Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1942, Page 8
312 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS —«—M«n«HnwniiinmiiiMwiminitimniinwtininmimiiiuiiiunnimmiinniniiiinnniiininiuiiHiHim»inmiiiinnniwmmmw4 FJ AÐRAFOK uiiiiiifiminmnimmitniitiiinimniiiit ifi.iiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiin Frá Hverahlíð við Reyki í ölfusi, sumarbústað Freysteins Gunnars- sonar skólastjóra. Reynitrjen, sem sjást á myndinni, eru 12 ára og rúmlega 4 metrar á hæð. Spurningum svarað. Gamall maður leitaði með á- kefð á götunni að einhverju. Forvitinn maður spurði hann: „Hafið þjer týnt einhverju?" „Já“, var svarið. Sá forvitni var ekki ánægður og spurði: „Var það nokkuð merkilegt,“ „Já“, var svarið. „Hvað var það “ spurði sá for- vitni. „Það var karamellan mín“, svaraði sá gamli. „Að hvaða gagni kæmi það yð- ur að finna hana? Hún myndi hvort eð er vera full af óhrein- indum“, sagði sá spuruli. „Af tilviljun", sagði sá gamli, „fylgdu tennurnar mínar með henni!“ ★ Vafasöm hjartagæska. Prófessor Johnson var á leið upp í herbergið sitt í vgistihúsi. Maður nokkur staulaðist allmik- ið drukkinn inn ganginn. Prófess- orinn, sem var maður með af- brigðum hjartagóður, bauðst til að styðja manninn upp'á aðra hæð, þar eð lyftan var ekki í gangi. Sjálfur bjó prófessorinn á neðstu hæðinni. Hann fór með manninn upp, ýtti honum með gætni inn um fiurð, og hjelt síðan niður aftur. Þá sá hann mann í sama ásigkomulagi, sem einnig þurfti að fara upp á aðra hæð. Hann studdi þennan einnig upp, hjelt síðan niður aftur, ánægður yfir góðverkum sínum. En hann var ekki fyrr kominn niður, en hann sá þriðja manninn, enn ræf- ilslegri en hina tvo,. sem einnig þurfti að komast upp á aðra hæð. Hann gat ekki lengur orða bund- ist, og sagði því við manninn: — Það er undarlegt, að þrír menn skuli þurfa aðstoð upp á aðra hæð sama kvöldið. „Ekki svo mjög, herra“, svar- aði sá ræfilslegi, „þegar tekið er tillit til þess, að þjer eruð búnir — hik — að henda mjer niður lyftuganginn tvisvar“. Rjettlæti. Skoti og Hollendingur fóru til hádegisverðar á Delmanicos gisti- húsið í New York. Þeir urðu báðir undrandi, þegar þeir urðu að borga níu dollara fyrir matinn. Þegar þeir komu út tók Skot- inn að bölva gistihúsinu í gríð og ergi. „Blótaðu ekki“, sagði Hollend- ingurinn. „Guð hefir þegar refsað Delmanico. Jeg er með báða vas- ana fulla af silfurskeiðunum hans“. ★ Hæverska. Jonni litli hafði verið háttaður snemma, en gat ekki sofnað. Hann kallaði aumingjalega til móður sinnar: „Mamma, gefðu mjer vatn að drekka. Jeg er svo þyrst- ur“. Hann fjekk ekkert svar. Hann endurtók kveinstafi sína eftir nokkra stund. Móðir hans svaraði byrst: „Ef þú þegir ekki, þá kem jeg og flengi þig“. Hann þagði um stund, síðan datt hon- um snjallræði í hug. „Mamma, þegar þú kemur til að flengja mig, færðu mjer þá glas af vatni um leið!“ ★ Hann sagði sannleikann. Eitt sinn á íþróttasýningu, þar sem múgur og margmenni var saman komið, steig stúlka nokk- ur upp á kassa til þess að sjá betur, en skygði auðvitað með því á marga aðra. Hún var hvað eftir annað beðin að stíga niður af kassanum, en skeytti því engu. Maður nokkur, sem stóð fyrir aftan hana, sagði við annan: „Jeg hugsa að þessi stúlka þarna væri ekki að halda sýningu á sokkun- um sínum, ef hún vissi, að það er eitt stórt gat á hvorum þeirra“. Stúlkan steig tafarlaust niður af kassanum. Annar maður, sem stóð einnig fyrir aftan hana, sagði við hinn: „Hvernig gastu fengið þig til að skrökva í vesalings stúlkuna ?“ „Jeg skrökvaði engu“, svaraði sá úrræðagóði. „Ef hún hefði ekki eitt stórt gat á hvorum sokk fyrir sig, hvernig í ósköpunum kæmist hún þá í þá?“ ★ Þarf ekki ástand til — Bóndakona í Perthshire fór til lyfsala með tvo lyfseðla — annan handa manninum sínum og hinn handa kúnni sinni. Þegar það kom í ljós, að hún hafði ekki nóga pen- inga til að borga bæði lyfin, þá spurði lyfsalinn, hvort þeirra hún ætlaði að taka. „Fáðu mjer lyfið handa kúnni“, svaraði konan eftir nokkra um- hugsun. „Ef maðurinn minn dæi, gæti jeg hæglega fengið mjer ann- an, en jeg er ekki eins viss um, að jeg gæti fengið aðra kúl“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.