Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 2
322 LJCSBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 fram allmikla fúlgu henni til styrktar. En þann kostnað ann- an, sem sjá þurfti fyrir, bar hinn auðugi farmaður Martín Alonso Pinzón. Hann og Juan de la Cosa lögðu til landafræði- og far- menskuþekkingu sína, og einung- is úrvalsmenn, eftir því sem'um var að gera, voru ráðnir í hvert rúm. Var að engu flaustrað við undirbúninginn, og mátti hann heita sæmilega góður á þeirrar tíðar mælikvarða. „Karfarnir" voru að vísu gamlar smáfleytur og myndu nú ekki hafa þótt beis- inn farkostur milli hafna á fló- um inni, hvað þá í langferðir um úthöf, þar sem alt var í óvissu um, hvað við mundi taka, og allra veðra von. Um fyrstu ferð þeirra Kólumb- usar vestur um haf er til sú besta heimild, sem á verður kosið. Það er dagbók skipsins „Santa María“, færð af Kólumbusi sjálfum. Sjálf dagbókin er nú glötuð, en hún var í höndum Las Casas biskups (1474—1566), sem gaf hana út í nokkuð styttri mynd. Síðan hefir hún oft verið endursögð. Frásögn hennar verður rakin hjer í stuttu máli, með þeim athu^hsemdum, sem þótt hefir ástæða til að bæta við . . . Eftir þriggja daga siglingu bilaði stýrisumbúnaðurinn á karfa þeim, er Pinzón eldri stýrði, og daginn eftir, 7. ágúst, vildi hið sama óhapp til. Sáu þá leiðang- ursmenn sjer ekki annað fært en að koma við í Tenerife, einni af kanarísku eyjunum, og fá þar gert við skipið. Þangað náðu þeir 9. ágúst, og hjeldu þeir þar kyrru fyrir það, sem eftir var mánað- arins. Kólumbus reyndi árangurs- laust að fá annað skip. Það vildi svo til, að eldfjall eitt mikið, sem er þar á eynni og Teide nefnist, gaus einn daginn, sem þeir voru þar í höfn. Þótti sumum það ekki spá neinu góðu um förina. En Kólumbus vildi ólmur þaðan, því að honum bárust fregnir um það, að tvö briggskip portúgölsk hefðu verið send eftir þeim og áttu þau að koma í veg fyrir, að nokkuð frekara yrði úr leiðangr- inum. Og 6. sept. lögðu þeir aft- ur af stað og stefndu í vestur. Nú höfðu þeir ekkert að styðjast við nema landabrjef það, er k- alski fræðimaðurinn Toscanelli hafði dregið upp og sent Kólumb- usi. Eftir því landabrjefi að dæma átti leiðin vestur um hafið að vera töluvert styttri en hún er í raun og veru. Þann 13. sept. tóku þeir fyrst eftir misvísun segulnálarinnar, og þótt það fyr- irbrigði væri þá kunnugt fyrir meira en tveim öldum, kom það mjög á óvart Kólumbusi. Hann leyndi þó kvíða sínum fyrir skips- höfninni, enda könnuðust sumir förunautar hans við fyrirbrigði þetta, og var þá ekki fengist meir um það. Nú gerðist ekkert sögulegt fyr en aðfaranótt 15. sept., en þá sáu þeir glóandi víga- hnött falla í hafið í fárra mílna fjarlægð frá skipunum. Þótti há- setunum það ekki góðs. viti. En það var bót í máli að veður var ágætt og vindur hagstæður. Dag- inn eftir sigldu skipin inn í Sar- gassó-hafið eða Þanghafið, sem svo nefnist af því að á víðáttu- miklum svæðum, samtals á stærð við flatarmál allrar Vestur-Ev- rópu, er yfirborð sjávarins þak- ið fljótandi þangtegundum og öðrum sjávargróðri. Sjaldan verð- ur gróður þessi svo þjettur, að hann tefji för skipa. En sums- staðar liggja þessar tilbreytingar- lausu, morandi grasbreiður eins langt og augað eygir í allar áttir, eins og mýraflákar eða fen. Ótt- uðust þá sumir, að skipin kynnu að rekast á grunn. En það sýndi sig við mælingar, að sökkurnar námu aldrei við botn. í Þanghaf- inu veiddu skipverjar krabba og túnfiska. Þeir sáu hvítan hitabelt- isfugl á flugi, af tegund, sem sef- ur aldrei á vatni eins og reglu- legir sundfuglar. Loks veittu þeir því eftirtekt, að sum grösin á yf- irborðinu voru iðgræn, eins og þau hefðu nýlega slitnað upp og flotið frá landi. Þetta þótti mönn- um benda til þess, að land mundi skamt framundan, og við það sef- uðust hásetarnir, sem tóku ann- ars að gerast áhyggjufullir vfir því, hve langt var nú komið út á hið ókunna reginhaf, fjarri öllu bygðu bóli, sem þá var vitað um. Jók það nú einnig á kvíða manna, að vindur bljes stöðugt úr norð- austri, og hlaut það að tefja för þeirra til baka til Spánar^ef svo hjeldist. Kólumbus skrifaði daglega hjá sjer, hvað þeim miðaði áfram, en í leiðarbókina, sem skipverjar höfðu aðgang að, dró hann að jafnaði úr vegalengdinni, svo að hásetunum skyldi ekki vaxa hún í augum. Nú tók vindur að blása af suðaustri, og breytti Kólumbus þá stefnu skipanna í suðvestur, í stað þess að þau höfðu til þessa siglt beint í vestur. Hefði hann haldið hinni upphaflegu stefnu, hefði hann komið að landi í Norður-Ameríku, og eflaust hefði þá landnám Evrópumanna í Vest- urheimi orðið með öðru móti, en raun varð á, a. m. k. orðið minna úr landnámi germanskra þjóða, og má af því m.arlft,' hve geysi- mikla þýðingu þessi ákvörðun Kólumbusar hafði fyrir framtíð hins nýja heims. Þann 18. sept. flugu margir smáfuglar yfir skipin, líkir þeim, sem hafast við í görðum og runn- um, og fanst skipverjum söngur þeirra fagur. Þá komu þeir auga á lágan þokubakka yst við sjón- hringinn í norðri. Hugðu margir, að þar myndi land vera, og vildu að siglt yrði í þá átt. En þokan eyddist brátt, og blasti þá við enn sem fyr hafið takmarkalaust og dularfult á allar hliðar. Dag- ana 20. til 25. sept. var logn, og ókyrðust nú hásetar að nýju. Þótti þeim nú svo langt haldið, að lítil von væru afturkomu heim. En brátt kulaði hann aftur af austri og golan fylti seglin. Martín Alonso þóttist sjá land þann "25. sept. Fyltust þá allir miklum fögnuði og Kólumbus Ijet skipshöfn sína syngja Gloria in excelsis. Þetta reyndist aðeins missýning. Isabel drotning hafði heitið þeim manni 10 þús. mar- avedís, eða sem svarar 2000 krón- um, í árslaun, sem fyrstur kæmi auga á land. Kólumbusi var því umhugað um að komast fram úr hinum skipunum og það var metn- aðarmál fyrir hann að verða sá, er fyrstur sæi land. Hófst nú kappsigling inilli skipanna og sóttist leiðin fult eins greiðlega

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.