að oft verður að hnitmiða spila- menskuna þannig, að vera á undan mótspilurunum að koma áformum sín- um í framkvæmd. í spilum og tafli ræður tempó ekki síður úrslitum en í stórorustum. Hjer er dæmi úr Watson on the Play of the Tland- S V N A 5 T 1 H 2 L 2 H Y (Mr. Watson) hefir þessi spil: ' S: G, 9, 2. H: K, D, G, 10, 4. T: K, 6, 3. L: Ás, 4. Hann þykist öruggur að fá slag á tígul og lauf, en hvar er þriðji slag- urinn? Eðlilegasta útspilið er hjarta kóngur, en eftir sögnunum að dæma hefir hann ekki mikla trú á slag í þeim lit. A getur varla haft neitt að gagni, en hann hefir mörg hjörtu, 5 að minsta kosti. V sjer það eitt til bjargar, að A hafi eitthvað í spaða, ekki minna en D og 10. Hann spilar því út spaða tvisti. Hin spilin voru þessi: Suður: S: Ás, 8, 4. H: Ás. T: Ás, D, G, 10, 9, 5. L: D, 8, 7. Norður: S: K, 5, 3. H: 9, 6. T: 8, 4. L: K, G, 10, 9, 5, 2. Austur: S: D, 10, 7, 6. H: 8, 7, 5, 3, 2. T: 7, 2. L: 6, 3. Þegar Y kemst inn á tígulkóng, spil- ar hann aftur spaða og fríar þannig slag á spaða áður en fyrirstaðan í laufi er tekin af honum. Það er ljóst, að S vinnur spilið, ef annarsstaðar er kom- ið út. Annað dæmi af svipuðu tagi: Suður spilar 3 grönd. A og V hafa altaf sagt pass. V spilar út tíguldrottn- ingu. N leggur upp: S: D, G, 10. H: Ás, D, 10, 8, 2. T: 7, 5. L: 9, 4, 3. S hefir á hendinni: S:K, 8, 4. H: G, 9, 6, 4. T: Ás, K, 6. L: Ás, K, 7. S gefur fyrsta slag, V spilar aftur tígli og S tekur með kóngi. Hann sjer 2 slagi í tígli, 2 í laufi og 4 í hjarta; fimmta slaginn verður hann að fá á spaða, ef hjartakóngur er hjá A. — En ef V hefir upphaflega átt 5 tígla, sem búast má við eftir útspilinu, og auk þess spaðaás,. fer málið að vand- ast. S verður því að ná út ásnum áður en hann hreyfir hjartað. — Ef V á spaðaásinn, gefur hann sennilega fyrsta spaðann; þá er níundi slagur- inn kominn og S getur svínað hjarta undir A. En ef A á spaðaás og drepur strax, skiptir það engu máli; hann getur að vísu náð út tígulási (ef hann á tígul eftir), en þá er óhætt að svína hjartanu undir hann. Þetta er ofureinfalt á pappírnum, en þó spila menn svona spilum af sjer hvað eftir annað. Spilin lágu þannig: Vestur: S:Ás, 7, 5. H: 5, 3. T: D, G, 10, 8, 4. L: G, 5, 2. Austur: S: 9, 6, 3, 2. H: K, 7. T: 9, 3, 2. L: D, 0.0, 8, 6. Þriðja dæmið mun ekki valda góðum spilamönnum erfiðleikum. Suður spilar 3 grönd og hefir þetta á hendi: S: D, 10, 6, 3. H: Ás, D, 7, 5. T: Ás, 5, 8. L: D, 8. N hefir: S: Ás, 5, 8. H: K, 2. T: 10, 6, 4. L: Ás, G, 10, 9, 7. V spilar út spaðaf jarka. S hefir nóga slagi til þess að vinna spilið. Honum ætti að vera óhætt að hleypa fjarkan- um undir drotninguna. En ef A á spaða kóng, þá er líklegt að hann svari með tígli, þar sem blindur er veikastur, og ef hann á líka laufkóng og fjóra tígla á hendi, er spilið tapað. — S drepur því með ásnum í blindum, spilar lág- laufi og nær út lauf kóngi, áður en hann missir tígulás. 4 slagir í laufi, 3 í hjarta, tígulás og spaðaás. Það er ástæðulaust að tefla á tvær hættur með þessi spil, en mundi ekki margur freistast til þess? Hjá Sól og Bil Einn af hagyrðingum höfuð borgarinnar kastaði frain eftirfarandi vísu, þegar hann hafði lesið síðustu bók Huldu, „Hjá Sól og Bil“: Verð jeg laus við vegg og þil, víður og grænn er haginn, ef jeg sest hjá Sól og Bil sumarlangan daginn. Smælki Dómari nokkur var að yfir- heyra sakamann, sem stamaði gífurlega. „Jeg býst við að þjer sjeuð mesti þorpari“, sagði dómarinn. „Ekki nærri eins mikill þorp- ari og þjer, herra dómari, — á-á- álítið mig vera“. ★ „Hvernig stendur á því, María, að í hvert skipti, sem jeg kem fram í eldhúsið, stend jeg yður að því að hafa karlmann hjá yð- ur?“ spurði frúin. „Jeg veit ekki, frú mín góð. Jeg hugsa, að það sje ótætis hljóðlausu inniskónum yðar að kenna“) svaraði María hiklaust. ★ H2 0. Það var í stærðfræðitíma. Eft- ir langt tal um efnafræðiformúl- ur ýmissa efna einsetti kennarinn sjer að komast eftir því, hvort nemendurnir hefðu gefið orðum hans nokkurn gaum. Hann spurði þá: „Hvað er vatn?“ Einn ungur og efnilegur nem- andi svaraði hiklaust: „Litlaus vökvi, sem verður svartur þegar maður þvær sjer um hendurnar úr honum!“ ★ 1. þingmaður: Heyrðu. Hvern- ig stendur á því, að þú hefir alls -ekki opnað munninn alt þingtíma- bilið sem af er? 2. þingmaður: Sannarlega hefi jeg opnað munninn. Ræðurnar þínar hafa iðulega fengið mig til þess. Satt að segja hefi jeg ekki gatað talað, af því að mig verkj- ar 1 kjálkana af geispum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.