Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 4
324 LEBBÓK MORGUNBLAÐSINS Björgun lirólfs Dorsteinssonar '(Bndurrninningar úr 5J\ agafjarSardölum l-j orljótsstaðir heitir insti bær- inn í Vesturdal í Skagafirði, og er hann jafnframt instur bæja í því hjeraði, einangraður allmjög, því að nær míla er_ talin vera til næsta bæjar. Er hann austan meg- in í dalnum. Er þetta fremur harðbalalegt býli, en farsælt þó, og mun öllum hafa búnast þar vel, enda er veðursæld þar mikil og landgæði. Að öllum jafnaði mun þarna hafa verið búið, þó komið hafi fyrir árabil í senn, sem jörðin hefir verið í auðn. Svo er landi háttað þama, að Vesturdalur nær langt inn í óbygðir, eða alt að 20 km. suður fyrir Þorljótsstaði. Eru fjöllin að honum allhá og insti hluti hans þröngur mjög, hlíðar þar vegg- brattar, skriðurunnar nokkuð, en þess á milli skiftist á kvistlendi mikið og fagrir vallendisgeirar. Austurhlíð dalsins, þá kemur nokkuð inn fyrir Þorljótsstaði og suður úr, kallast Runa, löng eins og nafnið bendir til. Er það heimaland jarðarinnar. Bergvatnsá rennur eftir daln- um og hefir hún upptök sín lengst inni á heiðum. Nefnist hún Runu- kvísl norður undir bygð, en eftir það heitir hún Hofsá, þar til að Jökulsá vestari gleypir hana í sig skamt sunnan við kirkjustaðinn Goðdali, þar sem hún brýst fram úr tröllauknu klettagili. Um 12—13 km. innan við bygð kemur suðvestan af öræfum' alt sunnan frá Ásbjarnarvötnum uppi undir Hofsjökli, á ein, sem Hraunþúfuá nefnist og sameinast Runukvísl þarna. Fellur hún norðan til eftir ægilegum gljúfr- um. Eftir að hún kemur niður í dalinn renna árnar Runukvísl og Hraunþúfuá samhliða stuttan spöl og er örmjó tunga þar á milli, sem Hraunþúfu-Rani nefnist. Er uhd- irlendi nokkur þarna í dalnum á litlum parti og segja munnmæli, að þar á völlum nokkrum vestan við ármótin hafi Hraunþúfuklaust- ur verið til forna, þar sem alt að Eftiir ÞORMÓÐ SVEINSSON 50 hurðir voru á járnum. Að öðru leyti er nú fátt kunnugt um þann stað. En vallgrónar húsa- tóftir og fornmenjar fundnar í jörðu þar gefa hugboð um, að þarna muni merkileg saga hafa gersamlega gleymst. Ár þessar, hvor um sig, eru eigi meiri en það, að væðar eru þær unglingum allvíða þá ekki er vöxtur í þeim. En þær geta iíka orðið ófærar hverjum manni. Renna þær eftir sljettum en grýtt- um eyrum þarna, en er þær koma saman norðan við Ranann fellur áin í flughröðum streng all lengi, fyrst útaustur undir fjallsrótina og síðan út með henni. Mun áin talin lítt væð á þeim parti á öll- um tímum, enda er vatnssorfið stórgrýti þar í botni og því ilt að fóta sig. Vorið 1898 fluttist að Þorljóts- stöðum og hóf búskap þar ungur maður, nýgiftur, Hjálmar Þorláks- son að nafni, í báðar ættir kom- inn af kunnu og merku skagfirsku fólki. Hafði þá jörðin verið í eyði í 2 ár. Hjálmar bjó þarna í 9 ár og farnaðist vel. Keypti hann jörðina, endurreisti hús að nokkru leyti og hóf jarðabætur, enda hugði hann á framtíðarbúskap þama, þótt öðruvísi færi vegna sjerstakra atvika, sem ekki koma þessu máli við. Um þessar mundir bjó að Hofi í Vesturdal — landnámsjörð Ei- ríks í Goðdölum — bóndi sá, er Þorsteinn hjet. Áttí hann þrjá sonu og hjet hinn elsti þeirra Hrólfur. Hof er að vestanverðu í dalnum, instur bæja þeim megin, en þó miklu norðar en Þorljóts- staðir. Á öðrum bæ í dalnum, Bjama- staðahlíð, bjó þá bóndi sá, er Sveinn hjet. Átti hann mörg börn og hjet einn sona hans Stefán. Báðir voru sveinar þessir frískir og tápmiklir eftir aldri. Hrólfur var 14 ára gamall, er atburður sá. gerðist, sem segir frá hjer á eftir, en Stefán rúmlega ári eldri. Aldamótaárið, um fardagaleyt- ið um vorið, var smölun gerð um Runa. Tóku þátt í henni Hjálmar á Þorljótsstöðum, Stefán í Bjarna- staðahlíð og sá sem þetta ritar, þá 10 ára að aldri. Við lögðum af stað snemma að morgni og vorum gangandi, enda verður Runa ekki smöluð á hest- um vegna klettagilja og skriðu- skorninga. Fórum við suðaustur fjall, því að við þurftum einnig að ná í tvö tryppi á tamningar- aldri, sem strokið höfðu suður á heiðar fyr um vorið. Gekk það vel og segir ekki af ferðum okk- ar fyr en við erum á heimleið aft- ur og komnir út á móts við Hraun- þúfugilsmynnið eða vel það. Var nokkuð áliðið dags, er við vorum þar. Fórum við Iljálmar eftir brún- um dalsins, en Stefán smalaði neðra og gekk út með ánni, og varð hann ofurlítið á undan. Veð- ur var hið besta, bjart og hlýtt, og hljóp ör vöxtur í allar ár um daginn, því að enn lá nokkur snjór á fjöllum. Ultu þær nú fram kolmórauðar. Einkum varð Hraunþúfuá vatnsmikil. Vitum við nu ekki fyr til en að Stefán kemur skyndilega upp á fjallsbrúnina til okkar. Drýpur sviti af hverju hári hans og má hann vart uæla fyrir mæði, og er sýnilegt, að honum er ótti í huga. „Hann Hrólfur fór í ána og húkir á stórum steini þar. Flýttuþjer, Hjálmar, í guðs bæn- um“, er það eina, sem hann segir, og var þó full erfitt að skilja hann. Var hann aðframkom- t inn af hlaupum, enda er f jallið ' þarna a. m. k. á 5. hundrað metra hátt, mjög bratt og torgengið sak- ^ ir kvistlendis, lausagrjóts og .»kletta í brúnum. Hafði hann j hlaupið þetta í hvíldarlausum i spretti. — Án þess að spyrja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.