Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1942, Blaðsíða 6
326 LE8BÓK MORGUNBLAÐSINS Verksmiðja í Hamrahöll C íðastliðið vor var krónprins Svía viðstaddur vígslu ný- stárlegrar verksmiðju í Svíþjóð. Verksmiðja þessi er bygð inn í hamrahlíð og er það Bolinder Munktell, hin kunna vjelaverk- smiðja, sem hefir látið gera hana. í sænska blaðinu „Utlands- Svenskaren" segir svo frá verk- smiðju þessari: „Það sem Bolinder-Munktell hefir látið gera hjer er ekki að- eins undravert, heldur er hjer e. t. v. um að ræða byltingu á sviði byggingatækninnar. Með því að sprengja bergið að innan og koma þar fyrir verktækjunum verður hægt að vernda mikil efnisleg verðmæti og veita starfsmönnum öryggi á styrjaldartímum. Þegar þar við bætist, að verksmiðju- bygging sem þessi hefir ýmsa kosti fram yfir aðrar verksmiðj- ur, jafnvel á friðartímum, þá er óhætt að fagna þessari nýbreytni með sjerstakri ánægju. Þar sem nóg er af hamrahlíð- um hjer í Svíþjóð, þá verður í raun og veru ekki dýrara að sprengja verkstæði inn í hamrana heldur en að reisa þau á venju- legan hátt. Það segir sig sjálft, að viðhaldskostnaður hamrabygg- inga verður tiltölulega lítill. Og sem salarkynni er óhætt að gera ráð fyrir, að verkstæðin standi í þúsundir ára, — ef þau eyðileggj- ast þá ekki í jarðskjálftum. Sjerstakar ráðstafanir eru gerð- ar til þess að verjast gashernaði, en í þessum ráðstöfunum felst einnig, að hægt er að koma í veg fyrir, að nokkurt loft berist ut- an að. Af þessu leiðir aftur á móti, að brunahættan verður mjög lít- il. Yatn berst að verksmiðjunn: um brunn, sem sjerstaklega hefii verið borað fyrir með demants- bor. Oftlega reynast venjuleg verk- stæði köld og næðingasöm um vetur og heit og loftlítil á sumr- in. Rakinn er mikill og óþægileg- ur fyrir starfsfólkið á sumrin. En á þessu er ráðin bót í hamra- byggingunum með sjerstaklega hentugum lofttemprunartækjum, sem stilt eru þannig, að stöðugt berst að nýtt loft, síað, temprað og með vísindalega ákveðnum raka, og sem dreift er algerlega jafnt um vinnusalina. Ekki er völ á tækjum, sem hentugri eru til þess að vernda starfsliðið fyrir eiturgasi á stríðstímum. Jafnvel þótt gas hafi lagst yfir alt um- hverfið, getur starfsfólkið verið algerlega óhult. Fyrir ljósum er sjeð á nýtísku hátt. Notaðir eru svokallaðir dags- ljóss lampar, sem eru nokkurs- konar sambland úr kvikasiTfurs- lömpum og glóðarlömpum. Að vísu geta dagsljóss lamparnir ekki komið í stað sólarljóssins, en verkamennirnir búa heldur ekki í vinnustöðvunum og það er al- gert vafamál, hvort gildi sólar ljóssins sem heilsulindar sje svo mikið í vinnustöðvum hjer hjá okkur, að ekki sje hægt án þess að vera. Mikinn hluta ársins kemst sólin ekki nema stuttan spöl yfir sjóndeildarhringinn. Einnig ber að hafa í huga, að heilsusamlegustu sólargeislarnir, últrageislarnir, komast ekki í gegnum venjulegt gluggagler. Bolinder-Munktell fjelagið hefir kynt sjer þetta og komist að þeirri niðurstöðu, að sólarljós- ið, sem kemst inn í hin venjulegu verkstæði okkar, er ekki merki- legra í eðli sínu en það ljós, sem hægt er að framleiða með tiltölu- lega einföldum glóðarlömpum. Enginn vafi er á því, að öll úrlausnarefni, sem lúta að heil- brigði og hreinlæti, hafa verið ieyst í hamrabyggingu Bolinder- Munktell á fullkomlega viðunandi hátt. Hið sanna er, að Bolinder- Munktell hefir með nýlundu þess- ari tekist að skapa vlnnustað, sem er betur útbúinn W alt, er lýtur að heilbrigði vinnufólksins, held- ur en á sjer stað í þúsundum annara vinnustöðva. En Bolinder-Munktell hefir ekki aðeins haft heilbrigði starfs- fólks síns fyrir augum. Það hefir einnig lagt alúð við að stuðla að því, að starfsfólkið þrífist og dafni. Yinnustöðvarnar eru klædd- ar að innan með Ijósu masonite. Vjelarnar eru mátaðar með ljósum lit. Á veggjunum eru hingað og þangað' lítil, ferköntuð útskot, sjerstaklega lýst og með tilbún- um blómum og er það undravert, hve mjög þau líkjast venjulegum gluggum með útsýni út í bláan Framh. á bls. 327. Hamarinn, sem verksmiðjan er í. Verksmiðjan að innan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.